VARAFORMAÐUR SKLIGREINIR BANDAMENN SAMFYLKINGARINNAR!

Ágúst Ólafur Ágústsson fagnar því í á heimasíðu sinni í dag að ágreiningur skuli vera á milli VG og Samfylkingarinnar í skattlagningu á gosi. Hann segir: "Mér finnst það hreint út sagt ágætt að þessi munur sem er á milli Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í matvælamálinu komi fram."

Í annarri grein á heimasíðu sinni segir varaformaður Samfylkingar og er þá að fjalla um lækkun matvælaverðs, þar með talið verðlækkunarkröfu gosdrykkjaframleiðenda, sem Samfylkingin með hann sjálfan í broddi fylkingar studdi: "… Og hér í þessu máli á Samfylkingin bandamenn eins og Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og hagstofustjórann sem gerði matvælaskýrsluna miklu.
Ég er einnig sannfærður að við eigum öfluga bandamenn á meðal kjósenda sem eru komnir með nóg af því að þurfa greiða eitt hæsta matvælaverð í heimi."

Getur þetta verið skýrara? Bandamenn Samfylkingarinnar að mati varaformannsins í verðlagsmálinu eru ofangreind hagsmunasamtök framleiðenda og annarra atvinnurekenda  en síðan eru jú einnig án efa að hans mati að finna bandamenn á meðal kjósenda, það er að segja almennings! Þarf einhver að velkjast lengur í vafa um að fyrst eru það söluhagsmunirnir síðan er það heilsuverndarsjónarmiðin hjá varaformanni Samfylkingarinnar!
Sunna Sara

Fréttabréf