AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2006

ÞÝÐIR EKKI AÐ LÁTA EINS OG EINFÖLDUSTU HAGFRÆÐILÖGMÁL GILDI EKKI

..."Ofurgróðinn" er einfaldlega hlutfall af eigin fé bankans, því fé sem í honum er bundið, og er nauðsynlegur ef bankinn á að vera heilbrigður og gegna hlutverki sínu í hagkerfinu. Svo ég komi aftur á byrjunarreit, þá þýðir ekki í nútímasamfélagi að tala í upphrópunum og láta eins og einföldustu hagfræðilögmál gildi ekki. Þá eru menn í reynd að segja að þeir vilji fara yfir í Sovétkerfi með fullkomlega miðstýrðu hagkerfi án tengingar við framboð og eftirspurn. Ef það er tilfellið er betra að segja það hreint út.
Vilhjálmur

Lesa meira

SIGURÐUR VEIT SÍNU VITI

...Mér fannst hins vegar gott hjá þér að rétta kúrsinn varðandi mikilvægi skatttekna frá bankageiranum einsog  þú gerðir í grein þinni í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Þar hafði mér fundist þú kominn út á grátt svæði og létti þegar þú skýrðir málið nánar. Ég tek heilshugar undir með þér að slagurinn snýst um hvers konar þjóðfélag við viljum og hvort þotuliðið eigi að geta stillt okkur hinum upp við vegg og umturnað hér öllu sér í hag. Sigurður Einarsson hjá KB- banka sem fer fyrir þotuliðnu, skildi nákvæmlega hvert þú varst að fara og sagði réttilega í Kastljósviðtali að ...
Haffi

Lesa meira

STERK INNKOMA ÁLFHEIÐAR

...Ef þingflokkur VG væri helmingi fjölmennari en nú er eins og skoðanakannanir að undanförnu hafa sýnt, væri staðan heldur betur bærilegri en hún hefur verið undanfarin ár. Þið hafið staðið ykkur með ólíkindum vel og fengið ótrúlega miklu áorkað en það er ekki leggjandi á ykkar fámennu sveit að standa ein undir þessu mikla álagi til frambúðar. Nú er að efla VG og fjölga á þingi. Fleiri Álfheiðar og hennar líka í hópinn...
Sjöfn

Lesa meira

HVAÐ ÆTLUM VIÐ AÐ LÁTA YFIR OKKUR GANGA?

Úr hverju er þessi þjóð búin til? Á sama tíma og ríksstjórnin talar um að lækka skatta stórfyrirtækja niður í 10% er verið að bjóða öldruðum smá mola með stig lækkun á skerðingu ellilífeyris sem taka á gildi í áföngum yfir mörg ár... Fólk sem ekki hefur efni á lyfjunum sínum, sérfræði læknisþjónustu eða sjúkraþjálfun. Landinn er orðinn svo þraut þjálfaður í að láta beygja sig og ...
Guðrún Hreinsdóttir

Lesa meira

MÆLIKVARÐINN VERÐI ALLTAF ÞJÓÐARHEILL !

...Ég er fullkomlega sammála afstöðu þinni sem kemur fram í pistlunum "HVERN ER VERIÐ AÐ HAFA AÐ FÍFLI? " og "BANKARNIR RÍFI SIG EKKI FRÁ SAMFÉLAGINU " á vefsíðunni þinni! Mér finnst þó að það hefði mátt benda á að enda þótt  "hlutafélagsformið", geti verið ágætt þar sem það á við og er heiðarlega rekið, hafi mönnum engu að síður tekist að spilla því og misnota eins og önnur efnahags- og þjóðfélagsúrræði. Það á við um þetta mannanna verk eins og mörg önnur, jafnvel sjálft lýðræðið, að því má snúa upp í andhverfu sína. Auðmenn og fjármálaklíkur kaupa sér það hlutfall eigna hlutafélagsins sem ...
Úlfljótur

Lesa meira

FORSETI Í FRAMBOÐ

... Í þáttinn var Guðfríði Lilju greinilega boðið vegna þeirrar ákvörðunar hennar að gefa kost á sér á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í komandi prófkjöri á höfuðborgarsvæðinu. Ég sannfærðist þá um að þau orð Hrafns Jökulssonar á heimasíðu hans á þá leið að með henni bættist VG mikill liðsstyrkur, ættu við rök að styðjast, sbr...
Skákkona í VG

Lesa meira

ÞARF AÐ DRAGA NIÐUR Í ÞOTULIÐINU

...Tek heilshugar undir sjónarmið þín, viðvíkjandi gróðahyggju og aukna ásælni svokallaðra útrásarmanna á kostnað íslenzkrar þjóðfélagsgerðar, og sem jafnframt skreyta sig, og sín fyrirtæki með útlendum orða- og nafnaskrípum. Réttast væri, að þjóðnýta þessar 3, af 4 stoðum bankakerfisins. Þarf að fara að draga niður í þessu sjálfumglaða þotuliði, sem braskar með þjóðarfé, jafnt erlendis sem innanlands.
Eru ekki nægar nauðsynjar fyrir þessa fjármuni hér heima fyrir ? Samgöngukerfi - heilbrigðiskerfi t.d. Nóg komið af...
Óskar Helgi Helgason

Lesa meira

TRÚÐI EKKI MÍNUM EIGIN AUGUM

... Þú vilt fórna bönkunum úr landi og þar með taka atvinnuna af fleiri þúsundum manna sem vinna hjá bönkunum. Væri það virkilega gott fyrir efnahaginn og þá sem hafa lægri tekjur og þurfa á ýmissri aðstoð að halda frá ríkinu, ef bankarnir færu úr landi? Það eru ekki bara 12 milljarðar af skatti sem færi, hvað með tekjuskattinn og gjöldin sem allir starfsmennirnir borga. Ekki heldur gleyma því að ... "Jafnaðarsamfélag" er náttúrulega ekkert annað en kommúnismi, og flestir vita að það gengur hreinlega ekki upp, hefur þú komið til Norður ...
Davíð Stefánsson

Lesa meira

NÚ ER ÞÖRF Á YFIRVEGUN UM MÁLEFNI ERLENDS LAUNAFÓLKS

...Sannast sagna þóttu mér yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslyndra, fara yfir strikið og báru þess vott að hann vildi gera út á þetta málefni í kosningum. Árásir og gagnrýni á alla aðra stjórnmálaflokka á Alþingi - þ.e. alla aðra en hans eigin flokk - báru þessu vott. Auðvitað er hér á ferðinni mál sem taka þarf á af yfirvegun og með víðtækri sátt og einingu í þjóðfélaginu. Áhyggjur Magnúsar Þórs eru ekki nýjar af nálinni. Þú gerðir þetta sérstaklega að umræðuefni á nýafstöðnu þingi BSRB, Ögmundur, og fannst mér áherslur þínar þar hárréttar. Þær hafa verið til umræðu mikið á netinu að undanförnu og fannst mér Guðmundur Magnússon, blaðamaður og rithöfundur hitta...
Grímur

Lesa meira

HVAÐAN Á AÐ TAKA PENINGANA?

...Mér finnst einmitt athyglisvert að þú skulir ræða hversu miklu þurfi að fórna til að "losna" við nokkra stráka og stelpur í silkigöllum. Nú er það svo að bankarnir eru nú þegar búnir að borga 16,7 ma.kr. fyrstu 9 mánuðí ársins en ekki 11 (samkvæmt ársreikningum) auk þeirra skatttekna sem laungreiðslur "þotuliðsins" skila og annara greiðsla og framlaga banka til samfélagins. Til að setja þetta í samhengi má benda á að fyrir þessa upphæð má til dæmis...
Pétur

Lesa meira

Frá lesendum

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar