Fara í efni

FRÁBÆR JÓN BJARANSON

Aldrei þessu vant fylgdist ég með sjónvarpsútsendingu frá Alþingi á föstudagskvöld og fram í nóttina. Þið í VG stóðuð eins og fyrri daginn ein vaktina í umræðunni um umhverfismálin. Dapurlegt var að sjá Samfylkinguna og Frjálslynda heltast úr lestinni og meira að segja greiða atkvæði með ríkisstjórninni um að flýta málinu! Hvílíkur vesaldómur. Ekki veit ég hve lengi Jón Bjarnason talaði en án efa flutti hann eina lengstu ræðu þingsögunnar þetta kvöld. Það undarlega var þó að mér fannst ræðan ekki vera einni mínúntu of löng. Ræðan var vel skipulögð og sannast sagna mjög áhrifarík enda hafðir þú það á orði þegar þú hófst þitt mál á eftir Jóni Bjarnasyni. Hafið þökk fyrir að standa náttúruvaktina á Alþingi.
Sunna Sara