AÐ HRUNI KOMINN 2005
Ég les um það í fjölmiðlum að forseti Íslands Ólafur Ragnar
Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafi þegið boð um að vera
viðstödd embættistöku Alberts II. fursta af Mónakó. Okkur er sagt
að þessu fylgi veisluhöld, hersýning og fótboltaleikur "í tilefni
embættistökunnar." Eflaust er það rétt, sem Morgunblaðsvefurinn
segir okkur "að ýmsir þjóðarleiðtogar víðsvegar að úr Evrópu" verði
einnig viðstaddir embættistökuna. Nú er Monakó furstadæmi sem fyrst
og fremst byggir á spilavítum og þar með grundvallað á afar
vafasömum grunni. Mér finnst forsetanum frjálst að heimsækja þetta
fólk sem prívatpersóna en vafasamt að gera það í okkar nafni. Í
nafni þjóðarinnar á ekki að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Eru þið Guðmundur Gunnarsson, Össur og fleiri orðnir
kolvitlausir í ummælum ykkar um starfsmannaleigur. Eru engin lög um
neitt á Íslandi t.d. meiðyrði. Geta ríkisfyrirtæki notað
glæpaaðferðir til að koma á hné fyrirtækjum sem þeim er illa við?
Ég þekki hjónin sem stofnuðu 2B og veit að þau reyndu að gera allt
eins rétt og löglegt sem kostur er og hafa samráð við alla þá aðila
sem NÚ vilja koma þeim á kné, löglega eða ólöglega. Þau voru
himinglöð í byrjun því að þetta var svo gaman, því báðir aðilar
voru himinlifandi, bæði Pólverjar og ísl. atvinnurekendur. Svo varð
fjandinn laus og...
Guðmundur Eiríksson, Selfossi
Lesa meira
Ekki veit ég hvort okkur hér á Snotru misheyrðist, þegar
menntamálaráðherrann okkar lýsti því yfir á Akureyri nýlega, að það
sýndi framsýni hjá skólastjórn Háskólans á Akureyri að leggja niður
tvær deildir af sex. Sjálfsagt hefði skólastjórnin að mati
ráðherrans sýnt enn meiri framsýni ef hún hefði ákveðið að leggja
skólann allan niður. Sjálf hefur Þorgerður menntamálaráðherra
sýnt mikla framsýni í málefnum Listdansskóla Íslands því hún
tilkynnti nýlega að til stæði að loka þeim skóla fyrir fullt og
allt. Þessu var mótmælt eins og þeirri framsýni ráðherrans að
vilja...
Runki frá Snotru
Lesa meira
Halldór Ásgrímsson svaraði í dag spurningum þingmanna
Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Alþingi um álstefnu
Framsóknarflokksins. Þessu voru gerð góð skil í sjónvarpsfréttum í
kvöld. Framsókn er sem kunnugt er haldin óstöðvandi áhuga á að
reisa álver. Þegar smíði eins álvers lýkur þarf að hefjast handa um
smíði næsta álvers eða stækka þau álver sem fyrir
eru. Engu líkara er en Framsókn vilji gera Ísland að
einu stóru álveri. Stalín hefði ekki gert betur sagði Jón
Bjarnason. Stundum hafa menn líkt áláfergju Framsóknar við
trúarbrgögð. Spurning hvort formaður Framsóknaflokksins líti ekki
einmitt svo á sjálfur eða var hann kannski bara seinheppinn þegar
hann sagði...
Sunna Sara
Lesa meira
Þær eru margar og mis matarmiklar lífeyris og eftirlaunakökurnar
í þessu þjóðfélagi sem þeir sem gegnt hafa ráðherra- og
alþingismennsku hafa bakað sér, með hráefni frá okkur almúganum;
alveg einstaka og matarmikla eftirlaunaköku og það sem meira er
þeir geta farið að borða hana löngu áður en þeir í raun hætta
störfum, eins og dæmin sýna. Síðan eru það starfsmenn ríkis og
bæja. Á þeim bænum er alveg gulltryggt að kakan sem býður þeirra
við starfslok, er alltaf fersk og heldur sínu næringargildi á öllum
tímum. Komi í ljós að minnsta rýrnun hafi orðið á næringargildinu ,
þá er bara náð í meira fóður...
Sævar Helgason
Lesa meira
Eru borgarstjórnarkosningar nú á föstudaginn? Það er algjörlega
með ólíkindum hvað þessi fánýti slagur milli tveggja karla tekur
mikið pláss, tíma og athygli fjölmiðla nú dögum og vikum saman.
Talað er eins og verið sé að takast á um eitthvað sem máli skiptir.
Á dögunum var í morgunsjónvarpi Stöðvar 2 beinlínis sagt að
borgarstjórnarkosningarnar byrjuðu nú á föstudaginn en þó tók
steininn úr þegar Ólafur Þ. Harðarson prófessor var tekinn tali í
fréttum Ríkissjónvarpsins og spurður hvernig hann læsi í ...
Fjóla
Lesa meira
...Strax að loknu viðtalinu við forsetann braut ríkissjónvarpið
upp beina útsendingu með auglýsingum sem fer í bága við lög og
reglur. Í auglýsingatímanum á eftir forsetaviðtalinu um fíkniefnavá
voru síðan tvær bjórauglýsingar, sem líka gagna gegn lögum.
Þarna var sem sagt forsetinn að berjast gegn fíkniefnum
studdur af lyfjafyrirtækinu í ríkissjónvarpi í sjónvarpsþætti sem
þetta kvöldið var borinn uppi af áfengisauglýsingum og allt settið
skælbrosandi. Þar sem ég stóð yfir pottunum heyrðist mér liðið vera
að bera saman siðferðisleg gildi og lagareglu. Gaman og
þverstæðukennt að vera ...
Ólína
Lesa meira
Það hljómar eins og grín, mjög kaldranalegt að vísu, að Símanum
skuli hafa verið veitt sérstök markaðsverðlaun á sama tíma og
fyrirtækið lokar þjónustustöðvum og rekur starfsfólk. Síðast var
það dótturfyrirtækið Já sem fíraði konur á Ísafirði, sem sumar
hverjar höfðu starfað um áratugi hjá Símanum. Það þurfti mann sem
þorir, til þess að tala hreint út um þetta og segja sem var að það
væri óskammfeilni af verstu gráðu að fá forseta Íslands,
Ísfirðinginn Ólaf Ragnar Grímsson, til þess að afhenda verðlaunin!
Maðurinn sem talaði tæpitungulaust um þetta...
Ísfirðingur
Lesa meira
...Telur formaður Samfylkingarinnar sig þess umkominn að gera
einhvers konar samkomulag fyrir hönd þjóðarinnar um hvað megi
segja og hvað ekki um kvótaþjófnaðinn, einhvern mesta glæp
Íslandssögunnar! Ég ætlaði varla að trúa mínum eigin eyrum þegar
sagt var frá því í fréttum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði
troðið upp á LÍÚ þingi og boðið upp á sættir í kvótamálinu!!
Útvegsmenn ættu að hætta að tala um að þeir ættu kvótann, sagði
hún, aðrir að þegja um glæp þeirra og láta af ásökunum í þeirra
garð. Er ekki ...
Haffi
Lesa meira
...Sannast sagna leið mér hálf illa undir viðtalinu við formann
Samfylkingarinnar. Mér hefði fundist smekklegra að þegja. Hvers
vegna fréttakonan spurði ekki út í hina hrópandi mótsögn í
málflutningi formanns Samfylkngarinnar skil ég ekki. Það hefði
verið eðlileg fréttamennska og síðan hefði ekki verið úr vegi að
heyra rödd VG, eina flokksins sem alltaf andæfði sölu Símans, meðal
annars á þeirri forsendu að það myndi bitna á starfsfólki, einkum
...
Sunna Sara
Lesa meira
Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ...
Sigurþór S.
Lesa meira
Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ...
Guðjón Jensson Mosfellsbæ
Lesa meira
Klaustursrónar krappann sjá
komið er að hefndum
Því Bergþóri verður bolað frá
og gera sátt í nefndum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Dýr voru þessi dönsku strá
nú dauðans alvöru sjáum
Því Dagur verður að fara frá
ef pálmatrén fáum.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Þakka þér fyrir skrifin um Venesúela og að syprja um afstöðu Íslands, hvort ekki standi til að fordæma afskipti Trumps og félaga. Ég er sammála þér að það verði Ísland að gera! Umhugsunarvert er að enginn á Alþingi skuli taka málið upp. VG er greinilega of upptekið við að þjóna Sjálfstæðisflokknum til að vilja vita af nokkru sem gæti ruggað bátnum. Hitt liðið er allt ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Í fátækt minni til fjölda ára
fræddist ég um lífsins nauð
oft vinnulaus með vitund sára
og vonleysi sem daglegt brauð.
Þó árin svo liði hér eitt og eitt
er augljóst að lítið gengur
því fátækir fá hér aldrei neitt
og geta ekki unað því lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Valgerður nú frelsið fær,
fagnar því með tári.
Hún er okkur öllum kær
og sjötug á þessu ári.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Samningsdrög við sjáum brátt
ei saman glösum klingjum
Þó Halldór Benjamín bjóði sátt
ef afslættinum kyngjum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Líst vel á fundinn með Kúrdum næstkomandi laugardag. Við eigum að standa með þeim gegn mannréttindabrjótunum í Ankara. Ég starfaði með Kúrda þegar ég bjó í New York fyrir nokkru síðan og kynntist þá mörgum félaga hans svo og fjölskyldu. Það sem stendur upp úr í minningunni er hve líkir þeir eru okkur að ...
Jóel A.
Lesa meira
Árinu fagnar alþýða landsins
allt verður betra okkur hjá.
Efnahag riðlum, Elítu valdsins
og breytta tíma munum sjá.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum