ÚR TÖLVUPÓSTINUM Í MORGUN
Sending frá Þjóðólfi Lesa meira
Við á Snotru höfum verið að ræða hvort Davíð Oddsson verði ekki
settur í flokk "frelsishetjanna" Thatcers og Reagans. Öll eiga þau
það sameiginlegt að auka frelsi hinna ríku til að kúga þá fátæku og
gera þá ríku ríkari, selja eigur fólksins til þess að hægt verði að
selja okkur þær aftur. (Járnbrautir, raforkurkefi banka og
síma).
Eftir sitjum við með lág laun og fátækt. 100 þúsund kr. laun standa
ekki undir kostnaði við húsnæði, klæði og fæði, hvað þá annað. Til
þess að lifa á verkafólk ekki annarra kosta völ en vinna óhóflega
yfirvinnu. Á meðan er ekki hægt að opna blað nema fjallað sé um
...
Runki frá Snotru
Ánægjuleg viðbót við íslenska fjölmiðlaflóru barst inn um
bréfalúguna hjá mér í morgun. Þetta er auðvitað dagblaðið
Tölvupósturinn en ritstjóri og jafnframt eini
starfsmaður þess er hinn þjóðkunni doktor Jón Samúelsson
... Eftir þennan lestur varð mér strax hugsað til þess að ekki
væri nú ástandið svona skítt hjá mér og mínum. ...Uppskriftin að
þessu nýja blaði er að mínum dómi afar vel heppnuð og innihaldið
hefur fyrst og síðast góð áhrif á lesendur og ég held einnig
samfélag okkar í heild. Og ekki veitir nú af á þessum ...
Tómas Adolf Treholt
Sæll Ögmundur. Þú skrifar á heimasíðu þína þann 13.9.sl
grein með yfirskriftinni ÞAÐ ÞARF AÐ JAFNA KJÖRIN Í LANDINU. Ekki
efast ég um vilja þinn til þess að vinna að því og ég er sammála
þér í því að hátt gengi krónunar hefur ekki skilað sér að fullu í
lægra vöruverði, enda kröfur um háa arðsemi til eiganda hafðar í
fyrirrúmi.
Sigurbjörn Halldórsson
Á sínum tíma, er ég var barn að aldri, trúði ég á álfa. Hvernig
átti heldur annað að vera, ég sá þá með eigin augum út um allar
koppagrundir, í hverjum hól og kletti, já í hverjum einasta
grjóthnullungi á æskustöðvum mínum vestur í Trékyllisvík. Lengi vel
velti ég því ekkert fyrir mér hvað álfarnir hefðu fyrir stafni til
að hafa í sig og á. Ég sá þá aldrei gera neitt af viti, eins og
sagt var til sveita í gamla daga, ég gat ekki betur séð en allan
liðlangan daginn væru þeir við alls kyns leiki og annað sprell. Það
var fyrst í kringum tíu ára aldurinn að ég spurði hann föður minn
hvað allir þessir álfar hefðu sér til viðurværis. Drykklanga stund
hugsaði hann sig um og sagði svo...
Þorsteinn Þjóðólfsson,
fyrrverandi sjómaður
Það er fallegt af þér Ögmundur að bera blak af þeim aðilum sem
eru að fá sölupeninginn af Símanum og eru flaðrandi upp um
ríkisstjórnina af ánægju, þakklæti, bukti og beygju. Þú segir hér á
síðunni...Ég áfellist þennan mannskap alveg hiklaust og er þér
fullkomlega ósammála að þessu leyti þótt ég sé eiginlega sammála
þér um allt!. Mér verður hreinlega illt af því að horfa á þetta
flaður í garð kapítalistanna sem eru að útdeila stolnum auði. Sjálf
er ég öryrki og geðfötluð og vil ekki sjá einseyring af mútufé
ríkisstjórnarinnar....
Gunna
Ágætis grein um fjármál og vexti frá þér. Þessi vandamál væru
ekki þau sömu ef við hefðum vit á að vera með í Evrunni. Röksemdir
fyrir sjálfstæðum gjaldmiðli eru fyrst og fremt þær að gengi jafni
kjörin, þeas. ef viðskiptakjör versna þá lækkar gengið. Þá minnkar
kaupmáttur allra en í staðinn minnkar hættan á atvinnuleysi. Þessi
kenning er rétt ef um er að ræða sveiflur 10% plús eða mínus. En
hagkerfislegt sjálfstæði getur líka farið illa með þjóðarhag. Ef
sveiflurnar verða miklar (einsog nú er) er hætta á að heilu
atvinnugreinarnar verði ósamkeppnisfærar og þá fáum við
fjöldaatvinnuleysi, ekki bara sveiflukennt atvinnustig, einsog við
fengjum ef við værum tengd við stóran gjaldmiðil. Markaður verður
að vera stór til að virka og hægt er að "hijacka" litlu hagkerfi af
tiltölulega fámennum hópi spákaupmanna...Ísland er að verða
"Gambler´s Paradise" þar sem rekstrarreikningur
fyrirtækjanna skiptir engu máli...
Þráinn
Það verður ekkert "Laugardagskvöld með Gísla Marteini" í
sjónvarpinu í vetur, því miður fyrir okkur eldri borgarana sem
áttum þar hauk í horni og gleðinnar fasta punkt í annars dapurlegri
dagskrá Ríkissjónvarpsins.Gilli sækist nefnilega eftir því, enda
þjóðþekktur orðinn af góðu einu, að verða borgarstjóraefni
Sjálfstæðisflokksins í komandi kosningum. Hann hefur því eðlilega
lítinn tíma til að spjalla og sprella fyrir okkur gamla fólkið um
hverja helgi...Geri ég það hér með að tillögu minni að keppinautur
Gísla um borgarstjórastólinn, Vilhjálmur Þórður Vilhjálmsson, játi
sig strax sigraðan og taki upp keflið hans Gilla í sjónvarpinu. Þá
fengjum við gamla fólkið "Laugardagskvöld með Villa" og yrðum ekki
svikin af þeirri skemmtun - það get ég fullyrt eftir löng og
skemmtileg kynni við Vilhjálm allt frá...
Ari Guðmundsson á Grafarbakka
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Á þessu vefsvæði er réttilega bent á fáránleikann sem fylgir svokölluðum upprunaábyrgðum raforku. Þær eru hluti af blekkingastarfsemi og braski með rafmagn, þar sem „orkusóðar“ geta keypt sér syndakvittanir af hinum sem sóða minna (eða lítið). Með þessu móti er kaupandinn, neytandinn, látinn halda að hann kaupi „hreina raforku“ (græna). Neytandinn er með öðrum orðum blekktur. Eins og lesendur vita gekk Bretland endanlega úr Evrópusambandinu nú um áramótin. Á heimasíðu bresku lögfræðistofunnar Pinsent Masons er fjallað um skattahliðina á þessu svindl-fyrirkomulagi, í grein ...
Lesa meiraÞingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu. Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google ...
Lesa meiraMörgum stjórnmálamönnum er tamt á tungu, eftir nýjustu atburði í Washington, að segja árás hafa verið gerða á „lýðræðið“. En það gleymist alltaf að láta fylgja með svarið við spurningunni: lýðræði hverra? Lýðræði valdaklíkunnar í Bandaríkjunum, lýðræði almennings? Forsetanefnur jafnt sem ráðherrar apa hver upp efir öðrum staðlaðar skoðanir um „árás á lýðræðið“ og látast stórhneykslaðir á því. Trúverðugleiki þessa fólks sem þannig talar er hins vegar enginn. Fólk sem lifir og hrærist í fílabeinsturnum er í órafjarlægð frá veruleika almennings, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í máli þess er ætíð holur hljómur ...
Lesa meiraLeiðinlegasti dagur ársins er tvímælalaust gamlársdagur. Ekki vegna þess að hann sé í sjálfu sér verri en aðrir dagar ársins heldur vegna hins að honum er spillt með óþarfa hávaða, drykkju og látum. Það verður ekki afsakað með því að „þetta sé síðasti dagur ársins“. Sá ósiður, má segja plagsiður, hefur mótast á Íslandi að kunna sér ekki hóf í neinu. Það sást vel árin fyrir hrunið mikla þar sem „allir ætluðu að verða ríkir“ og helst á einni nóttu. Enginn mátti vera minni maður en næsti maður, ekki skulda minna en næsti maður, ekki ferðast minna en næstir maður eða byggja minna hús en ...
Lesa meira... Kórónukreppan eykur misskiptinguna í samfélaginu. Það er óleystur félagslegur vandi að kapítalismi dagsins í dag þarf ekki allt þetta fólk til að halda uppi framleiðslukerfi sínu. Hvað á þá að gera við hina sem er ofaukið? Þeir breytast úr virkum samfélagsborgurum í ómaga. Borgaralaun þýðir að „launþeginn“ missir allt samband við atvinnulíf, vinnufélaga, stéttarfélag og sköpun í samvinnu við aðra. Sömuleiðis missir hann vopnið sem samstaðan gefur verkafólki til að bæta stöðu sína og breyta samfélaginu, og verður valdalaus.
Þar að auki: Það er fræðilega hægt að sjá fyrir sér sósíaldemókratískt velferðarríki (norrænt módel fyrir aldamót) þar sem meirihluti þegnanna væri iðjulaus á „sósíalnum“, en í harðkapítalískum heimi næstu ára og áratuga er það ekki fræðilegur möguleiki ...
...
Lesa meiraTrumpisminn sem pólitísk stefna tengist öðru fremur neikvæðri afstöðu til „hnattvæðingarstefnu“. Afstaða bandarískra stjórnvalda til þessa fyrirbæris er afgerandi hluti af stjórnmálum risaveldisins eina – og okkur hina jarðarbúana skiptir hún líka býsna miklu máli. „America is back“ hrópaði Joe Biden eftir kosninganóttina og vísaði til þess forustuhlutverks í alþjóðamálum sem Trumpstjórnin hefði sagt sig frá en skyldi nú tekið upp aftur.
Það er orðin viðtekin venja að kenna heimskapítalismann eftir 1990 við „hnattvæðingu“. Þetta er jafnframt það tímabil sem ...