Fara í efni

ER AÐ FINNA MÉR STAÐ Í FLOKKI

Mig langar til að forvitnast um hvort ykkur v.g. sé alvara með að auka réttlæti þeirra innflytjenda sem hér búa hvað varðar laun og húsnæði? og hvort að þið hafið kannað hvort að Íslendingar myndu láta bjóða sér að búa við þær aðstæður sem margir ss. Pólverjar þurfa að búa við þ.e. í gámum sem staðsettir eru á vinnusvæðum. Dæmi eru gámar við nýja Ikea húsið og Loftorku í Borgarnesi og fyrir ofan Húsasmiðjuna í Reykjanesbæ. Ég er nefnilega að finna mér stað í flokki og ég er á móti misrétti gagnvart fólki, hvort sem um innflytjendur eða aðra er um að ræða.
kveðja,
Hrönn Guðmundsdóttir,
Reykjanesbæ.

Sæl Hrönn. Þegar við tölum um mannréttindi þá eru þau í okkar huga algild, hver sem á í hlut. Við viljum standa vörð um réttindi verkafólks hvaðan sem það kemur. Við viljum eitt samfélag, ekki klofið, alla á sama bátnum. Engan í gáma, eða undir umsömdum kjarasamningum. Þetta eru hreinar línur og ekki umsemjanlegar; prinsipp sem við hvikum ekki frá.
Kveðja,
Ögmundur