Fara í efni

AF FRÉTTAFLUTNINGI UM NÆSTA FORMANN FRAMSÓKNAR

Alltaf verða þær glæsilegri (og lýðræðislegri) fréttirnar. Í gærkvöld var sagt í RÚV: "talið er að Finnur Ingólfsson verði kjörinn formaður Framsóknarflokksins". Þetta er glæsilegt! Kannski er ekki við RÚV að sakast - kannski koma fréttirnar svona frá Framsókn. Og afhverju ætti svo Finnur að verða formaður Framsóknar? Jú svarið er einfalt. Hann er einn af þeim mönnum sem gekk út einn dag sem launamaður og gekk inn þann hinn næsta sem milljarðamæringur. Af hverju? Spyrjiði vindinn. Eða svokallaðann S-hóp, menn ná alltaf betri árangri í hópum.
Guðmundur Brynjólfsson