Fara í efni

HENTISTEFNA SAMFYLKINGARINNAR ER EKKI SKÝR!

"Stefna Samfylkingarinnar í stóriðjumálum er skýr segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins." Þetta segir í frétt Blaðsins á föstudag. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og hver annar brandari. Haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu að Samfylkingin sé hlynnt því að fá álver á Húsavík. Hins vegar eigi álverin ekki að verða fleiri á næstunni og fyrirvarar eru tíndir til sögunnar. Stuðningur við stórðijuna virðist mér ótvíræður. Ég man ekki betur en ég sæi Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á áróðursmynd fyrir álvæðingu á Húsavík með frambjóðendum Samfylkingarinnar! Þannig að þessu leyti kemur allt heim og saman. Í Skagafirði vill Samfylkingin ásamt Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki fá álver og sömu sögu er að segja frá Eyjafirði. Við í VG erum ein þessu andvíg. Þegar hins vegar fulltrúar Samfylkingarinnar koma á fundi umhverfissinna bregður svo við að þeir eru mjög andvígir stóriðjustefnunni og virkjunum norðan heiða! Auðvitað má með sanni segja að hentistefna sé stefna. En eðli máls samkvæmt verður aldrei sagt að sú stefna sé skýr.
Haffi.