TÆKIFÆRISMENNSKA?

Sæll Ögmundur, var að lesa pistil þinn um Alcan og Kryddsíldina og langar að forvitnast hjá þér, þar sem bæði þú og formaður þinn hafið nú báðir nánast misst málið yfir þessu hneyksli að ykkar mati, hvers vegna þið gerðuð ekki þessar athugasemdir fyrir ári síðan þegar kryddsíldin var þá í boði Alcan? Ég vil segja fyrir mitt leyti að ég er ekki fylgjandi stækkun álversins í Straumsvík en ég er jafnframt algjörlega á móti því að stjórnmálamenn leggist á sama plan og þú og Steingrímur hafið gert í þessari umræðu, tækifærimennska eins og þessi á ekki að sjást í stjórnmálum.
Sigurður J.

Þakka þér bréfið Sigurður. Ef það er rétt hjá þér að Alcan hafi einnig borgað fyrir Kryddsíldina í fyrra þá er það nokkuð sem ég ekki hafði gert mér grein fyrir. Hins vegar verður þetta ennþá grófara núna í mínum huga í ljósi þeirra deilna sem risið hafa vegna stækkunaráformanna í Straumsvík og atkvæðagreiðslu þar að lútandi. Ég vísa því algerlega á bug að í málflutningi okkar felist einhver tækifærismennska. Hann er í fullu samræmi við málflutning okkar  og afstöðu í langan tíma.
Með kveðju,
Ögmundur

Fréttabréf