Fara í efni

EKKI ÁL Í ÖLL MÁL

Kæri Ögmundur.
Vilja Vinstri græn álverslaust ísland?
Bestu kveðjur,
Jón Þórarinsson

Sæll Jón.
Við horfumst í augu við þann veruleika að í landinu eru rekin nokkur álver og höfum við aldrei lagt til að þeim yrði lokað. Við höfum hins vegar  lagst mjög eindregið gegn frekari stóriðjuuppbyggingu og vildum gefa mikið til að hægt væri að skrúfa Alcoa martröðina  á Austurlandi til baka. Hún hefur í för með sér óafsakanlega eyðileggingu á náttúru Íslands og í efnahaglsegu tillti er hún hreint glapræði. Meðmælagöngur með frekari álvæðingu er mér óskiljanlegar. Húsvíkingar hefðu betur fylkt liði í baráttu gegn kvótakerfi sem rænt hefur samfélagið drúgri lífsbjörg og einnig leitað í margrómaða hugmyndaauðgi Þingeyinga um atvinnuuppbyggingu. Samfélagið hefur ekki staðið sem skyldi að byggðastefnu og þar með atvinnuuppbygingu á landsbyggðinni á hálfan annan áratug. Ég vona að landsbyggðin kjósi ekki aftur yfir sig stjórnmálaflokka sem bjóða ekkert annað en niðurskurð á samfélagsþjónustu og síðan ál í öll mál. 
Með kveðju,
Ögmundur