AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2005
...Hef miklar áhyggjur af útþynningu tungunnar, sem er
viðvarandi vandi. Er ekki hins vegar ráð að fara dusta af orðinu
"maður" og árétta að það á bæði við um konur og karla. Eða eru
karlar einungis þeir sem geta verið mannlegir og konur þá kvenlegar
þegar talað er um humanity! Þingkonur er svo sem í lagi, en
ambögurnar þingkarlar, sýslukonur, o.fl eru ekki fallegar né hafa
nokkurt gildi í jafnréttisbaráttunni. Stóru málin eins og
launaleynd, takmörkuð starfsréttindi trúnaðarmanna á vinnustöðum
við að ná fram upplýsingum um launakjör o.fl halda áfram að
verða...
Borgþór
Lesa meira
Þrátt fyrir bölv og ragn vegna Kárahnjúka fer frændi minn þangað
alltaf aftur - og aftur. Kemur svo þaðan enn verri en
fyrr. Síðast spurði hann mig. "Getur það verið eðlilegt að vinna
við það að snúa bor inní miðju fjalli í hálft ár án sýnilegs
árangurs?"
"Er eitthvað vit í að líma saman grjót?" Síðan spurði hann: "Er
eðlilegt að ég sé farinn að sakna Kolkrabbans og hafa samúð með
Hannesi Hólmsteini?"
Svo endar hann alltaf á þessu...
Runki frá Snotru
Lesa meira
Það er frábært að fá Guðmund Magnússon inn á þing sem varamann
þinn Ögmundur. Hann er góður málsvari okkar öryrkja einsog þú ert
reyndar einnig sjálfur. Ég er ekki VG fyllilega sammála í
Evrópumálum og er ekkert svona óskaplega uppsigað við
Kárahnjúkavirkjun og ykkur í VG. Í samfélgsmálum er ég hins
vegar...
Öryrki (sem mun kjósa VG )
Lesa meira
Ég les um það í fjölmiðlum að forseti Íslands Ólafur Ragnar
Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafi þegið boð um að vera
viðstödd embættistöku Alberts II. fursta af Mónakó. Okkur er sagt
að þessu fylgi veisluhöld, hersýning og fótboltaleikur "í tilefni
embættistökunnar." Eflaust er það rétt, sem Morgunblaðsvefurinn
segir okkur "að ýmsir þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr Evrópu" verði
einnig viðstaddir embættistökuna. Nú er Monakó furstadæmi sem fyrst
og fremst byggir á spilavítum og þar með grundvallað á afar
vafasömum grunni. Mér finnst forsetanum frjálst að heimsækja þetta
fólk sem prívatpersóna en vafasamt að gera það í okkar nafni. Í
nafni þjóðarinnar á ekki að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Eru þið Guðmundur Gunnarsson, Össur og fleiri orðnir
kolvitlausir í ummælum ykkar um starfsmannaleigur. Eru engin lög um
neitt á Íslandi t.d. meiðyrði. Geta ríkisfyrirtæki notað
glæpaaðferðir til að koma á hné fyrirtækjum sem þeim er illa við?
Ég þekki hjónin sem stofnuðu 2B og veit að þau reyndu að gera allt
eins rétt og löglegt sem kostur er og hafa samráð við alla þá aðila
sem NÚ vilja koma þeim á kné, löglega eða ólöglega. Þau voru
himinglöð í byrjun því að þetta var svo gaman, því báðir aðilar
voru himinlifandi, bæði Pólverjar og ísl. atvinnurekendur. Svo varð
fjandinn laus og...
Guðmundur Eiríksson, Selfossi
Lesa meira
Ekki veit ég hvort okkur hér á Snotru misheyrðist, þegar
menntamálaráðherrann okkar lýsti því yfir á Akureyri nýlega, að það
sýndi framsýni hjá skólastjórn Háskólans á Akureyri að leggja niður
tvær deildir af sex. Sjálfsagt hefði skólastjórnin að mati
ráðherrans sýnt enn meiri framsýni ef hún hefði ákveðið að leggja
skólann allan niður. Sjálf hefur Þorgerður menntamálaráðherra
sýnt mikla framsýni í málefnum Listdansskóla Íslands því hún
tilkynnti nýlega að til stæði að loka þeim skóla fyrir fullt og
allt. Þessu var mótmælt eins og þeirri framsýni ráðherrans að
vilja...
Runki frá Snotru
Lesa meira
Halldór Ásgrímsson svaraði í dag spurningum þingmanna
Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Alþingi um álstefnu
Framsóknarflokksins. Þessu voru gerð góð skil í sjónvarpsfréttum í
kvöld. Framsókn er sem kunnugt er haldin óstöðvandi áhuga á að
reisa álver. Þegar smíði eins álvers lýkur þarf að hefjast handa um
smíði næsta álvers eða stækka þau álver sem fyrir
eru. Engu líkara er en Framsókn vilji gera Ísland að
einu stóru álveri. Stalín hefði ekki gert betur sagði Jón
Bjarnason. Stundum hafa menn líkt áláfergju Framsóknar við
trúarbrgögð. Spurning hvort formaður Framsóknaflokksins líti ekki
einmitt svo á sjálfur eða var hann kannski bara seinheppinn þegar
hann sagði...
Sunna Sara
Lesa meira
Þær eru margar og mis matarmiklar lífeyris og eftirlaunakökurnar
í þessu þjóðfélagi sem þeir sem gegnt hafa ráðherra- og
alþingismennsku hafa bakað sér, með hráefni frá okkur almúganum;
alveg einstaka og matarmikla eftirlaunaköku og það sem meira er
þeir geta farið að borða hana löngu áður en þeir í raun hætta
störfum, eins og dæmin sýna. Síðan eru það starfsmenn ríkis og
bæja. Á þeim bænum er alveg gulltryggt að kakan sem býður þeirra
við starfslok, er alltaf fersk og heldur sínu næringargildi á öllum
tímum. Komi í ljós að minnsta rýrnun hafi orðið á næringargildinu ,
þá er bara náð í meira fóður...
Sævar Helgason
Lesa meira
Eru borgarstjórnarkosningar nú á föstudaginn? Það er algjörlega
með ólíkindum hvað þessi fánýti slagur milli tveggja karla tekur
mikið pláss, tíma og athygli fjölmiðla nú dögum og vikum saman.
Talað er eins og verið sé að takast á um eitthvað sem máli skiptir.
Á dögunum var í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 beinlínis sagt að
borgarstjórnarkosningarnar byrjuðu nú á föstudaginn en þó tók
steininn úr þegar Ólafur Þ. Harðarson prófessor var tekinn tali í
fréttum Ríkissjónvarpsins og spurður hvernig hann læsi í ...
Fjóla
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum