AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2006
Ágætur er pistillinn um Alcan og börnin hér á síðunni. Þú segir
að áróðursátaki Alcan sé nú beint að börnum. En tekur þú ekki eftir
að í þessu merki frá Alcan, sem þú birtir með pistlunum, eru
foreldrarnir spurðir, "ÁTT ÞÚ LÍTINN SNILLING?" Þannig að það
er ekkert verið að bíða eftir að börnin vaxi til manns, það er
verið að höfða til hreykinna foreldra. Þannig að það þarf ekkert að
bíða eftir uppskeru áróðursins þar til börnin verða stór, hún hefur
tilætluð áhrif á fullorðin börn! Þetta eru lymskuleg vinnubrögð.
Ögmundur, hvenær á að...
H.
Lesa meira
Ég hafði sem endranær gaman af síðasta bréfi Ólínu hér á síðunni
um skuggann sem fylgir Halldóri Ásgrímssyni og heitir Steingrímur
Hermannsson. Annars eru þeir ótrúlegir þessir spunadrengir
Halldórs, ekki vegna uppátækjanna til að koma formanni
Framsóknarflokksins á framfæri heldur fyrir klaufaganginn. Ótrúlegt
var að fylgjast með því þegar...Síðan var náttúrulega allur
fréttaatgangurinn með beinum útsendingum frá fótboltavelli í London
... En hver skyldi hafa borgað miðann fyrir Halldór og
ráðuneytisstjórann á leik Chelsea og Barcelona? Kaupthing, Avion
Group, eða eitthvað annað fyrirtæki...?
Haffi
Lesa meira
Mér datt í hug í morgun þegar ég sá að Steingrímur Hermannsson,
forveri Halldórs Ásgrímssonar í embætti formanns
Framsóknarflokksins, tók sig til og leiðrétti spunadrengi
forsætisráðherra í Morgunblaðinu að þarna væri komin enn ein
staðfestingin á að sigurvegararnir skrifuðu söguna. Hann benti þeim
kurteislega á góðra vina fund sinn með Thatcher forsætisráðherra
Breta fyrir 18 árum, fund sem var hér í öllum fréttum og
fréttaskýringaþáttum 1988. Varstu ekki sjálfur með fréttaskýringu
um málið? Steingrímur leiðrétti eftirmann sinn með sínum hætti.
Baneitraður og tvíræður kom hann skilaboðum sínum á framfæri á sinn
tvíræðan hátt þó þannig að hann stimplar sig inn hjá fólki sem
gengur um með opin augu og eyru. Í tilkynningunni sem
forsætisráðuneytið sendi frá sér og stendur uppi á heimasíðu
ráðuneytisins nú í morgun segir: "Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra átti fyrr í dag fund í Downingstræti 10 með Tony
Blair forsætisráðherra Bretlands. Á fundinum minntust
ráðherrarnir þess að um þessar mundir eru 30 ár síðan
forsætisráðherra Íslands heimsótti starfsbróður sinn í Bretlandi
síðast." Steingrímur Hermannsson bendir í Morgunblaðinu á
að...
Ólína
Lesa meira
Í fréttum greinir frá því að margfalt fleiri vilji að Silvía
Nótt verði næsti borgarstjóri Reykvíkinga en Dagur B. Eggertsson.
Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir
Samfylkinguna. Spurt var hvort menn vildu fremur sjá í stóli
borgarstjóra, Dag eða Silvíu Nótt, ef valið stæði einungis á milli
þeirra tveggja. 72% nefndu Silvíu Nótt og 11% Dag. 10 af hundraði
vissu ekki um hvaða Dag væri að ræða og...
Helgi Þ.
Lesa meira
...Nú er bjart framundan hjá Þorgerði Katrínu,
menntamálaráðherra. Þegar hún verður búin að ganga endanlega frá
Ríkisútvarpinu og gera Pál Magnússon að einvaldi um dagskrá og
mannaráðningar, þá mun Sylvía Nótt verða aðalþula og strákarnir af
Stöð2 lesa fréttir berrassaðir. Ég er hræddur um að þetta...
Kveðja,
Haukur
Lesa meira
...Að kvöldi sama dags og hin athyglisverða rannsóknarniðurstaða
þingmannsins birtist vildi svo til að fréttastofa Ríkissjónvarpsins
flutti fregnir af Þjóðarpúlsi Gallups um fylgi stjórnmálaflokkanna.
Merkilega lítill samhljómur var með þeim púlsi og hinum kraftmikla
framsóknarpúlsi sem slegið hafði af miklum þunga fyrr um daginn.
Nægir í því sambandi að líta til Norðausturkjördæmis, kjördæmis
Birkis Jóns Jónssonar og raunar einnig áldrottningarinnar, hinnar
virkjunarglöðu Valgerðar Sverrisdóttur. Ef marka má niðurstöðurnar
virðist amk. allnokkur sjónarmunur á þjóðarpúlsi Gallups annars
vegar og svo vandaðri úttekt framsóknar - fræðimannsins Birkis Jóns
hins vegar. Samkvæmt könnuninni hefur fylgi Framsóknarflokksins
hrapað úr 33% frá síðustu þingkosningum og niður í 15%. Öðru máli
gegnir um Vinstrihreyfinguna grænt framboð sem fékk 14% fylgi í
síðustu kosningum. Þjóðarpúlsinn sýnir nú fylgi við hana upp á 25%.
Og hvernig má það vera, Ögmundur, að fjórðungur kjósenda í kjördæmi
Birkis Jóns skuli nú telja sig eiga samleið með flokki sem að hans
sögn á ekkert "erindi í íslensk stjórnmál"? Getur verið að
...
Þjóðólfur
Lesa meira
Það ætlar ekki af veiðifélaga varaforseta Bandaríkjanna að ganga
ef marka má fréttavef Ríkisútvarpsins. Bandaríski lögmaðurinn Harry
Whittington, sem Dick Cheney varaforseti skaut við kornhænuveiðar
um helgina, var aftur lagður inn á gjörgæsludeild í dag eftir vægt
hjartaáfall. Búist er við að hann verði á sjúkrahúsi næstu daga á
meðan hann er að ná sér. Cheney varaforseti er sagður hafa rætt við
Whittington í dag eftir hjartaáfallið. Um efni viðræðnanna er ekki
vitað á þessu stigi en þess má geta að Cheney er ekki eingöngu
reynslubolti í sportveiðum. Hann er einnig gamalreyndur ...
Helgi Þ.
Lesa meira
Á fréttavef Ríkisútvarpsins greinir frá því að Harry
Whittington, 78 ára bandarískur lögmaður, liggi á sjúkrabeði eftir
að hafa orðið fyrir haglaskoti úr byssu Dick Cheneys varaforseta
Bandaríkjanna í fyrrakvöld. Þeir Whittington voru að sögn á
kornhænuveiðum þegar slysið varð. Lögmaðurinn er ekki sagður
alvarlega slasaður en hann fékk höglin í kinn, háls og brjóst og
mun Cheney hafa heimsótt bráð sína á sjúkrahúsið í gær. Þá segir
ennfremur frá því á fréttavef RÚV að sjálfur hafi Cheney þurft að
dveljast á sjúkrahúsi í síðasta mánuði vegna andþrengsla. Hann sé
með gangráð og hafi fjórum sinnum fengið hjartaáfall. Ekki verður
beinlínis séð hvernig heilsufarsfréttirnar af varaforsetanum
tengist skotveiðunum nema þá...
Helgi Þ.
Lesa meira
Alveg er ég hissa á því hve lítið hefur verið rætt um innkomu
Sjálfstæðisflokksins í 365 miðla, fjölmiðlana sem forsystumenn
Sjálfstæðisflokksins hafa uppnefnt sem Baugsmiðla og þannig gefið í
skyn að þeir hljóti að vera undirgefnir eigendum sínum. Vissulega
hefur þetta verið rætt en ótrúlega lítið þar sem um það er að ræða
að stórkanónum í Sjálfstæðisflokknum er nú hverri á fætur annarri
komið fyrir í lykilstöðum þessa fjölmiðlaveldis, sem jafnan hefur
verið talið standa nærri Samfylkingunni. Í Silfri Egils um síðustu
helgi sagði einhver, gott ef það var ekki Egill sjálfur,
að...
Haffi
Lesa meira
...Ég er farin að binda vonir mínar við Morgunblaðið. Ekki
beinlínis fyrir sjálfa mig heldur fremur börnin sem ég kom í þennan
heim og öll barnabörnin. Þetta segi ég af því ég bind vonir við að
Morgunblaðið geti orðið hryggstykkið í betri fjölmiðlum og
heiðarlegri opinberri umfjöllun í nánustu framtíð en til þess þarf
Morgunblaðið að breytast sem ég vona að gerist...Af hverju fer ekki
Morgunblaðið sömu leið og Politiken, eða Dagens Nyheter, blöð sem
gegndu svipuðu hlutverki og Morgunblaðið fyrir nokkrum áratugum?
Það yrði mikil lyftistöng fyrir Morgunblaðið, gott fyrir opinbera
umræðu og nauðsynlegt aðhald fyrir fjölmiðla sem skrifaðir eru
kringum auglýsingar og beina og óbeina hagsmuni eigenda
sinna...Varstu ekki að segja í Silfri Egils á sunnudaginn var að
almenningur ætti sjálfur að kjósa hvort hann greiddi fyrir
ríkisútvarp ef ríkisútvarpinu verður breytt í hlutfélag rétt eins
og Dagsbrún? Er það ekki sjálfsagt næsta skref og verðum við þá
ekki að binda trúss okkar við Morgunblaðið? Það fannst okkur
vinkonunum sem sumar kjósa VG þegar við hittumst síðast yfir
hvítvínsglasi, og okkur fannst jafnvel að um þessa lausn gæti
"skapast breið samstaða"...
Ólína
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum