Fara í efni

UM ATVINNUMISSI Í BEINNI ÚTSENDINGU

Mér finnst ágætt hjá ykkur þingmönnum að vekja athygli á atvinnumálum í tengslum við brottför hersins. Og það er líka góðra gjalda vert af fjölmiðlum að leggja áherslu á þetta m.a. með beinni útsendingu frá fundi forsætisráðherra hjá Framsóknarflokknum í Keflavík. Þegar við höfum verið að missa vinnuna á Vestfjörðum á undanförnum árum, og fyrirtækin að loka, m.a. vegna kvótakerfisins og ruðningsáhrifa stróriðjustefnunnar, minnist ég ekki beinna útsendinga í útvarpi og sjónvarpi. Valgerður iðnaðarráðherra sagði á þá leið að ruðningsáhrif gætu verið af hinu góða því fólkið færi þá þangað sem vinnu væri að hafa og annar framsóknarráðherra sagði í tengslum við umræðu um fjárhagserfiðleika sveitarfélaga við að veita íbúum sínum þjónustu að fólk kysi með fótunum! Hjá ykkur á suðvesturhorninu er eitt mesta þenslusvæði landsins og verð ég að segja sem er að ég held að þar standi menn ekki frammi fyrir miklum vanda til frambúðar þótt ég hafi mikla samúð með þeim sem nú eru að missa vinnuna.
Vestfirðingur