SPURT UM KJÖRIN
Sæll Ögmundur. Þetta er glæsileg síða sem þú heldur hér úti. Ég
er ekki skoðanabróðir þinn í Pólitík, en les þessa síðu reglulega.
Ég var að skoða glæsilega heimasíðu VG, þar kemur fram eftirfarandi
um þig "Hlunnindi Alþingi greiðir fyrir símakostnað og áskrift
dagblaða. Auk þess fæ ég greiddan kostnað, sem tengist þinginu og
nam hann 190 þúsund krónum á sl. ári. Hér vegur þungt kostnaður við
heimasíðu mína en einnig kostnaður vegna skjalaþýðinga". Mín
spurning til þín er eftirfarandi: Borgar Alþingi fyrir þig
heimasíðugerð ? Dagblaða áskrift ? Hvernig skiptist sá
kostnaður...
Hjálmar Helgason