Fara í efni

EIGA EMBÆTTISMENN AÐ SELJA HVALKET?

Sæll Ögmundur
Hvað finnst þér um að embættismenn í Stjórnarráðinu eru teknir við því furðulega hlutverki að selja hvalket til Japan eins og fram hefur komið í fréttum? Mér kom þetta mjög á óvart og eðlilega er þetta bæði vont fordæmi og afarslæmt afspurnar. Hélt að hlutverk embættismanna á þeim bæ væri annað mikilvægara en að setja sig í stöðu Kaupa-Héðins. Á heimasíðu Félags leiðsögumanna http://www.touristguide.is  er sagt frá fundi félagsmanna við Ásbjörn Björgvinsson hjá Hvalasafninu á Húsavík. Þar kom margt fróðlegt fram um hvalaskoðun og hvalveiðar. Einnig kemur fram á sömu síðu upplýsingar um skelfilega hlið hvalveiðanna á dögunum. Talið er að um 40% af veiddu hvölunum hafi verið urðað í Fíflholtum á Mýrum. Þetta kemur fram í viðtali við heilbrigðisfulltrúa Vesturlands. Við lifum greinilega á mjög krítískum tímum. Því þurfum við að sanka að okkur sem mestu af upplýsingum og miðla þeim áfram. Baráttukveðjur Guðjón Jensson,
Mosfellsbæ