Fara í efni

EIGNARRÉTTURINN GETUR ORÐIÐ HJÁRÆNULEGUR

Gleðilegt ár gott fólk!
Nokkur orð um eignarréttinn. Hver maður hefur vissulega sinn eignarrétt og hann ráðstafar honum að vild - að öllum líkindum. Það er nefnilega það, það er þetta: "að öllum líkindum". Eignarréttur nær skammt ef einhverskonar böl yfirtekur þann vilja sem hefur með téðan rétt að gera. Fíkn, fátækt, andleg og félagsleg nauðung - allt þetta gerir eignarrétinn hjárænulegan og margumtalað "frelsi" líka. Í heimi þar sem dagurinn á morgunn er í móðu eða jafnvel ekki til, í heimi þar sem hugtakið "réttur" er löngu týnt - þar er hið eigingjarna "eignarréttarhugtak" lítils virði. Það má endalaust leika sér með hugtök svo sem "frelsi" og "val" og "rétt" og "skyldur" og ég veit ekki hvað - og í þessum leik má líka endalaust gleyma þeim sem ekki geta verið með í leiknum. Eiga bágt - standa hjá - eiga ekki eignarrétt. Við - Vinstri græn -eigum vað vera með þeim.
Guðmundur Brynjólfsson

Þakka þér bréfið Guðmundur og ágætt innlegg í mikilvæga umræðu sem á sér ýmsar hliðar sbr. HÉR
Kv.
Ögmundur