HINAR SKÝRU LÍNUR ÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA
Haffi Lesa meira
Ég trúi ekki að þið klárið þessa kjarasamninga, án þess að
eftirlaunasamningar þingmanna verði endurskoðaðir, þeir eru ekkert
nema rán, ef ekki má hrófla við þeim þá er það annað en aðrir verða
að þola. Ég er nú ekki ánægð með mín eftirlaun og er þar að auki
spyrt við eftirlaun mannsins míns, eins og það er nú líka
niðurlægandi. En um daginn var ég á ferð með konum, öllum á
eftirlaunaaldri og ein þeirra tjáði mér aðspurð að hún hefði unnið
32-33 ár á öldrunarstofnun í nágrenni Reykjavíkur og væri
afraksturinn á milli...
Edda
...Hjá Viðskiptaráði segja þeir sjálfir að Alþingi hafi í níu
tilvikum af hverjum tíu farið eftir kröfum ráðsins. Þeir segjast
ekki hafa Alþingi í vasanum og þeir halda því ekki fram að þeir
hafi komið í veg fyrir að Framsóknarflokkurinn fengi
fjármálaráðuneytið og þeir sjá ekkert athugavert við að einmitt
hagsmunasamtök auðvaldsins skuli hafa slík hreðjatök á
löggjafarsamkundunni. Vissir þú þetta Ögmundur? ...Hverjir það eru
í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sem sinna sérhagsmunum
Viðskiptaráðs af svo miklu kappi. Svo eruð þið vinstri sinnarnir að
þvæla um það fram og aftur, eyðandi í það ómældum tíma og fyrirhöfn
að diskútera reglur um fjármögnun stjórnmálaflokka. Þið gangið ekki
á öllum, eins og sagt er. Pétur og Páll, sem formlega hafa
atkvæðisrétt, vita það báðir að...
Ólína
Allir vita að Geir H. Haarde er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enginn veit hins vegar hver er formaður Framsóknarflokksins.
Sennilega er Halldór Ásgrímsson það enn að forminu til. En hann er
farinn. Það er deginum ljósara. Svo mjög er hann farinn að okkur er
sagt að Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra verði staðgengill
Geirs H. Haarde sem forsætisráðherra ef til kemur. Íhaldið er
þannigt búið að taka Framsókn í fóstur eins og gert var í
uppgræðsluátakinu um árið og hét, ef ég man rétt: Flag í fóstur.
Draumur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um að sameina
Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk er þannig orðinn að veruleika í
reynd. Framsóknarflagið er orðið...
Haffi
... Ég er 34 ára læknir búsettur og starfandi í Svíþjóð eins og
er en stefni að sjálfsögðu á að flytja aftur til Íslands, ef
eitthvað verður eftir af landinu. Ég hélt mig hafa þvegist af allri
vinstrihneigð í Svíþjóð þar sem þar er ansi margt sem sannarlega
mætti betur fara og vinstri stjórn verið lengi að. Rangt hjá mér.
Eins og vonandi með marga aðra vaknaði heldur betur líf í "gömlum"
glæðum og logar glatt nú eftir lestur Draumalandsins og ég spyr
því...
Vallitralli
Hvers vegna vilja framsóknarmenn virkja? Hvaða hagsmuna eiga
þessir menn að gæta?
Þórður B. Sigurðsson
Dyggðum rúinn Dóri minn,
djúpt í flórinn sokkinn,
ekki tókst að tæla Finn
til að jarða flokkinn.
Var Þingvallabærinn byggður fyrir Framsóknarflokkinn? Hvað var
formaður Framsóknarflokksins, stjórn sama flokks og formenn
framsóknarfélaganna um allt land að gera í Ráðherrabústað
forsætisráðherra Íslands á Þingvöllum?! Þetta er hneyksli og gera
verður kröfu um að ríkissjóður að minnsta kosti rukki
Framsóknarflokkin fyrir aðstöðuna. Hélt að nóg væri að
félagsheimilum um allt...
Borgþór
Í nýlegri skoðanakönnun kom Guðni Ágústsson út sem vinsælasti
ráðherrann í ríkisstjórninni. Ekki gef ég mjög mikið fyrir slíkar
kannanir. Þó verður að líta á þær sem vísbendingu um vinsældir.
Hlýtur það ekki að bera vott um lánleysi Framsóknar að telja það
helst til árangurs í boðuðu "endurreisnarstarfi" að koma Guðna
Ágústssyni, vinsælasta ráðherranum út í hafsauga? Þetta sé meira að
segja sérstakt forgangsverkefni...Og konurnar slást ekkert síður en
karlarnir. Þannig sagði Jónína Bjartmarz að ef formaður og
varaformaður ættu að axla ábyrgð af slæmri útkomu flokksins í
sveitarstjórnarkosningunum þá ætti...
Sunna Sara
...Kannski er ekki við RÚV að sakast - kannski koma fréttirnar
svona frá Framsókn. Og afhverju ætti svo Finnur að verða formaður
Framsóknar? Jú svarið er einfalt. Hann er einn af þeim mönnum sem
gekk út einn dag sem launamaður og gekk inn þann hinn næsta sem
milljarðamæringur. Af hverju? Spyrjiði vindinn. Eða svokallaðann
S-hóp, menn ná alltaf betri árangri í hópum.
Guðmundur Brynjólfsson
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Keflavík, Finnafjörður, Noregur, Úkraína. Jens Stoltenberg segir að Rússar verði að „hætta óréttlætanlegri hernaðaruppbyggingu í og við Úkraínu. NATO stendur með Úkraínu“. En NATO-myndin af yfirgangsstefnu Pútíns sem kjarna vandans er fölsk mynd. Nýtt stjórnarfrumvarp er flutt af Guðlaugi Þór utanríkisráðherra ... Í greinargerðinni segir ... Á Alþingi Íslendinga er engin sjáanleg andstaða í öryggis og utanríkismálum. Eitt sinn var andheimsvaldastefna stór þáttur vinstristefnu og sósíalisma en sýnist nú vera gleymd ...
Lesa meira... Eins og áður er komið fram gagnast svokallaðir snjallmælar [smart meters] vel í braskkerfi með raforku þar sem hægt er að mæla notkun í rauntíma. Ef hins vegar slíkir mælar ættu að gagnast neytendum í alvöru þyrftu þeir að vera þannig útbúnir að þeir leiti líka að lægsta verði og skipti um rafveitu (sjálfvirkt) samkvæmt því. Neytandinn gæti þá treyst því að hann greiði ætíð lægsta verð í boði. Það væru snjallmælar sem snúa að neytendahliðinni ...
Lesa meira... Vaðlaheiðargöng, braskdæmið í skötulíki, eru nú kölluð hluti af þjóðvegakerfi, sem að öðru leyti er i sameign þjóðar. Áfram er þó vegabrask kappsmál. Megináherslan er því á að skuggsetja Vaðlaklúðrið, göng skráð sem séreign hlutafélags með eignaraðild stórfyrirtækja, en kostuð með almannafé. Vegabrask er ennþá pólitískt kappsmál. Síst er að vænta andstöðu SF eða VG við þann draum nýfrjálshyggjuafla. Vaðlaheiðargöng eru í raun ríkiseign, en þó ennþá skráð sem séeign ábyrgðarlauss skúffufélags, VHG hf. Pínlegan ruglandann skal þagga sem kostur er, þótt ...
Lesa meiraGlöggir menn hafa réttilega bent á það undanfarið hvernig Landsvirkjun virðist reka sjálfstæða „orkustefnu“. Á sama tíma vinna stjórnvöld markvisst að því að innleiða orkustefnu Evrópusambandsins en hafa enga sjálfstæða stefnu. Er Ísland þó ekki aðili að sambandinu. Lausnin á vandanum er hins vegar ekki sú að búta Landsvirkjun niður og afhenda fjárglæframönnum bútana. Það mun einungis leiða til miklu hærra raforkuverðs, ofurskuldsetningar og síðan gjaldþrota [„bankaformúlan“]. Þá er það skelfileg tilhugsun að dreifikerfið (Landsnet) lendi í höndum braskara og ...
Lesa meira...Almenningur er því varaður við þáttöku í leitinni, en engum fundarlaunum er heitið, nema þá helst ómerkilegum blaðamanna verðlaunum, mjög varasömum. Stökkbreytti týndi Vaðlaverðmiðinn var óásjálegur við fyrstu sýn 2012, en óx og dafnaði vel í kjölfarið, enda vel fóðraður. Glataða niðurstaðan frá í mars 2019 finnst þó síðar verði er hald margra, nema ef leit verði stöðvuð, vegna sprengjuhættu eða ...
Lesa meiraFjórða iðnbyltingin hefur hafið innreið sína og Covid herðir á því ferli. Tæknin er tilbúin að leysa mannshöndina af hólmi í stórum stíl. Borgaralaun eru oft nefnd sem svar við þessu. Hér er því haldið fram að Fjórða iðnbylting kapítalismans horfi ekki til framfara fyrir almenning og borgaralaun séu alls ekki svarið við vandanum ...
Lesa meira