Fara í efni

VILL AÐ SAMFYLKINGIN SVARI

Það er augljóst að Samfylkingin skipuleggur þessa dagana níðskrif um VG vegna Varmármálsins.Það er satt að segja sumt þannig að það verður ekki beint kallað vináttuvottur. Þess vega vildi ég biðja þig, Ögmundur,  að taka eftirfarandi spurningar frá mér til birtingar og væri gaman ef þeir svöruðu á heimasíðu þinni:

 

1. Samfylkingin hefur alltaf í Mosfellsbæ stutt nefnda vegaframkvæmd. Hefur Samfylkingin á landsvísu aðra skoðun á vegi þessum en Samfylkingin í Mosfellsbæ?

2. Ef Samfylkingin vill ekki að vegurinn verði þar sem hann er ætlaður nú - hvar þá?

3. Er Samfylkingin kannski alfarið á móti því að leið verði opnuð þarna í sveitinni?

 

Ég mun fylgjast grannt með öllum fjölmiðlum og bíð spenntur eftir svarinu. Samfylkingin ætti ekki að verða augnablik að því  - með þrjá menn í fullu starfi við að framleiða greinar  - að svara þessum þremur spurningum.

 

Það er reyndar fróðlegt að fjölmiðlar hafa ALDREI spurt hina miklu umhverfisleiðtoga þessarar spurningar. Kannski er Samfylkingin á  sauðskinnsskóm eins og JBH sagði alltaf um umhverfissinna meðan hann var formaður Alþýðuflokksins.

 

Gummi í Mosó