Fara í efni

ER EKKI MÁLFRELSI Í LANDINU?

Telur formaður Samfylkingarinnar sig þess umkominn að gera einhvers konar samkomulag fyrir  hönd þjóðarinnar um hvað megi segja og hvað ekki um kvótaþjófnaðinn, einhvern mesta glæp Íslandssögunnar! Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum þegar sagt var frá því í fréttum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði troðið upp á LÍÚ þingi og boðið upp á sættir í kvótamálinu!! Útvegsmenn ættu að hætta að tala um að þeir ættu kvótann, sagði hún, aðrir að þegja um glæp þeirra og láta af ásökunum í þeirra garð. Er ekki málfrelsi í landinu? Og skiptir einhverju máli hvort talað er um eign eða um hana þagað? Skiptir ekki máli fyrst og fremst hver raunveruleikinn er? Sjálfur er ég kvótalaus og hef verið smábátasjómaður. Kannski er það ástæðan fyrir því að ég á sérstaklega erfitt með að hlusta á svona rugl.
Haffi