VÍÐA ÞÖRF Á TILTEKT

Kæri Ögmundur...
Góður pistillinn þinn "TILRÆÐI VIÐ TJÁNINGARFRELSIÐ." Málið er að það er ekki aðeins um að ræða að í landinu séu ofbeldismenn sem hóta og misþyrma fólki, og komast upp með það, heldur eru margir þessara ofbeldismanna í beinni þjónustu skipulegrar glæpastarfssemi, ef ekki alþjóðlegrar glæpastarfssemi! 
Þess vegna hef ég bent á að það er bráðnauðsynlegt að það sé upplýst hvaða Íslendingar standa að baki þessum sukkfundum í landinu, ásamt villimannahljómleikum sem plokka og spilla unglingunum með röflmúsík og þvælu og fara síðan úr landi með fúlgu fjár án þess að greiða skatta af henni! Hverjir standa að þessu og hverjir standa að knæpunum og dansandi. berrösuðu kvenfólki sem selur sig, eða það sem verra er: Er þvingað til að selja sig?  Ég hef síður en svo nokkuð á móti berrössuðu fólki en það er þá á forsendum fullorðins fólks sem fer sínu fram í einrúmi og af fúsum og frjálsum vilja en er ekki sett á glámbekk að boði "knæpu- og melludólga" sem fyltja inn fólk, sem væri það skynlausar skepnur, til að græða á.
Það er fyrir löngu kominn tími til að kippa dómsmálunum, lögreglunni og fangelsismálunum í lag, jafnframt að vanda betur hverjum er leyft að koma til landsins!
Ég tel ennfremur að það hafi verið allavega eins mikil alvara í bréfi "Gamansama Jónasar" og það var kímni, jafnvel þó hann sjálfur hafi ekki áttað sig á því. 
Ég er sammála þér viðvíkjandi Hugo Chaves og nauðsyn þess að vernda með þjóðnýtingu nauðsynlegar eignir þjóðarinnar, svosem náttúruauðæfin ÖLL, ásamt stofnunum eins og bankana. Þarmeð innflutningi á ýmsum "nauðsynjavörum," svo sem tóbaki, áfengi og lyfjum, sem eru nú í einokunar krumlum, engu betri en þær voru á tímum Skúla Magnússonar.
Það verður að skiljast að heilbrigð frjáls verslun og frjálst framtak getur ekki átt sér stað ef ekki er um að ræða heilbrigða og sanngjarna samkeppni!  Samkvæmt þessari staðreynd, þá má engin nauðsynjaþjónusta vera rekin sem einokun, án heilbrigðrar samkeppni, í höndum einkaaðila! Þetta verður allt að fylgjast að ef vel á að vera, hvort sem það er mögulegt til frambúðar eða ekki.  Málið er að frjáls samkeppni, leitar alltaf í fákeppni og einokun. Ég trúi að blandað hagkerfi henti Íslendingum best, þar sem frjálst framtak og félagslegur rekstur starfa hlið við hlið, jafnvel í samkeppni hvor með sínu móti, þar sem viðkomandi rekstur þjónar þjóðinni best!
Ég er alls ekki sammála þér að það sé liðin tíð að verslunarrekstur geti verið félagslegur og hagkvæmur eins og hann var í eina tíð.  Munurinn er sá einn að hann yrði nú að starfrækja af betri þekkingu og hæfni en áður var gert. Eins er með bankana og sparisjóðina, þeir geta að miklu eða öllu leyti verið starfræktir á félagslegum grundvelli!  (Og eiga að vera það!)
Allavega er sú einokun með tilheyrandi okri á almenningi sem nú hefur skapast, bæði í bankaviðskiptum og í matvöruverslun, ólíðandi! 
Þetta ætti verkaklýðshreyfingin að rannsaka með hæfu fólki. Ekki af hugsjón, heldur blákaldri fyrirtækjasrekstrarhyggju og með það að markmiði að gefa almenningi kost á bestu kjörum án okurs og gýfurlegum okurgróða einstaklinga sem tróna á toppnum eins og nú er!  Þetta þarf að rannsaka og grípa til aðgerða í framhaldinu!   Það er nokkuð vonlaust að telja vörur í körfu öðru hvoru til að tilkynna lýðnum hver okri mest og minnst á honum, ef ekki fylgir með, hvernig og af hverju menn komast upp með að okra, og þá hvernig hægt væri að komast hjá okrinu!
Annað sem kemur til hugar í þessu sambandi, er að það verður að rannsaka hvort núverandi matvælaverslunarkeðjurnar séu ekki að misþyrma með verslunarofbeldi, matvælaiðnaðinum í landinu, svo sem kjötvöru-, kartöflu- og grænmetisiðnaðinum, fiski og öðru.  Ég hef haft fréttir af þeim bellibrögðum sem beitt er í þessu sambandi! 
Kveðja,
Helgi

Fréttabréf