AÐ HRUNI KOMINN 2006
...Ögmundur, ég vona að þú finnir þessum íslenska fána góðan
stað, þar sem ber mikið á honum, og takir hann jafnvel á ræðufundi
og samkomur, til að minna fólk á að þetta er fáninn sem núverandi
stjórnvöld Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins höfnuðu og
fundu engan stað fyrir, hvorki á byggðu bóli, né í hjörtum
sínum!
Ég ber mikla virðingu fyrir Pétri Kristjánssyni og hafi hann þökk
og heiður fyrir framtak sitt. Ég vona að þessi heiðursgjöf hans
verði hvatning til þess að íslenskir fánar verði í hávegum hafðir
miklu meir en áður hefur verið! Hvarvetna sem ...
Helgi
Lesa meira
Nú er lag til að fagna. Ég og aðrir umhverfisverndarsinnar bíðum
eftir því að þú fagnir þeirri ákvörðun Hitaveitu Suðurnesja að
falla frá umsókn um rannsóknarleyfi í Brennisteinsfjöllum. Það voru
kratarnir í Hafnarfirði sem áttu stóran þátt í þessari ákvörðun HS.
Bæjarstjórnin fagnaði ákvörðuninni og hvatti Orkuveitu Reykjavíkur
og Landsvirkjun til að falla einnig frá umsókn um rannsóknarleyfi.
Þetta eru sömu kratarnir og ætla að láta bæjarbúa ákveða með
atkvæðagreiðslu hvort af stækkun álversins í Straumsvík verði. Ég
veit að VG hefur reynt að gera þá atkvæðagreiðslu torkennilega
...
Kveðja Sáfi
Lesa meira
... Ætti að mati Vinstri Grænna að loka öllum álverum í
heiminum...?
Jón Þórarinsson
Lesa meira
Ég er einn þeirra sem staðið hefur frammi fyrir því að
ákveða hvort ég taki við starfi hjá Matís ohf, hinu
hlutafélagavædda fyrirtæki, sem áður samanstóð af Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðarins, Matvælarannsóknum á Keldnaholti og rannsóknarstofu
Umhverfisstofnunar. Ég skal játa að ég var í hópi þeirra sem lét
mig litlu varða hvort stofnanir væru færðar í búning hlutafélags
eður ei. Eftir að kynnast atgangi nýrra stjórnenda með
persónubundna ráðningarsamninga upp á vasann, nánast í einelti
gagnvart einstökum starfsmönnum og andúð þeirra á stéttarfélögum,
eru skoðanir mínar í þeim efnum gerbreyttar. Ég ásaka sjálfan mig
fyrir...
Hlutafélagavæddur ríkisstarfsmaður
Lesa meira
...Það var ánægjuleg samstaða í borgarráði nú rétt fyrir jólin
um spilakassana í Mjódd. Borgin hefur áður reynt að nýta
skipulagsvald til að banna spilakassa (á Skólavörðustíg) en var
gerð afturreka með þá ákvörðun af dómstólum. Nú er spurning hvort
unnt sé að tryggja lagagrundvöll fyrir sveitarfélög til að koma í
veg fyrir spilakassastarfsemi þar sem þau vilja ekki heimila
hana...
Árni Þór Sigurðssson
Lesa meira
Ég verð að segja eins og er að tónleikarnir á aðfangadagskvöld
voru frábærir. Óskar Einarsson er alveg á heimsmælikvarða og svo
auðvitað Edgar Smári og María Másdóttir. Þarna voru líka dívur úr
Gospelheimum sem ég þekki ekki nafnið á og sungu eins og
englar...Mér finnst leiðinlegt hvað kennimennirnir í frjálsu
söfnuðunum eru langt að baki söngfólkinu í framsetningu á Orðinu.
Þakkir til sjónvarpsins fyrir að flytja þennan þátt inn í stofu til
okkar. Svo vil ég þakka þér Ögmundur fyrir að standa vörð um rétt
okkar þessa venjulega manns og óska þér gleðilegs árs og
velfarnaðar á komandi ári.
Bjarni
Lesa meira
...Það er hrikalegt að hlusta á fjármálaráðherrann og
forsætisráðherrann koma fram í fjölmiðlum og segja að það komi þeim
á óvart að alþjóðlegt matsfyrirtæki vari við áframhaldandi þenslu í
íslensku efnahagslífi...Hvers vegna láta fjölmiðlar þessa menn
komast upp með þetta rugl? Að ógleymdum iðnaðarráðherranum sem
segir að ríkisstjórnin sé fyrir löngu hætt að reka stóriðjustefnu.
Þetta segir þessi ráðherra, sem jafnframt er formaður
Framsóknarflokksins, á sama tíma og ríkisstjórnin greiðir götu
stórðjunnar sem aldrei fyrr...!
Haffi
Lesa meira
...Ég skora á þig að svara eftirfarandi spurningum. 1. Er
eðlilegt að ríkið leggi 24,5% virðisaukaskatt á lyf? 2. Ef þú ert
ekki sammála því munt þú þá koma fram með tillögu til lækkunar? 3.
Munt þú vinna að því að einokun tveggja smásölukeðja í lyfjasölu
verði skoðuð og að t.d. samskonar verðsstýringu verði komið á og nú
er á innflutningi frumlyfja þ.e. að aðeins verði leyfð 7-13%
álagning á lyf í smásölu eins og í heildsölu? eða að álagning í
smásölu verði ákveðin af lyfjaverðlagsnefnd eins og er gert fyrir
heildsölurnar. 4. Munt þú styðja að samhliðainnflutningur lyfja
lúti sömu reglum um verðmyndun, upprunavottun og rekjanleika eins
og innflutningur frumlyfja frá umboðsaðilum? 5.Munt þú styðja að
leyfisgjöld verði lækkuð og að S merk lyf þurfi ekki að lúta sömu
ströngu skilyrðum og lyf á endursölumarkaði varðandi þýðingu ofl.
til að ná niður kostnaði? 6. Munt þú beita þér fyrir því að
samheitalyf verði á sama verði hér og í Danmörku eins og gert hefur
verið varðandi frumlyf? 7. Hefur þú skoðað stærðarmuninn á
lyfjamarkaði hér og í Danmörku þar sem allt Ísland er álíka mikill
markaður og meðalborg í Danmörku eins og Aarhus...
Sigurður Sigurðarson
Lesa meira
...Gaman að sjá þig á ráðstefnu RSE. Þar sagðir þú að
eignarréttindin væru ekki þín uppáhalds mannréttindi. Hver eru þín
uppáhalds mannréttindi?
Jóhann J. Ólafsson.
Lesa meira
...Við skulum ekki láta blekkjast af stundargróða af
völdum braskvæðingar þjóðfélagsins. Þessa dagana er verið að loka
útíbúi Íslandspósts í Skipholti í Reykjavík. Enn ein lokunin.
Landsbyggðin hefur þó farið mun verr út úr því dæmi en
höfuðborgarsvæðið. Það er af sem áður var að Pósturinn nyti
sambýlisins við Símann. Nú er hlutafélaginu Íslandspósti hf hins
vegar settar strangar markaðsskorður. Síminn er hins vegar löngu
orðið fjárfestingarfyrirtæki fyrir eigendur sína og hagar sér sem
slíkt - jafnvel þótt við hefðum getað verið óheppnari með eigendur.
Hér sendi ég slóð
Grímur
107 Reykjavík
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum