AÐ HRUNI KOMINN Mars 2006

STJARNA FRAMSÓKNAR SKÍN NÚ SKÆRT, SKORTIR EKKI LEIÐTOGAEFNIN...

...Allt er þetta drengilega mælt og dæmigert fyrir andrúmsloftið í flokki þar sem eindrægni og samhugur ríkir, þar sem menn reyna eftir mætti að sjá eigin kosti í öðrum - í flokki þar sem engir kújónar lúra á bak við tjöldin og bíða færis að vega að flokkssystkinum sínum. Ég tek heils hugar undir orð Björns Inga en langar þó að bæta örlitlu við sem mér hefur fundist einkenna pólitíska framgöngu Guðjóns Ólafs frá upphafi. Hann hefur jafnan verið afar rökfastur og málefnalegur og aldrei látið slá sig út af því ábyrga lagi þótt hart hafi verið að honum sótt með alls kyns skítkasti og neðanbeltishöggum pólitískra andstæðinga. Þessir eiginleikar skipta að sönnu ómældu máli fyrir kjörþokkann og svo spillir heldur ekki fyrir sá góðlátlegi húmor sem Guðjón hefur til að bera - og sem hefur fleygt vinsældum hans hátt á loft og langt yfir allar hefðbundnar flokksgirðingar. Það er ósk okkar framsóknarmanna allra, og vafalaust margra fleiri, að...
Smiður Jónsson

Lesa meira

SAMHERJAR Á SKRAFI

Ég fæ ekki betur séð en fjölmiðlarnir séu að draga upp nýjar átakalínur í heilbrigðisumræðunni. Í gærmorgun var mættur í morgunútvarp til að ræða heilbrigðismál, Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu, og í gærkvöld sátu þau á skrafi hann og Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins einnig að ræða heilbrigðismál. Bæði vilja þau einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni nema hvað greiða á fyrir þjónustuna með skattpeningum. Ríkisstyrktur einkarekstur hefur alltaf verið snar þáttur í íslenska heilbrigðiskerfinu en deilurnar nú snúast um það hvort halda eigi lengra út á þá braut. Þar sýnist mér ekki hnífurinn ganga á milli Ágústs og Ástu....Sannast sagna sé ég engan mun á þessum tveimur flokkum þegar kemur að stefnumörkun í heilbrigðismálum þótt Samfylking gangi um í þessu máli, eins og mörgum öðrum...
Haffi

Lesa meira

ÁLVER OG UMHVERFISVÆNT ÞEKKINGARÞORP GETA VEL FARIÐ SAMAN!

Í lesendabréfi hér á síðunni skrifar Haffi af mikilli léttúð og ábyrgðarleysi um stefnu Samfylkingarinnar í stóriðju- og umhverfismálum. Hann sakar okkur Samfylkingarfólk um hentistefnu vegna þess að við styðjum af heilum hug fyrirhugaða álversframkvæmd í grennd við Húsavík. Og af hverju skyldi þessi mikilvæga atvinnuuppbygging norðan heiða vera hentistefna að dómi Haffa? Jú, hann er haldinn því dómgreindarleysi að það sé ekki hægt að vera hvort tveggja í senn; stóriðjusinni og umhverfissinni! Haffi skilur ekki - enda vinstri grænn að eigin sögn - að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þannig höfum við í kosningaundirbúnings- og samræðustýrihópi...
Þorsteinn

Lesa meira

HENTISTEFNA SAMFYLKINGARINNAR ER EKKI SKÝR!

"Stefna Samfylkingarinnar í stóriðjumálum er skýr segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins." Þetta segir í frétt Blaðsins á föstudag. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og hver annar brandari. Haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu að Samfylkingin sé hlynnt því að fá álver á Húsavík. Hins vegar eigi álverin ekki að verða fleiri á næstunni og fyrirvarar eru tíndir til sögunnar. Stuðningur við stórðijuna virðist mér ótvíræður. Ég man ekki betur en ég sæi...Þegar hins vegar fulltrúar Samfylkingarinnar koma á fundi umhverfissinna bregður svo við að þeir eru mjög andvígir stóriðjustefnunni og virkjunum norðan heiða! Auðvitað má með sanni segja að hentistefna sé stefna. En eðli máls samkvæmt verður aldrei sagt að..
.Haffi Lesa meira

Frá lesendum

LOFORÐAVERTÍÐIN BYRJUÐ

Nú kjörtímabilið er klárlega búið
kófsveittir akta á bæði borð
En samstarfið var jú lélegt og lúið
lítið heyrðust trúverðug orð.

Í frjálshyggjunni ei frelsi sést

flokksmenn snúa til varna
En væri ekki lang lang best
að leiða í burtu Bjarna?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð

Lesa meira

JÁ NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ

Nú sósíalistar setjast á þing
Sjálfstæðis flokks að gæta
Með alþýðu nú Nallann syng
úr neyðinni vaskir bæta.

Hér svik og lygi sitt á hvað
sjáum nú alla daga
í September við sjáum það
hverjir sultarkjörin laga.

Í lífsins skóla lærði fljótt
að loforð frambjóðenda
Lifðu alls ekki eina nótt
á lygina vildi benda.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð

Lesa meira

BRANDARAKALLARNIR SEM GERÐU ÍSLAND GJALDÞROTA

Óli Björn gerir grín að sósíalisma – „Kastró er ekki búinn að vera fimm mínútur í helvíti og við erum þegar byrjaðir að fá flóttamenn“.  Ég man Þegar Íhaldið sá um fjármálaráðuneytið 2008 og Gerði Ísland GJALDÞROTA. Almenningur missti húsnæði og vinnu og FLÚÐI land!

Brandara kallinn Óli Björn
baunar á sósialisma
Virðist í frjálshyggju vörn
hatar víst komonista.

Sósíalistum ég sendi hug
saman hafið valdið
Með samstöðunni sýnið dug
sækið á auðvaldið.

Ráðherraliðið rauk nú austur
í rólegheita kjaftalotu
En fáránlegur var fjáraustur
fóru víst í einkaþotu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

NÚ ER ÞAÐ NALLINN!

Sósíalistar sigla á þing
seinna á þessu ári
Auðvitað nú Nallann syng
nelgdu það Gunnar Smári.

Aðalheiður er alveg óð
aldeilis illa hitti
segir sjómenn veiða kóð
og sýkta ormatitti.

Sautjándi júlí kemur senn
sjötíu og fjagra verður þá
Hann segist í fullu fjöri enn
farðu varlega og slakaðu á.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: ÓPERASJÓN BARBAROSSA – ENN OG AFTUR

Áttatíu ár eru í dag liðin frá innrás Þýskalands í Sovétríkin, Óperasjón Barbarossa, mannskæðasta glæp veraldarsögunnar. Haldið er upp á afmælið með mikilli samræmdri heræfingu í Austur-Evrópu undir bandarískri stjórn, gegn Rússlandi. Æfingin sem nefnist  DefenderEurope 2021 stendur nú yfir en er dreift á nokkrar vikur í 12 Austur-Evrópulöndum, á landi og sjó. Þátt taka 37 þúsund hermenn frá 27 löndum, þar á meðal frá hinum 14 nýju aðildarríkjum NATO í Austur-Evrópu. Öll fer æfingin fram í Austur-Evrópu, frá Eystrasalti til Svartahafs og Balkanskaga ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar : “VANDASAMT ER VEGABRASK”

... Árás á sameignarviðhorf um almannavegi birtist í Vaðlaleiknum. Það högg reyndist klámhögg og verður því ekki sértjaldað vegabraski til framdráttar. Sú er ástæðan fyrir þöggun og yfirklóri, enda eru önnur plön um vegabrask í bígerð. Að auki er orðstýr skapara absúrd Vaðlaleiks þeim mikilsverðastur af öllu. Því er reynt að fela öll óhreinindin, allt kusk á hvítflibbum dustað af þeim sem með spunavald fara gagnvart almenningi. Eftir stendur þó ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVER Á VINDINN? - BRASK MEÐ ALMANNAGÆÐI

Umræða um vindorkuver á Íslandi hefur varla farið framhjá nokkrum einasta manni undanfarna mánuði og ár. Fjölmiðlar hafa greint frá mjög glannalegum áformum um stóra vindorkugarða, oft í eigu erlendra aðila. Þetta er enn einn anginn af botnlausri græðgisvæðingu samfélagsins. Ætlunin er að fórna landsvæði, útsýni og fuglalífi á altari fáeinna braskara og jafnvel fjárglæframanna.  Fjölmiðlar margir eru gagnrýnislausir, segja einungis frá áformunum en tengja þau ekkert við stærra samhengi. Eftir því sem áherslan eykst á „græna orkugjafa“ sjá braskararnir sér einfaldlega leik á borði að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FRÁSÖGN KJARTANS ÓLAFSSONAR AF ÍSLENSKUM KOMMÚNISTU

...Pólitískur klofningur verkalýðsaflanna á Íslandi birtist í stofnun KFÍ og brösóttri sambúð hans við Alþýðuflokkinn. Af hverju var sú sambúð svo erfið? Hverjir klufu mest? ASÍ var samvaxið Alþýðuflokknum frá stofnun, 1916. Allt frá 3. áratugnum predikuðu kommúnistar aðskilnað verkalýðsfélaga frá flokknum og stofnun óháðs verkalýðssambands, en kratar hindruðu það. Flokksfélögum kommúnista var meinuð aðild að Alþýðusambandinu, og ekki bara það – krataforingjarnir ákváðu að aðeins Alþýðuflokksmenn skyldu kjörgengir til trúnaðarstarfa innan sambandsins. Þeir klufu verkalýðsfélög hiklaust ef kommúnistar höfðu þar forustu, stofnuðu ný félög og véku hinum úr ASÍ. Þetta var alvarlegasta klofningsstarfið í hreyfingunni. Kjartan Ólafsson kemur inn á þessa klofningsaðferð kratanna, lýsir henni málefnalega (t.d. bls. 87) en hefur samt ekki um hana mörg orð ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: FUGLAR OG FÓLK.

Rjúpa ein hvílir í klóm frænda síns, fálka. Haldin Stokkhólmseinkenni, unir rjúpa sér vel eftir atvikum og bæði segja samband sitt samþykkt í nafni samstöðu. Yfir sveimar vígalegur konungur fugla, fálka og rjúpu, örn, sem kallast Sammi á stundum og veit vel af yfirvaldi sínu yfir þeim frændsyskinum í samstöðubandinu.
Með sunnavindi bárust nýlega öllu fuglageri Íslands vondu tíðindin af harmi kúgaðs fólks í Palestínu, fjöldadrápi á fólki í fangabúðum, fjölþættum ofsóknum um langan tíma á svæði þar sem hatrið ríkir. Hugaður ...

Lesa meira

Kári skrifar: STOFNUN UM SAMVINNU LANDSREGLARA (ACER) - Framsal íslensks ríkisvalds  - Framhaldsumræða

  Í síðustu grein var rætt um tilurð og stofnun ACER og reglugerðirnar sem þessi stofnun landsreglara byggist á. Eftir því sem sumir stuðningsmenn orkupakkanna, sérstaklega á þingi, tjá sig oftar og meira, þeim mun augljósari verður djúpstæður þekkingarskortur þeirra á heildarsamhengi málsins. Málflutningur þeirra minnir helst á tal krakka sem eru að byrja að átta sig á heiminum og reyna að skilja muninn á hlutbundnum og óhlutbundnum veruleika...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar