Fara í efni

STERK INNKOMA ÁLFHEIÐAR

Ég var að heyra í fréttum af utandagskrárumræðu á Alþingi þar sem frummælandi var Álfheiður Ingadóttir. Mér þykir hressilegur andi jafnan fylgja Álfheiði, varaþingmanni þínum, Ögmundur þegar hún kemur inn á Alþingi. Þetta segi ég að sjálfsögðu með fullri virðingu fyrir þér og ykkur sitjandi þingmönnum. Þetta minnir okkur hins vegar á breidd flokksins og mannvalið – kvenna og karla. Ef þingflokkur VG væri helmingi fjölmennari en nú er eins og skoðanakannanir að undanförnu hafa sýnt, væri staðan heldur betur bærilegri en hún hefur verið undanfarin ár. Þið hafið staðið ykkur með ólíkindum vel og fengið ótrúlega miklu áorkað en það er ekki leggjandi á ykkar fámennu sveit að standa ein undir þessu mikla álagi til frambúðar. Nú er að efla VG og fjölga á þingi. Fleiri Álfheiðar og hennar líka í hópinn.
Með kveðju,
Sjöfn