AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2006

ÞÝÐIR EKKI AÐ LÁTA EINS OG EINFÖLDUSTU HAGFRÆÐILÖGMÁL GILDI EKKI

..."Ofurgróðinn" er einfaldlega hlutfall af eigin fé bankans, því fé sem í honum er bundið, og er nauðsynlegur ef bankinn á að vera heilbrigður og gegna hlutverki sínu í hagkerfinu. Svo ég komi aftur á byrjunarreit, þá þýðir ekki í nútímasamfélagi að tala í upphrópunum og láta eins og einföldustu hagfræðilögmál gildi ekki. Þá eru menn í reynd að segja að þeir vilji fara yfir í Sovétkerfi með fullkomlega miðstýrðu hagkerfi án tengingar við framboð og eftirspurn. Ef það er tilfellið er betra að segja það hreint út.
Vilhjálmur

Lesa meira

SIGURÐUR VEIT SÍNU VITI

...Mér fannst hins vegar gott hjá þér að rétta kúrsinn varðandi mikilvægi skatttekna frá bankageiranum einsog  þú gerðir í grein þinni í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag. Þar hafði mér fundist þú kominn út á grátt svæði og létti þegar þú skýrðir málið nánar. Ég tek heilshugar undir með þér að slagurinn snýst um hvers konar þjóðfélag við viljum og hvort þotuliðið eigi að geta stillt okkur hinum upp við vegg og umturnað hér öllu sér í hag. Sigurður Einarsson hjá KB- banka sem fer fyrir þotuliðnu, skildi nákvæmlega hvert þú varst að fara og sagði réttilega í Kastljósviðtali að ...
Haffi

Lesa meira

STERK INNKOMA ÁLFHEIÐAR

...Ef þingflokkur VG væri helmingi fjölmennari en nú er eins og skoðanakannanir að undanförnu hafa sýnt, væri staðan heldur betur bærilegri en hún hefur verið undanfarin ár. Þið hafið staðið ykkur með ólíkindum vel og fengið ótrúlega miklu áorkað en það er ekki leggjandi á ykkar fámennu sveit að standa ein undir þessu mikla álagi til frambúðar. Nú er að efla VG og fjölga á þingi. Fleiri Álfheiðar og hennar líka í hópinn...
Sjöfn

Lesa meira

HVAÐ ÆTLUM VIÐ AÐ LÁTA YFIR OKKUR GANGA?

Úr hverju er þessi þjóð búin til? Á sama tíma og ríksstjórnin talar um að lækka skatta stórfyrirtækja niður í 10% er verið að bjóða öldruðum smá mola með stig lækkun á skerðingu ellilífeyris sem taka á gildi í áföngum yfir mörg ár... Fólk sem ekki hefur efni á lyfjunum sínum, sérfræði læknisþjónustu eða sjúkraþjálfun. Landinn er orðinn svo þraut þjálfaður í að láta beygja sig og ...
Guðrún Hreinsdóttir

Lesa meira

MÆLIKVARÐINN VERÐI ALLTAF ÞJÓÐARHEILL !

...Ég er fullkomlega sammála afstöðu þinni sem kemur fram í pistlunum "HVERN ER VERIÐ AÐ HAFA AÐ FÍFLI? " og "BANKARNIR RÍFI SIG EKKI FRÁ SAMFÉLAGINU " á vefsíðunni þinni! Mér finnst þó að það hefði mátt benda á að enda þótt  "hlutafélagsformið", geti verið ágætt þar sem það á við og er heiðarlega rekið, hafi mönnum engu að síður tekist að spilla því og misnota eins og önnur efnahags- og þjóðfélagsúrræði. Það á við um þetta mannanna verk eins og mörg önnur, jafnvel sjálft lýðræðið, að því má snúa upp í andhverfu sína. Auðmenn og fjármálaklíkur kaupa sér það hlutfall eigna hlutafélagsins sem ...
Úlfljótur

Lesa meira

FORSETI Í FRAMBOÐ

... Í þáttinn var Guðfríði Lilju greinilega boðið vegna þeirrar ákvörðunar hennar að gefa kost á sér á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í komandi prófkjöri á höfuðborgarsvæðinu. Ég sannfærðist þá um að þau orð Hrafns Jökulssonar á heimasíðu hans á þá leið að með henni bættist VG mikill liðsstyrkur, ættu við rök að styðjast, sbr...
Skákkona í VG

Lesa meira

ÞARF AÐ DRAGA NIÐUR Í ÞOTULIÐINU

...Tek heilshugar undir sjónarmið þín, viðvíkjandi gróðahyggju og aukna ásælni svokallaðra útrásarmanna á kostnað íslenzkrar þjóðfélagsgerðar, og sem jafnframt skreyta sig, og sín fyrirtæki með útlendum orða- og nafnaskrípum. Réttast væri, að þjóðnýta þessar 3, af 4 stoðum bankakerfisins. Þarf að fara að draga niður í þessu sjálfumglaða þotuliði, sem braskar með þjóðarfé, jafnt erlendis sem innanlands.
Eru ekki nægar nauðsynjar fyrir þessa fjármuni hér heima fyrir ? Samgöngukerfi - heilbrigðiskerfi t.d. Nóg komið af...
Óskar Helgi Helgason

Lesa meira

TRÚÐI EKKI MÍNUM EIGIN AUGUM

... Þú vilt fórna bönkunum úr landi og þar með taka atvinnuna af fleiri þúsundum manna sem vinna hjá bönkunum. Væri það virkilega gott fyrir efnahaginn og þá sem hafa lægri tekjur og þurfa á ýmissri aðstoð að halda frá ríkinu, ef bankarnir færu úr landi? Það eru ekki bara 12 milljarðar af skatti sem færi, hvað með tekjuskattinn og gjöldin sem allir starfsmennirnir borga. Ekki heldur gleyma því að ... "Jafnaðarsamfélag" er náttúrulega ekkert annað en kommúnismi, og flestir vita að það gengur hreinlega ekki upp, hefur þú komið til Norður ...
Davíð Stefánsson

Lesa meira

NÚ ER ÞÖRF Á YFIRVEGUN UM MÁLEFNI ERLENDS LAUNAFÓLKS

...Sannast sagna þóttu mér yfirlýsingar Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns Frjálslyndra, fara yfir strikið og báru þess vott að hann vildi gera út á þetta málefni í kosningum. Árásir og gagnrýni á alla aðra stjórnmálaflokka á Alþingi - þ.e. alla aðra en hans eigin flokk - báru þessu vott. Auðvitað er hér á ferðinni mál sem taka þarf á af yfirvegun og með víðtækri sátt og einingu í þjóðfélaginu. Áhyggjur Magnúsar Þórs eru ekki nýjar af nálinni. Þú gerðir þetta sérstaklega að umræðuefni á nýafstöðnu þingi BSRB, Ögmundur, og fannst mér áherslur þínar þar hárréttar. Þær hafa verið til umræðu mikið á netinu að undanförnu og fannst mér Guðmundur Magnússon, blaðamaður og rithöfundur hitta...
Grímur

Lesa meira

HVAÐAN Á AÐ TAKA PENINGANA?

...Mér finnst einmitt athyglisvert að þú skulir ræða hversu miklu þurfi að fórna til að "losna" við nokkra stráka og stelpur í silkigöllum. Nú er það svo að bankarnir eru nú þegar búnir að borga 16,7 ma.kr. fyrstu 9 mánuðí ársins en ekki 11 (samkvæmt ársreikningum) auk þeirra skatttekna sem laungreiðslur "þotuliðsins" skila og annara greiðsla og framlaga banka til samfélagins. Til að setja þetta í samhengi má benda á að fyrir þessa upphæð má til dæmis...
Pétur

Lesa meira

Frá lesendum

SAMHENGI HLUTANNA OG LJÓSIÐ SEM ÞARF AÐ KVEIKJA

Nú er ljóst, því miður, að í Namibíu komu auðmenn og soguðu til sín auðlindir fólksins - frá fátækri þjóð. Þar í landi eru varnir veikar. Til þess að þetta væri gerlegt þurfti til nokkra spillta stjórnmálamenn og peninga. Ljósið var óvænt kveikt og stóðu menn allt í einu baðaðir í kastljósinu á miðju búðargólfinu með fenginn í höndunum.
Á sama tíma á Íslandi ...
R.R.

Lesa meira

TAKK FYRIR SPÓAGREIN

Takk fyrir að vekja athygli á skrifum líffræðinganna um hvaða áhrif glórulaus gróðursetning getur haft á fjölbreytileika lífríkisins eins og þú gerir í Spóagrein þinni ... þessi árátta að þurfa að ganga alla leið í öllu er einkennandi fyrir Íslendinga en þá er hættan líka sú að sjást ekki fyrir. Á þeirri ...
Sunna Sara

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: AUÐMANNAVÆÐING OG ALÞJÓÐAVÆÐING LANDEIGNA

Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SÝRLANDSSTRÍÐIÐ - INNRÁS SEM TAPAÐIST

... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar