Fara í efni

HÚRRA FYRIR FÍLADELFÍU

Ég verð að segja eins og er að tónleikarnir á aðfangadagskvöld voru frábærir. Óskar Einarsson er alveg á heimsmælikvarða og svo auðvitað Edgar Smári og María Másdóttir. Þarna voru líka dívur úr Gospelheimum sem ég þekki ekki nafnið á og sungu eins og englar. Mér finnst kórinn hafa á að skipa svo mörgu öflugu söngfólki að ekki sé bein ástæða til að hafa gestasöngvarana tvo. Þetta á að vera sem mest stund kórsins. Mér finnst leiðinlegt hvað kennimennirnir í frjálsu söfnuðunum eru langt að baki söngfólkinu í framsetningu á Orðinu. Þakkir til sjónvarpsins fyrir að flytja þennan þátt inn í stofu til okkar. Svo vil ég þakka þér Ögmundur fyrir að standa vörð um rétt okkar þessa venjulega manns og óska þér gleðilegs árs og velfarnaðar á komandi ári.
Bjarni