AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2006
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og nú
einnig borgarforingi Framsóknar, fylgdist að eigin sögn með
baráttufundi reykvísks launafólks í fyrra. Þótti honum æði fámennt
á þessum baráttufundi - enda ekki nema von. Hann var, eða fylgdist
með fundi á Lækjartorgi. Baráttufundurinn var hins vegar á
Ingólfstorgi. Á þessu vakti ég athygli hér í lesendahorninu 6. maí
á síðastliðnu ári, sbr. upplýsingar á...
Þjóðólfur
Lesa meira
...Það sem mér blöskrar einna mest, er að ALCOA skuli voga sér
þá bíræfni að bjóða "the Economist" með óþjóðlegan áróður sinn til
Íslands, til að narra fleiri sér líka til föðurlands
vors. Hafa þeir hreinlega tekið Ísland eignarnámi og
farnir að stjórna beint, sem sé ekki í gegnum "Sjálfstæðisflokkinn"
og "Framsóknarflokkinn"? Eða eru nornir og spunakarlar hér að
verki?
Ég vona að...
Úlfljótur
Lesa meira
Haffi sem stundum er að skrifa inn á síðunni hjá þér er að
undrast á ráðstefnunni sem Steingrímur J. vakti athygli á í
Mogganum og velta fyrir sér liðinu sem þar á að safna saman undir
merkjum stóriðjustefnunnar og útsölu á orkunni og náttúrunni. Mér
finnst þetta nú allt saman frekar einfalt. Liðið sem hefur bullandi
efasemdir um það að við Íslendingar getum yfir leitt klárað okkur
sjálfir og rekið hér okkar eigið og gott samfélag leggst alltaf
flatt ef einhverjir útlendingar sýna okkur áhuga. Nú finnst mönnum
svo merkilegt að Economist skuli hafa uppgötvað Ísland að
ólíklegasta fólk leggur nafn sitt við svona útsölu kynningu á
landinu og náttúrunni... Það er aldeilis kostaboð að fá að
koma og hlusta á Halldór, Árna fjármálaráðherra og Ingibjörgu
Sólrúnu tala undir þessum formerkjum, í einn dag, fyrir 160 þúsund
eða meira. Eru það ekki eins og hálfs mánaðar laun hjá starfsfólki
á elliheimilunum? Í hvaða heimi lifir þetta fólk? Heldur það að
...
S. Pálsson
Lesa meira
Ég á vægast sagt engin orð yfir ósvífni Alcoa og íslenskra stuðnigsfyrirtækja að bjóða Economist til að efna hér til frjálshyggjuhátíðar til að fagna einkavæðingu undangenginna ára og örva fjölþjóðlega auðhringa til að sækja í orku okkar landsmanna á komandi árum fyrir eiturspúandi stóriðjuver sín. Steingrímur J. Sigfússon reifar þetta ágætlega í Morgunblaðsgrein sinni í dag sem þú einnig birtir hér á síðunni. Hann talar þar um að ekkert nema "stofuhreinir stuðningsmenn Kárahnjúkavirkjunar" komist á umræðupall á þessari makalausu ráðstefnu sem kostar vel á annað hundrað þúsund krónur að sækja. En hverjir skyldu vera hinir stofuhreinu? Ég sé í bæklingnum, sem þú gefur slóðina fyrir, að...
Haffi
Lesa meira
...Ekki tekst betur til en svo að hugmyndasmiðirnir skila til
kjósenda berrössuðum flokki, hugsjónalausum og klyfjuðum sviknum
loforðum. Þetta gera þeir m.a. með endurvinnslu á gömlum og
innantómum slagorðum. Þá skreyta þeir plaggið með stolnum fjöðrum
úr smiðjum annarra framboða, stundum bregða þeir einfaldlega á leik
sér og öðrum, nema þá kannski einhverjum framsóknarmönnum, til
nokkurrar skemmtunar. Og þegar allt um þrýtur gefa þeir loforð um
merkilegar framkvæmdir en sem þegar eru orðnar að veruleika. Hér á
eftir verður stiklað á stóru til frekari kynningar á stefnuskránni
og ofangreindum niðurstöðum til stuðnings...Loks vil ég drepa á tvö
atriði sem ég veit ekki fyrir víst hvort ímyndarhönnuðir
auglýsingastofunnar gerðu sér til skemmtunar, eða af vanþekkingu
einni saman, að setja inn í stefnuskrána svokölluðu loforð um
málefni sem þegar hefur verið unnið dyggilega að á vegum
borgaryfirvalda og þarfnast engrar sérstakrar endurvinnslu. Þannig
boðar Framsóknarflokkurinn nú "sjóminjasafn á Grandagarði", safn
sem var formlega opnað með pompi og prakt fyrir ári síðan, einmitt
á þeim stað sem Framsóknarframboðið telur ákjósanlegan. Þeim mun
meira kemur þetta á óvart þar sem forstöðumaður Sjóminjasafnsins
heitir...
Þjóðólfur
Lesa meira
...Þetta gerist með því að RÚV verður skipt í
almannaþjónustufyrirtæki og samkeppnisrekstur með fullri
aðgreiningu. Undir samkeppnishattinum getur RÚV, eða útvarpsstjóri,
ákveðið að stofna fyrirtæki með öðrum, og nú skal ég taka fyrir þig
dæmi: Morgunblaðið, Síminn og Páll Magnússon ákveða að koma á fót
framleiðslufyrirtæki sem hefur að markmiði að framleiða íslenskan
spennuþátt í tíu þáttum. Morgunblaðið leggur fram 100 milljónir
króna í fyrirtækið, Síminn 100 milljónir og Páll Magnússon leggur
til aðstöðu, tæki og "know how" sjónvarpsins fyrir 100 milljónir
króna. Fyrirtækið Mosírúv framleiðir svo þessa tíu þætti sem
fjármagnaðir eru af KB banka. En þá þarf að fá einhevrn til að
kaupa þættina og greiða bæði hagnað og fjármagnskostnað! 365
miðlarnir hafa ekki áhuga og þættirnir seljast ekki fyrsta kastið á
erlendum vettvangi. Kemur þá ekki sjónvarpið sterkt inn. Páll
Magnússon ákveður að kaupa þættina tíu af Mosírúv fyrir hluta af
nefskattinum sem öllum er gert að ...
Ólína
Lesa meira
RÚV-frumvarpið er dæmigerð framsóknarhraksmán, flutt af íhaldinu og
er ekkert
nema skref á einkavæðingarleiðinni. Ég er satt að segja alveg
gáttaður á Framsókn að láta draga sig á þessum asnaeyrum, og
tvennar kosningar í uppsiglingu. Það er eins og flokkurinn sé
haldinn sjálfseyðingahvöt þessi árin. Fyrir utan háeffið í RÚV
frumvarpinu er nefskatturinn tóm endaleysa eins og ríkisskattstjóri
hefur bent á. RÚV er prinsipp, mannréttindamál jafn sjálfsagt að
hafa aðgang að og að vatninu. Við borgum fyrir vatnið í
gegnum...
hágé
Lesa meira
Undir forystu forsætisráðherra Framsóknarflokksins er boðuð
einkavæðing á öllum sviðum. Ekki er því úr vegi að spyrja: Hversu
langt er ríkisstjórnin tilbúin að ganga? Búið er að markaðsvæða
bankana, fjarskiptin, póstþjónustuna, raforkufyrirtækin svo fátt
eitt sé nefnt, og stefnt að því að auka enn á einkavæðinguna.
Stjórnin vill halda áfram og markaðsvæða Landsvirkjun,
Ríkisútvarpið og ÁTVR. Við þetta er að bæta að...Nú liggur til að
mynda fyrir að stórlega skortir á umræðu um efnahagsmál og þann
veruleika sem blasir við að verðbólgan er komin af stað, skuldir
heimilanna aukast og efnahagskerfið veikist. En í stað þess
að...
Hjálmar frá Hóli
Lesa meira
...Alla vega vottar ekki fyrir trúverðugleika hjá Framsókn í þessu efni eftir að hún lak niður í RÚV-málinu og nú síðast gagnvart Íbúðalánasjóði. En þótt Framsókn og Íhald séu runnin saman í eitt er ekki þar með sagt að Ríkisstjórnarflokkurinn sé samstiga. Þar er hver höndin upp á móti annarri og ræður yfirformaðurinn, Halldór Ásgrímsson, ekki við neitt á sama tíma og undirformaðurinn, Geir H. Haarde, er alltaf í útlöndum og því fjarri góðu gamni. Á meðan logar þjóðarskútan stafna á milli. Slæmt að...
Haffi
Lesa meira
...Það er alls óeðlilegt að fulltrúar tveggja púkaflokka sem
rétt mörðu meirihluta í síðustu alþingiskosningum, og samkvæmt
skoðanakönnunum eru nú sennilega í minnihluta, þar sem annar þeirra
er líklegast horfin af sjónarsviðinu sem stjórnmálaflokkur,
skuli voga sér að ræna eignum þjóðarinnar í þágu
einkavæðingarinnar. Og ekki nóg með það því nú stendur til að láta
greipar sópa um Ríkisútvarpið og þá ómetanlegu menningarsjóði sem
þar eru. Slíkt væri meira en furðulegt, það væri svívirðilegt! Ég
er einnig sammála Ólínu um að það sé í meira lagi slappt, svo ekki
sé dýpra tekið til orða, að "stjórnarandstaðan", þar með
verkalýðshreyfingin, menningafrömuðir og aðrir góðir Íslendingar,
skuli hreinlega láta þetta landráð viðgangast! Núverandi stjórnvöld
hafa fyrir löngu...
Úlfljótur
Lesa meira
Hér yfirstéttin er ávalt hyllt
og hafin upp til skýja
Landið er orðið lúið og spillt
líklega best að flýja.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Spilltir leika landann illa
mútuveröld lifum í
Tortóla banka-bækur fylla
og Bjarni er líka í því.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Það sinnir ekki þjóðarvakt,
það við skulum muna.
Alþingi gengur alveg í takt,
við íslensku mafíuna.
...
Kári
Lesa meira
Borgaryfirvöld eru orðin ansi hreint verseruð í að svíkja borgarbúa í flugvallarmálinu og mér sýnist Sigurður Ingi vera að slípast til. Hann var bara sæll á fundinum með Degi, sagðist fara að vilja “sérfræðinga”, skítt með vilja borgarbúa.
Jóel A.
Lesa meira
Andrés stóð þar utangátta
allir höfuðið hrista.
Lengi við krata leitaði sátta
lítur nú til Sósíalista.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Já alveg er ég orðinn bit
Því ekkert Kötu gengur
Stefnir því í stjórnarslit
ekki starfhæf lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Björgólfur með barnslegt hjarta
blygðunarleysi vill aumu skarta
Þorstein vill verja
mútur burt sverja
og spillingu búa framtíð bjarta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þvætti kemst á þurrt í Sviss,
þangað svo flytur í pokum.
Ákærir sjálfan þig sigurviss,
sækir og dæmir að lokum.
Kári
Lesa meira
Samherji þjálfar svika gengi
sárt bítur hungruð lús
þetta höfum við vitað lengi
vandinn er kominn í hús.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Græðgiskarlar geta flátt,
gaukað mútum sléttum.
Uppskiptingin endar brátt,
í öðrum glæpafléttum.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum