AÐ HRUNI KOMINN 2007
...En hvað um víngjafir almennt, hafa þær tilætluð áhrif á
þiggjandann eins og þið kommarnir viljið vera láta? Rannsóknir sýna
ótvírætt að svo er ekki. Í 95% tilvika gleymist gefandinn eða þá að
þiggjandinn kennir gefandanum um ýmis asnaprik sem hann...
Þjóðólfur
Lesa meira
...En Guðfríður Lilja Grétarsdóttir benti réttilega á það í
Silfri Egils í gær að í sínum huga snerist þetta alls ekki um eina
flösku af víni heldur væri þetta fyrst og fremst táknrænt um það
hvernig stjórnmála- og fjármálaheimurinn væru að renna saman
í einn graut. Þetta er mergurinn málsins, ekki ein rauðvínsflaska
til eða frá. Össur Skarphéðinsson sagðist í sama þætti hafa fengið
gjafir frá samtökum fatlaðra. Ágætt, enginn að amast við því
enda ...
Haffi
Lesa meira
Ég sendi þotuliði landsins mínar bestu nýárskveðjur með óskum um
hundruða milljarða gróða...
Loptur
Lesa meira
Mér berst blaðið 24Stundir inn um bréfalúguna daglega. Í gær var
þar grein eftir Helga Hjörvar, alþingismann, að mæra
Sjálfstæðisflokkinn og mátti hann vart vatni halda yfir því að fá
að vera með Íhaldinu í ríkisstjórn. Öðru vísi mér áður brá því sami
Helgi gekk hart fram í gagnrýni á fyrri ríkisstjórn, þ.e. þegar
Framsókn sat með Íhaldinu á sama stað og Samfylkingin situr nú.
Þetta er svoldið skrítið þegar haft er í huga að engin breyting
hefur orðið á stjórnarstefnunni nema þá helst að nú er harðar
gengið eftir...
Sunna Sara
Lesa meira
Rakst á umræðu frá 4. apríl 2005 hjá þér þar sem lesandi sendi
inn hugleiðingu varðandi " fasteignabrask bankanna ". Sá þó
engin svör eða frekari umræðu. Var eitthvað meira fjallað um
þetta og ef svo, er hægt að ...
Freyr
Lesa meira
Nú fer það fjöllum hærra að ungir Samfylkingarmenn ætli að skera
upp herör gegn ráðningu héraðsdómara á Akureyri. Finnst það vera
mál málanna að lýsa á hinar pólitísku tengingar við ráðninguna.
Gott og vel, ágætt að einhverjir nenni að hugsa um þetta sem
mér finnst þó varla geta talist mál málanna. Það sem mér finnst
vera mál málanna er að ungt Samfylkingarfólk skuli taka því
þegjandi að Þjórsánni sé fórnað á altari stóriðju,
heilbrigðiskerfið einkavætt, lagst í duftið fyrir hernaðarhyggju
Bush og NATÓ - allt án þess að heyrist múkk frá hinni ungu
Samfylkingu. Dauðaþögn. Ungu Samfylkingarfólki virðist vera
...
Grímur
Lesa meira
Ættingjum okkar og vinum, sem og landsmönnum öllum, sendum
við...
Sigurfljóð Hermannsdóttir og fjölskylda
Lesa meira
Ungur var ég að árum þegar ég las ljóð Einars Benediktssonar,
Einræður Starkaðar, og enn hefur sá mannúðar boðskapur sem
þar er að finna ekki liðið mér úr minni. Oft finnst mér að
"hneykslunarhellur" nútímans, sem ekkert "misjafnt mega sjá", mættu
að ósekju lesa þetta ljóð Einars. Þar á meðal eru
"samviskuhellurnar" sem súpa nú hveljur yfir því að nýskipaður
héraðsdómari...
Þjóðólfur
Lesa meira
Sér þingflokkur VG ekki sæng sína upp reidda? http://dv.is/frettir/lesa/2138
...
Hjörtur
Lesa meira
Ég þakka fyrir að þú skulir vekja athygli á grein Rúnars
Vihjálmssonar, prófessors í heilsuhagfræði, um íslenska
heilbrigðiskerfið og framtíð þess. Ég las þessa grein og er ég þér
sammála um að þeir sem nú stýra ferðinni í heilbrigðisráðuneytinu
verða að svara röksemdum manna á borð við Rúnar, áður en þeir setja
allt upp í loft. Ráðherra verður að svara rökum með rökum. Ágæt
grein Gunnars Alexanders Ólafssonar, sem þú einnig vitnar í, hafði
farið framhjá mér en Dahlgren að sjálfsögðu ...
Haffi
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Allt Frá lesendum