AÐ HRUNI KOMINN Mars 2006

STJARNA FRAMSÓKNAR SKÍN NÚ SKÆRT, SKORTIR EKKI LEIÐTOGAEFNIN...

...Allt er þetta drengilega mælt og dæmigert fyrir andrúmsloftið í flokki þar sem eindrægni og samhugur ríkir, þar sem menn reyna eftir mætti að sjá eigin kosti í öðrum - í flokki þar sem engir kújónar lúra á bak við tjöldin og bíða færis að vega að flokkssystkinum sínum. Ég tek heils hugar undir orð Björns Inga en langar þó að bæta örlitlu við sem mér hefur fundist einkenna pólitíska framgöngu Guðjóns Ólafs frá upphafi. Hann hefur jafnan verið afar rökfastur og málefnalegur og aldrei látið slá sig út af því ábyrga lagi þótt hart hafi verið að honum sótt með alls kyns skítkasti og neðanbeltishöggum pólitískra andstæðinga. Þessir eiginleikar skipta að sönnu ómældu máli fyrir kjörþokkann og svo spillir heldur ekki fyrir sá góðlátlegi húmor sem Guðjón hefur til að bera - og sem hefur fleygt vinsældum hans hátt á loft og langt yfir allar hefðbundnar flokksgirðingar. Það er ósk okkar framsóknarmanna allra, og vafalaust margra fleiri, að...
Smiður Jónsson

Lesa meira

SAMHERJAR Á SKRAFI

Ég fæ ekki betur séð en fjölmiðlarnir séu að draga upp nýjar átakalínur í heilbrigðisumræðunni. Í gærmorgun var mættur í morgunútvarp til að ræða heilbrigðismál, Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingu, og í gærkvöld sátu þau á skrafi hann og Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokksins einnig að ræða heilbrigðismál. Bæði vilja þau einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni nema hvað greiða á fyrir þjónustuna með skattpeningum. Ríkisstyrktur einkarekstur hefur alltaf verið snar þáttur í íslenska heilbrigðiskerfinu en deilurnar nú snúast um það hvort halda eigi lengra út á þá braut. Þar sýnist mér ekki hnífurinn ganga á milli Ágústs og Ástu....Sannast sagna sé ég engan mun á þessum tveimur flokkum þegar kemur að stefnumörkun í heilbrigðismálum þótt Samfylking gangi um í þessu máli, eins og mörgum öðrum...
Haffi

Lesa meira

ÁLVER OG UMHVERFISVÆNT ÞEKKINGARÞORP GETA VEL FARIÐ SAMAN!

Í lesendabréfi hér á síðunni skrifar Haffi af mikilli léttúð og ábyrgðarleysi um stefnu Samfylkingarinnar í stóriðju- og umhverfismálum. Hann sakar okkur Samfylkingarfólk um hentistefnu vegna þess að við styðjum af heilum hug fyrirhugaða álversframkvæmd í grennd við Húsavík. Og af hverju skyldi þessi mikilvæga atvinnuuppbygging norðan heiða vera hentistefna að dómi Haffa? Jú, hann er haldinn því dómgreindarleysi að það sé ekki hægt að vera hvort tveggja í senn; stóriðjusinni og umhverfissinni! Haffi skilur ekki - enda vinstri grænn að eigin sögn - að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Þannig höfum við í kosningaundirbúnings- og samræðustýrihópi...
Þorsteinn

Lesa meira

HENTISTEFNA SAMFYLKINGARINNAR ER EKKI SKÝR!

"Stefna Samfylkingarinnar í stóriðjumálum er skýr segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins." Þetta segir í frétt Blaðsins á föstudag. Í mínum eyrum hljómar þetta eins og hver annar brandari. Haft er eftir Ingibjörgu Sólrúnu að Samfylkingin sé hlynnt því að fá álver á Húsavík. Hins vegar eigi álverin ekki að verða fleiri á næstunni og fyrirvarar eru tíndir til sögunnar. Stuðningur við stórðijuna virðist mér ótvíræður. Ég man ekki betur en ég sæi...Þegar hins vegar fulltrúar Samfylkingarinnar koma á fundi umhverfissinna bregður svo við að þeir eru mjög andvígir stóriðjustefnunni og virkjunum norðan heiða! Auðvitað má með sanni segja að hentistefna sé stefna. En eðli máls samkvæmt verður aldrei sagt að..
.Haffi Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar