Fara í efni

VALD TIL AÐ SEGJA SANNLEIKANN

Við, friðsamir Íslendingar, getum ekki stöðvað áætlanir Bandaríkjanna um að ráðast á Íran og leggja landið í rúst. Við getum veitt þeim þúsundum sem þar munu deyja og þeim þúsundum sem þar munu missa handlegg, fót eða lífsbjörgina, neina vernd. Því miður. Skrímslið að vestan er einfaldlega of öflugt fyrir smælingja eins og okkur.
En jafnvel smælingjar hafa vald. Valdið til að segja sannleikann. Við getum, bæði sem einstaklingar og sem þjóð bent á að stríð er andstyggilegt, ómannúðlegt og glæpur gegn mönnum og Guði. Við getum sem einstaklingar og sem þjóð bent á, að árásarstríð er ekki aðeins ólögmætt í þjóðarétti, andstætt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóða samningum, heldur einnig saknæmt. Við getum gert bandarískum yfirvöldum fulla grein fyrir því að við lítum á áætlanir sínar sem tilræði við heimsfriðinn og við þjóðarétt og að við munum styðja hvers konar alþjóðlegar réttaraðgerðir gegn þeim mönnum sem undirbúa og heyja slíkt stríð. Við getum vakið máls á ólögmæti þessara stríðsætlana innan alþjóðastofnana, stutt viðleitni alþjóða sakamáladómstólsins til að rétta yfir einstaklingum sem undirbúa árásarstríð og sett refsilög á Alþingi Íslendinga gegn árásarstríði. Allt þetta getum VIÐ gert án vopnavalds. En eru alþingismenn okkar starfi sínu vaxnir? Eru þeir tilbúnir að fylgja samvísku sinni?
Elías Davíðsson

PS: NATO-dindlar á Alþingi munu væntanlega fela sig meðan Bandaríkin undirbúa og heyja stríðið. Þegar búið er að eyðileggja nægilega mikið í Íran, munu þeir hlýða kalli NATO um að aðstoða við "uppbyggingu Írans".