Fara í efni

ÞAKKIR FYRIR UMFJÖLLUN UM SPALAFÍKN

Mér þótti gott að sjá bréfið frá Ágústi um spilafíknina. Sjálf þekki ég þennan vanda vel því sonur minn er háður þessum fjanda. Það er hárrétt hjá Ágústi að þetta friðþægingartal þeirra sem reka spilakassana um að flestir sem spili geri það fyrir lítinn pening og sjálfum sér að skaðlausu, er algerlega út í hött. Það er þessum aðilum til vansa að gera út á veikt fólk og get ég skrifað upp á hvert einasta orð þitt Ögmundur í grein þinni hér á síðunni um fjármögnun Háskóla Íslands. Ég hef enga þolinmæði fyrir þetta tal um “háskóla í fresmtu röð” ef hann á að komast þangað með því að reka fjárhættuspil og þannig á kostnað fólks sem haldið er spilafíkn..
Með bestu kveðju og þökkum fyrir skrifin fyrr og nú,
Helga