AÐ HRUNI KOMINN Janúar 2006
...Ef það er rétt að Björn Ingi hjá Framsókn hér í Reykjavík
hafi eytt a.m.k. 10 milljónum í prófkjörið sitt þó hann segi bara
5, þá hljóta einhverjir að hafa látið hann fá miklar fúlgur. Nema
auðvitað hann sé auðmaður sjálfur og þá kemur upp spurninginn hvort
menn þurfi orðið að vera moldríkir til að komast að í stjórnmálum á
Íslandi. Annað finnst mér vera áberandi og það er hvað margir af
kandidötunum í hinum ýmsu prófkjörum eru líkar týpur. Þetta er
sérstaklega áberandi með nýju karlana hjá Íhaldinu, Framsókn og
Samfylkingunni. Þeir eru einhvernveginn allir bakaðir eftir sömu
uppskriftinni, svona frekar uppskafningslegir framagosar og miklir
auglýsingamenn. Ég á við þessa menn eins og Gísla Martein, Björn
Inga, Dag B. Eggertsson og Stefán J. Hafstein. Þetta eru
sjálfsagt allt ágætismenn en hvort þeir eru sú tegund sem mest
vantar í ...
S Pálsson
Lesa meira
...Nú ættum við hins vegar að bíða þar til niðurstaða kæmi úr
viðræðum um stækkun í Straumsvík. Það vildi Sigríður Anna,
umhverfisráðherra. Það vildi Ál-Valgerður hins vegar ekki. Hún
vildi ekki bíða. Þá varð þessi vísa til innan þings:
Hún er ekki á þeim buxum að bíða,
bráðlát í stóriðjuframkvæmdir núna.
Ögmundi má lengi undan því svíða,
að ekkert hrín á álversfrúna.
Einn innan þings
Lesa meira
...Þetta studdu Samfylking og Frjálslyndir og fengu að heyra orð
í eyra frá ykkur á Alþingi í dag. Ekki orð um það í fréttum
kvöldsins. Eru fréttamenn RÚV ekki í vinnunni eða eru þeir kannski
allir í Samfylkingunni, það er að segja þeir sem ekki eru ráðnir af
Heimdalli og Vöku? Hvers vegna fáum við ekki að heyra raunverulegar
fréttir í "útvarpi allra landsmanna?" Ég verð að segja
Ögmundur, að alveg er að undra að þú skulir nenna að verja þetta
íhaldsútvarp og sjónvarp. Látum það gossa og hættum að borga
afnotagjöldin. Ég er blanda af gömlum Alþýðuflokks/komma. Ég
hef fram til þessa stutt Ríkisútvarpið af heilum hug. Sú tíð er
liðin - eða er að líða. Þess vegna segi ég - leyfum Þorgerði
Katrínu að veita náðarhöggið....
Lesa meira
Sigurvegarinn í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Ekkert nema gott um það að segja. Mikilvægt er hins vegar að Sjónvarpið láti eitt yfir alla ganga í þessu efni. Ekki minnist ég þess að Svandís Svavarsdóttir oddvita Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík hafi verið boðið til slíks viðtals í Kastljósinu. Ég nefni þetta ekki einvörðungu af umhyggju fyrir VG heldur einnig af umhyggju fyrir Ríkisútvarpinu. Það er ekki ennþá...
Haffi
Lesa meira
Aldrei þessu vant fylgdist ég með sjónvarpsútsendingu frá
Alþingi á föstudagskvöld og fram í nóttina. Þið í VG stóðuð eins og
fyrri daginn ein vaktina í umræðunni um umhverfismálin. Dapurlegt
var að sjá Samfylkinguna og Frjálslynda heltast úr lestinni og
meira að segja greiða atkvæði með ríkisstjórninni um að flýta
málinu! Hvílíkur vesaldómur. Ekki veit ég hve lengi Jón Bjarnason
talaði en án efa flutti hann eina lengstu ræðu þingsögunnar þetta
kvöld. Það undarlega var þó að mér fannst ...
Sunna Sara
Lesa meira
Reykvíkingar athugið! Í kvöld milli kl. 20-22 verður efnt til málverkauppboðs í Egilshöll til stuðnings framboði Björns Inga Hrafnssonar. Boðin verða upp tíu ómáluð verk eftir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Sérstakir boðsgestir verða fulltrúar Landsbankans og KB banka. Hvað gera þeir góðu gestir í kvöld? Borga þeir í sömu mynt og þegar ríkisstjórnin “seldi” þeim bankana, eða borga þeir í evrum? Er ekki kominn tími til að Landsbankamenn efli listaverkasafnið sem ríkisstjórnin gleymdi að gera ráð fyrir við bankasöluna? Og hvað gera KB bræður, þeir ...
Stuðningsmannanefndin
Lesa meira
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir hefi ég ekkert látið
til mín taka hér í lesendahorninu á liðnum mánuðum. Er þar almennu
heilsuleysi, nefnilega magaverkjum, hlustarverk í hægra eyra og
eins liðverkjum í griplimum, um að kenna - og hefir allt þetta
vesen hamlað mér frá skriftum og öðru verklegu stússi. En nú er að
duga eða drepast fyrir minn gamla vin og fermingarbróður...
Þjóðólfur
Lesa meira
Ég vil minna alla Reykvíkinga á prófkjör okkar
framsóknarmanna vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Prófkjörið
sjálft fer fram í Skautahöllinni í Laugardal núna á laugardaginn,
28. janúar...Aðgangur á báða staðina er ókeypis, veitingar
sömuleiðis, varningur ýmis og skemmtanir. Það verður heitt á
könnunni og freyðandi bjór á krananum. Þá verður dreift sérdeilis
fallegum barmmerkjum og níðsterkum verjum, sérmerktum flokknum, og
er þá aðeins fátt eitt nefnt...
Jón
Ásbjörnsson,
<><>< span="">bóndi,
Rauðará<>
Lesa meira
...Þá hef ég áhyggjur af því að venjulegt vinnandi fólk geti
ekki boðið sig fram til starfa í sveitarstjórnum. Ég heyrði um konu
í Kópavogi sem ætlar að bjóða sig fram í 4. sæti í sínum flokki en
er búin að láta prenta bækling og opna skrifstofu. Er ekki hægt að
stoppa þetta eða semja um einhver skynsamleg takmörk?
Fjóla
Lesa meira
Mikið fjaðrafok hefur verið í samfélaginu allt frá því út
spurðist um tvo starfslokasamninga og laun forstjóra FL-Group.
Helstu strigakjaftar stjórnarandstöðunnar hafa haft uppi hávær
öskur um sjúklega græðgi, græðgis- og gróðapungavæðingu,
almenningur hefur tjúttað með, menningarvitar hafa tjáð sig um
meint gírugheit íslenskra athafnamanna og þóst geta kennt þeim
lífsins gildi og gæði með alls kyns ráðum; til að mynda að betra sé
að éta eina appelsínu í einu í stað þess að reyna að torga heilu
tonni í einum bita. Málflutningurinn allur hefur einkennst af
öfund, útúrsnúningum, að ekki sé talað um þekkingarleysi, og svo
þung hefur undiraldan verið að jafnvel sumir ráðamenn landsins hafa
neyðst til að taka ...
Jón Ólafsson frá Bisnesi
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum