GAMANSAMUR JÓNAS

Sæll félagi Ögmundur. Ég er með tillögu sem ég vil bera undir þig. Hvernig væri að Ísland fetaði í fótspor stórmenna á borð við mannvininn Hugo Chavez í Venesúela og þjóðnýtti allar matvöruverslanir? Það er hreint ógeðslegt að þurfa að borga auðvaldi landsins blóðpeninga fyrir rándýran mat. Matvöruverslun Ríkisins (MR) lengi lifi! Mit sozialistischem Gruß,
Jónas.

Þú ert gamansamur Jónas. Hins vegar get ég sagt þér í fullri alvöru að ég er hjartanlega sammála Hugo Chavez, að auðlindirnar í Venesuela svo og raforkukerfið og vatnið eiga að vera íá hendi þjóðarinnar þar í landi! Hið sama á við hér varðandi okkar auðlindir, fiskinn í sjónum, raforkuna og vatnið. Við eigum alveg nóg með að halda í þetta þóttt við færum ekki að þjóðnýta verslanir ogf sjoppur landsins enda án efa sagt lesendum síðunnar til gamans. Sú var hins vegar tíðin að fólk tók höndum saman til að koma á fót verslun í landinu. Verslunsarrekstur var að uppstöðu til félagslegur fyrst í stað. Sá tími er liðinn. Annars er fákeppnin á matvörumarkaði hér ekki til að hrópa húrra fyrir.
Kv.
Ögmundur

Fréttabréf