GEGN AUÐVALDI - KJÓSUM VG

Heill og sæll Ögmundur. Er ekki kominn tími til þess að við sem minna höfum heldur en milljarðamæringarnir förum að berjast af alvöru gegn valdi auðsins ? Ég bara spyr vegna fréttar úr þínu nýja kjördæmi um lóðaúthlutun í Kópavogi og svekkelsi Þorsteins Baldvinssonar út af því að fá ekki endalóðina sem var dregin út. Úr því að hann fékk ekki lóðina þá gengur hann á fund bæjarstjóra og óskar eftir því að búin verði til ný endalóð ef ekki þá flytji hann í burt úr Kópavogi. Auðvitað bregst bæjarstjóri vel við og setur ferlið i gang svo hægt verði að halda manninum í bænum, en skýtt með hitt fólkið sem á fyrrverandi endalóð. Ef það er eitthvað ósátt þá getur það bara skilað lóðinni. Þetta eru vinnubrögð ,undirlægju og sleikjuháttur valdhafanna (sjálfstæðis og framsóknarflokks) ekki bara í Kópavogi heldur allsstaðar þar sem þessir (helmingaskiptaflokkar ) ráða. Hversu lengi ætlar þessi þjóð að þola þennan viðbjóð sem þessir flokkar bjóða upp á AUÐUR FRAMAR ÖLLU. Vinstrimenn stöndum nú saman burt með flokka auðvalds og spillingar. KJÓSUM EINA ALVÖRU FLOKKINN Í VOR KJÓSUM VINSTRI GRÆNA.
Sveinn Elías Hansson

Þakka þér bréfið Sveinn Elías. Þetta er hverju orði sannara.
Kveðja,
Ögmundur.

Fréttabréf