Fara í efni

ER FLOKKSPÓLITÍK HLAUPIN Í VARMÁRDEILUNA?

Ég hef aldrei efast um hug þess fólks sem vill passa upp á Varmána í Mosfellsbæ. En eru ekki fleiri aðilar komnir að þessu máli en umhverfissinnar?  Ég tek eftir því hve Samfylkingin er áköf að reyna að nota þetta mál gegn VG – grein á grein ofan, jafnvel Össur Samfylkingarvesír, sem ég hélt að væri samherji þinn í samfylkingaráformum vinstri manna, heggur í þennan knérunn. Eftir því sem ég kemst næst hefur Samfylkingin samþykkt allar þessar tillögur og áform sem nú eru gagnrýnd. Hvílík ólukkans tvöfeldni!
Þess vegna spyr ég þig Ögmundur, hvort þú sjáir ekki hvað er að gerast; Jón Baldvin og síðan hver Samfylkingarsjónhverfingarmaðurinn á fætur öðrum. Þegar þetta fólk samlíkir þessum umdeilda vegaspotta við Kárahnjúkavirkjun verður mér illt. Auðvitað erum við að verða vitni að ljótum pólitískum loddaraskap.
Verst er að fórnarlömbin skuli vera rauverulegt umhyggjufólk fyrir náttúrunni.
Grímur