AÐ HRUNI KOMINN Mars 2006
Heyrst hefur að Sigurður St. Arnalds kynningarstjóri
Kárahnjúkavirkjunar sé nú að ljúka við sína fyrstu barnabók undir
vinnuheitinu Lok, lok og læs og allt í áli. Grein hans í
Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag, "Gjaldeyrir þjóðarinnar vex
ekki á rifsberjarunnum", mun einmitt byggð á einum kafla
bókarinnar. Í greininni skýrir hann fyrir nýbökuðum Hafnfirðingi,
Eddu Björgvinsdóttur leikkonu, sem er eitthvað í nöp við álverið í
Straumsvík að ekki verði lifað af loftinu einu saman og því síður
rifsberjum. Sjálfsagt hefur Edda, eins og fleiri sem komnir eru af
léttasta skeiði, haft gaman af lesningunni og kannski líka dálítið
gagn. En eftir stendur sú spurning hvernig kynningarstjórinn ætlar
að...
GMÞ
Lesa meira
...Ég sagði honum að þetta minnti mig á gamla daga, víxilinn
fellur og ég þarf að sækja um framlengingu, spurningin var hvernig
liggur á bankastjóranum. Nú standa einkavæddu bankastjórarnir
skjálfandi á beinunum á biðstofunni eins og ég forðum og fá ef til
vill ekki framlengingu. Hverjum datt í hug að stóra bankaævintýrið
væri rekið á víxlum? Að sjálfsögðu sagði ég það sama og síðast,
skiptu við lífeyrissjóði verkalýðshreyfingarinnar. Hvað um það,
þegar ég hlustaði á fréttirnar áðan hafði Halldór ekki áhyggjur,
bankastjórarnir höfðu engar áhyggjur, - þá fór ég að hafa áhyggjur.
Öfugt við þetta er þegar sömu menn gerast áhyggjufullir, til dæmis
rétt fyrir kjarasamninga, þá veit ég að allt er í góðu, léttist þá
heldur lundin og maður ...
Runki frá Snotru
Lesa meira
Mig langar að gera athugasemd við gagnrýni sem þú setur fram í
pistli á heimsíðu þinni varðandi Kastljósið í gærkvöld. Þar segir
þú að spunameistarar Halldórs Ásgrímssonar hafi unnið fyrir kaupinu
sínu með því að að tala sjónvarpið inn á að fylgjast með fundinum í
Stapanum í beinni útsendingu á þeirri forsendu að þaðan væri að
vænta stórkostlegra tíðinda. Þessi fullyrðing þín er alröng og
ósmekkleg. Þú gerir ráð fyrir því að ég sem ritstjóri þáttarins
leggi ekki sjálfstætt mat á efni þáttarins heldur þurfi að láta
aðstoðarmenn ráðherra plata mig út í slíka útsendingu. Ég veit ekki
hvernig þetta var þegar þú starfaðir sem fréttamaður en svona
gerast hlutirnir ekki í Kastljósi. Ég tók þá ákvörðun á hádegi að
senda beint, hluta af ræðu Halldórs þar sem ég taldi að tíðinda
væri að vænta af þessum fundi enda var hann að hitta heimamenn í
fyrsta skipti eftir ákvörðun Bandaríkjamanna. Einnig gerði ég ráð
fyrir að hann segði frá fundi framkvæmdastjóra NATÓ og George Bush
sem hann og gerði. Það má deila um hversu tíðindamikill þessi
fundur var en mér fannst full ástæða til þess að sýna frá honum. Ég
frábið mér hins vegar...
Þórhallur Gunnarsson,
ritstjóri Kastljóss.
Lesa meira
Mér finnst ágætt hjá ykkur þingmönnum að vekja athygli á
atvinnumálum í tengslum við brottför hersins. Og það er líka góðra
gjalda vert af fjölmiðlum að leggja áherslu á þetta m.a. með beinni
útsendingu frá fundi forsætisráðherra hjá Framsóknarflokknum í
Keflavík. Þegar við höfum verið að missa vinnuna á Vestfjörðum á
undanförnum árum, og fyrirtækin að loka, m.a. vegna kvótakerfisins
og ruðningsáhrifa stróriðjustefnunnar, minnist ég ekki beinna
útsendinga í útvarpi og sjónvarpi. Valgerður iðnaðarráðherra sagði
á þá leið að ruðningsáhrif gætu verið af hinu góða því fólkið færi
þá þangað sem vinnu væri að hafa og annar framsóknarráðherra
sagði...
Vestfirðingur
Lesa meira
...Ég fæ ekki betur séð en Jón Baldvin sé tekinn aftur við
forustu í Samfylkingunni eða Alþýðuflokknum með því nýja nafni.
Síðustu daga hefur borið miklu meira á honum en Ingibjörgu Sólrúnu
og fjölmiðlar virðast hafa meiri áhuga á að fá viðbrögð
hans við því sem er að gerast en hennar. Fyrst var það nú
afmæli Alþýðuflokksins þar sem Jón Baldvin var aðalmaðurinn ásamt
hinum gömlu krötunum. Svo kom brottför hersins og aftur var
aðallega talað við Jón. Og í gærkvöld var sagt frá því að Jón
Baldvin ætti að móta nýja stefnu fyrir Samfylkinguna þegar herinn
er að fara...Hitt er furðulegt ef hann getur bara komið si svona og
tekið völdin í Samfylkingunni af nýja formanninum og ekki lengra
liðið síðan hún hafði fyrir því að velta Össuri úr stólnum.
Finnst þér þetta ekki ...
S. Pálsson
Lesa meira
...Sannast sagna hélt ég að allir - hvar í flokki sem þeir
standa - myndu sameinast um að halda vatninu í almannaeign og láta
skilgreina það sem mannréttindi í stjórnarskrá landsins! Ef
eitthvað ætti að vera þverpólitískt mál þá er það réttur okkar
allra til vatnsins!!!
Ég er félagi í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar og langar til að
vekja athygli á ágætum pistli sem formaður okkar, Árni Guðmundsson,
skrifar á heimasíðu í gær. Ég læt slóðina fylgja svo hvert og eitt
okkar geti lesið og gert upp sinn hug...
N.B.
Lesa meira
...Í þessu leikriti, sem íslenskir ráðamenn vissu reyndar ekki að þeir væru þátttakendur í, hefur nefndur Halldór farið fremstur í flokki á undanförnum árum – og fer enn. Hann hefur lengst allra verið dreginn á asnaeyrunum og gott ef ekki um sjálft Hvíta húsið. Já, þær eru ófáar ferðirnar sem hann hefur farið til Bandaríkjanna á hnjánum til fundar við spunameistarana þar. Fróðlegt væri nú í þessu sambandi að fá staðgóðar upplýsingar um hvað Halldór Ásgrímsson hefur slitið hnén úr mörgum sparibuxum á þessum ferðum sínum vestur um haf. Upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, Steingrími Ólafssyni, ætti ekki að vera skotaskuld úr því að draga saman í fljótheitum öruggar upplýsingar um buxnamál forsætisráðherrans. Fulltrúinn Steingrímur hefur nefnilega oftar en ekki sýnt að hann er sannkölluð...
Þorleifur
Lesa meira
Alveg gekk vita fram af mér að sjá í sjónvarpinu áðan alla gömlu
kratana á fíneríissamkomu í Ráðhúsinu og vera að hæla
Alþýðuflokknum fyrir öll góðverkin. Ég man nú ekki betur en síðasta
ríkisstjórn sem Alþýðuflokkurinn var í hafi innleitt
sjúklingaskattana, hækkað skólagjöld og tekjutengt allar bætur
til aldraðra, öryrkja og barnafólks. Nú segist Samfylkingin vera
arftaki Alþýðuflokksins og vera stolt af því, og þá væntanlega
öllu sem kratarnir gerðu. Og því má spurja, er þá Samfylkingin líka
arftaki í því að fara í bólið með íhaldinu hvenær sem það
býðst. Ég tek eftir því að frú Ingibjörg Sólrún útilokar alls
ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í miklu stássviðtali í
Fréttablaðinu nú um helgina. Hún er þar að tala um þann vanda í
íslenskri pólitík að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alltaf
getað...
gamall Dagsbrúnarmaður
Lesa meira
Það gerist stundum að manni verður orðavant. Ég er svo gamall að ég man Stóru Bombu, þ.e. þegar Jónas frá Hriflu var úrskurðaður geðveikur. En fyrir þá sem yngri eru þá var Jónas, stofnandi Framsóknarflokksins úrskurðaður geðveikur af læknum íhaldsins.
Þegar Valgerður Sverrisdóttir beitir fyrir sig feminisma í röksemdafærslu sinni í Evrópumálum er spurning hvort ...
Snjólfur frá Djúpadal
Lesa meira
Það er orðið langt síðan ég skrifaði þér síðast. Ástæðan er
annir og samfellt ættarmót. Nýju vatnalögin hafa gert það að verkum
að ótrúlegustu menn eru orðnir frændur mínir. Að vísu vissu þeir
allir að stórfljót rennur undur jörð minni, einnig er óvenju mikil
þoka viðvarandi hér í Snotru, eins og þú þekkir...Þá er það þetta í
1.gr
"Markmið laga þessara er skýrt eignarhald á vatni...
Runki frá Snotru
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum