Fara í efni

VIRKJANIR OG HAGSMUNIR

Hvers vegna vilja framsóknarmenn virkja? Hvaða hagsmuna eiga þessir menn að gæta?
Þórður B. Sigurðsson

Heill og sæll og þakka þér bréfið. Látum vera að stjórnmálamenn vilji virkja en að vilja virkja í þágu stóriðjuauðhringa - nánast gefa þeim raforkuna er óskiljanlegt. Einhver ömurlegasti kafli Íslandssögunnar er án efa sá sem ráðherrar Framsóknarflokksins hafa skrifað með gjörðum sínum á undanförnum árum í daðri þeirra við Alcoa og aðrar álsamsteypur. Hvernig hagsmunatengslin liggja í þessu máli skal ég ósagt látið. Hitt veit ég að Framsóknarflokkurinn hefur ekki gætt hagsmuna íslensku þjóðarinnar þegar virkjanir hafa verið annars vegar í tíu ára valdatíð sinni með Sjálfstæðisflokknum frá 1995.
Kveðja,
Ögmundur