Fara í efni

TEKJUR ER EKKI SAMA OG HAGNAÐUR

Sæll Ögmundur.
Ég fylgdist með samræðum ykkar Landsbankastjórans í Kastljósi í kvöld. Ég tek eftir því að ein helsta málsvörn bankanna í umræðum um okur þeirra á íslenskum almenningi er sú að svo og svo mikill hluti tekna þeirra verði til erlendis í tengslum við útrásina miklu. Þannig gera þeir lítið úr þýðingu Íslands fyrir afkomu bankanna. Þeir nota orðið tekjur alveg konsekvent. Það veldur mér nokkrum vonbrigðum að þú eða einhver annar hafið ekki spurt hve hátt hlutfall hagnaðar bankanna verður til hérlendis og hve mikið erlendis. Í mínum huga er það meginspurningin; hvar eru þeir að hagnast mest? Tekjur skipta ósköp litlu máli í þessu sambandi þegar upp er staðið, á móti þeim getur komið mikill kostnaður svo úr verði lítill hagnaður. Mig fýsir að vita hvar hagnaður þeirra verður til, hér eða þar?
Með bestu kveðju,
Garðar

Sæll Garðar.
Eflaust er þetta rétt ábending hjá þér. Á þó sennilega sérstaklega við þegar að útrásin var að byrja árin 2004 og 2005 því það segir sig sjálft að töluverðan tíma getur tekið að ná hagnaði út úr nýjum einingum. En það er rétt að bankarnir neita að bekenna í umræðunni hve hátt hlutfall hagnaðarins kemur hér innanlands.
Ögmundur