AÐ HRUNI KOMINN Nóvember 2006

JÖFNUN NIÐURÁVIÐ HÆTTULEGRI JAFNAÐARSAMFÉLAGINU EN OFURLAUN Í BÖNKUM

...Það eru hinsvegar söfnun eigna og eignatekjur manna og sem jafnvel ekki er greiddur eðlilegur skattur af sem mér blöskrar. En þeir vinna ekki endilega í bönkum. Það er annað mál.  Ég held og er reyndar viss um að láglaunastefnan og samfélagsbreytingin  gegnum innflutning á erlendu vinnuafli sem hagstjórnartæki stjórnvalda er  miklu alvarlegra mál fyrir velferð og jöfnun tekna í landinu en há laun toppanna í bönkunum - hversu siðlaus þau annars kunna að vera. Haldi fram sem horfir getur verið styttra í en margan hyggur að  þeir sem starfa sem  verkfræðingar,  háskólakennarar, læknar  og bankamenn hér á landi verði ótalandi á íslensku einmitt í nafni "jafnlaunastefnu" stjórnvalda  og þannig hugsandi fyrirtækja. Ekki er það þróun sem við...
JB

Lesa meira

BANKATAL Á VILLIGÖTUM?

Hvers vegna talar þú svona niðrandi um þá aðila sem vinna hjá bönkunum og hafa komið sér vel áfram í grein þinni 1.11.06? Mér finnst skrif þín ekki hæfa stjórnmálamanni sem situr á alþingi sem málsvari þjóðarinnar og óska eftir að þú endurskoðir ummælin. Að lokum...
Björgvin

Lesa meira

VÁBOÐAR

...Norður í Atlantshafi býr fámenn þjóð á lítilli eyju sem talin er ein mesta gersemi jarðarinnar vegna hreinni auðlinda til láðs og lagar en önnur þjóðríki. Umrædd skýrsla um ástand lífríkis jarðarbúa bar í sér frétt sem hvergi hefur sést fyrr. Golfstraumurinn sem er grunnforsenda alls lífs á þessari eyju hafði nýlega stöðvast í einhverja daga. Líklega á sama tíma og stjórnvöld okkar voru að hugleiða nýjan samning um orkusölu til mengandi stóriðju. Hvorki ríkisstjórn né stjórnarandstaða þessarar þjóðar sér ástæðu til að boða til fundar á Alþingi og ræða þetta smámál og móta tillögur um viðbrögð. Bág er þessi ríkisstjórn en snautlegri er þó stjórnarandstaðan...
Árni Gunnarsson frá Reykjum

Lesa meira

GRÓÐI OG SKATTAR - SKATTAR OG GRÓÐI

...Eru fjölmiðlarnir, stjórnmálamenn og almenningur staurblindir Ögmundur? Af hverju eru rýrar skattgreiðslur af ofsagróða ekki fréttaefni? Hvernig má það vera að afkomuupplýsingar banka og skattgreiðslur eru lesnar upp eins og veðurfréttir án frekari umræðu og gagnrýni? Ég hef heyrt menn segja að ef þrengt verður að bönkunum þá fari þeir úr landi. Starfsemi þeirra sé alþjóðleg og mikilvægt að halda fyrirtækjunum hér. Ég vildi snúa þessu við og spyrja: Höfum við efni á þessum dýru drengjum? Er siðferðilega rétt að búa bönkum skattaskjól eins og tölurnar bera með sér? Er ekki betra að láta þetta lið sigla sinn sjó og starfa í útlöndum? Slyppum við þá ekki við að leggja lóð okkar á vogarskál óréttlætisins sem við gerum nú með því að versla við bankana? Legg fyrir þig dæmi Ögmundur, sem mætti nota á samræmdum prófum í framhaldinu...
Ólína

Lesa meira

Frá lesendum

SAMHENGI HLUTANNA OG LJÓSIÐ SEM ÞARF AÐ KVEIKJA

Nú er ljóst, því miður, að í Namibíu komu auðmenn og soguðu til sín auðlindir fólksins - frá fátækri þjóð. Þar í landi eru varnir veikar. Til þess að þetta væri gerlegt þurfti til nokkra spillta stjórnmálamenn og peninga. Ljósið var óvænt kveikt og stóðu menn allt í einu baðaðir í kastljósinu á miðju búðargólfinu með fenginn í höndunum.
Á sama tíma á Íslandi ...
R.R.

Lesa meira

TAKK FYRIR SPÓAGREIN

Takk fyrir að vekja athygli á skrifum líffræðinganna um hvaða áhrif glórulaus gróðursetning getur haft á fjölbreytileika lífríkisins eins og þú gerir í Spóagrein þinni ... þessi árátta að þurfa að ganga alla leið í öllu er einkennandi fyrir Íslendinga en þá er hættan líka sú að sjást ekki fyrir. Á þeirri ...
Sunna Sara

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: AUÐMANNAVÆÐING OG ALÞJÓÐAVÆÐING LANDEIGNA

Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SÝRLANDSSTRÍÐIÐ - INNRÁS SEM TAPAÐIST

... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar