AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2007

VILL AÐ SAMFYLKINGIN SVARI

Það er augljóst að Samfylkingin skipuleggur þessa dagana níðskrif um VG vegna Varmármálsins.Það er satt að segja sumt þannig að það verður ekki beint kallað vináttuvottur. Þess vega vildi ég biðja þig, Ögmundur,  að taka eftirfarandi spurningar frá mér til birtingar og væri gaman ef þeir svöruðu á heimasíðu þinni:

1. Samfylkingin hefur alltaf í Mosfellsbæ stutt nefnda vegaframkvæmd. Hefur Samfylkingin á landsvísu aðra skoðun á vegi þessum en Samfylkingin í Mosfellsbæ?

2. Ef Samfylkingin vill ekki að vegurinn verði þar sem hann er ætlaður nú - hvar þá?

3. Er Samfylkingin kannski alfarið á móti því að leið verði opnuð þarna í sveitinni?

Ég mun fylgjast grannt með...

Gummi í Mosó
Lesa meira

INGIBJÖRG ER EKKI ALEIN Í HEIMINUM

Það er óhjákvæmilegt að segja það eins og það er: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ekki ein í borgarstjórn á vegum R-listans eins og ætla má af örvæntingarskrifum Samfylkingarmanna þessa dagana. ISG var kosin í borgarstjórn með stuðningi Alþýðubandalags og Framsóknarflokks auk Kvennalista og Alþýðuflokks.  Í fyrirsvari fyrir Alþýðubandalagið var Guðrún Ágústsdóttir sem var forseti borgarstjórnar, en fyrir Framsóknarflokki fór Sigrún Magnúsdóttir. Þessar tvær konur leiddu ásamt ISG sigurför R-listans með öflugum stuðningi ...
Sigríður Þórarinsdóttir

Lesa meira

KROSSAPRÓF

Hvaða flokkur var frá upphafi heill á móti Kárahnjúkavirkjun?

-  er það Framsóknarflokkurinn?

- er það Vinstri hreyfingin grænt framboð?

- er það Samfylkiningin?

...Þeir sem  verða með rétt svör við öllum fimm spurningunum fá sæmdarheitið stjórnmálafræðingar aldarinnar.
Hafliði H.

Lesa meira

VALD TIL AÐ SEGJA SANNLEIKANN

Við, friðsamir Íslendingar, getum ekki stöðvað áætlanir Bandaríkjanna um að ráðast á Íran og leggja landið í rúst. Við getum veitt þeim þúsundum sem þar munu deyja og þeim þúsundum sem þar munu missa handlegg, fót eða lífsbjörgina, neina vernd. Því miður. Skrímslið að vestan er einfaldlega of öflugt fyrir smælingja eins og okkur.
En jafnvel smælingjar hafa vald. Valdið til að segja sannleikann. Við getum, bæði sem einstaklingar og sem þjóð bent á að...
Elías Davíðson

Lesa meira

HAGSMUNIR HEILDARINNAR OFAR ÖLLU ÖÐRU – BURT MEÐ KLÁMIÐ !

...Að sjálfsögðu á að vísa rumpulýð úr landi umsvifalaust og án undanbragða, ég tala nú ekki um þá sem koma til landsins í þeim yfirlýsta tilgangi að efna til ráðstefnu um glæpastarfsemi sína! Á að taka slíkum mönnum sem hverjum öðrum túristum?
Að sjálfsögðu var það fullkomlega eðlilegt að banna komu Vítisenglanna til landsins á sínum tíma. Vafi leikur hins vegar á þinni afstöðu Ögmundur í þessu máli ; manns sem ég tel góðan, sómakæran, greindan og heiðarlegan Íslending. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að þú hafir tekið upp hanskann fyrir glæpamennina...
Helgi Geirsson

Lesa meira

ER FLOKKSPÓLITÍK HLAUPIN Í VARMÁRDEILUNA?

Ég hef aldrei efast um hug þess fólks sem vill passa upp á Varmána í Mosfellsbæ. En eru ekki fleiri aðilar komnir að þessu máli en umhverfissinnar?  Ég tek eftir því hve Samfylkingin er áköf að reyna að nota þetta mál gegn VG - grein á grein ofan, jafnvel Össur Samfylkingarvesír, sem ég hélt að væri samherji þinn í samfylkingaráformum vinstri manna, heggur í þennan knérunn. Eftir því sem ég kemst næst hefur Samfylkingin samþykkt allar þessar tillögur og áform sem nú eru gagnrýnd. Hvílík ólukkans tvöfeldni! Þess vegna spyr ég þig Ögmundur, hvort þú...
Grímur

Lesa meira

TEKJUR ER EKKI SAMA OG HAGNAÐUR

Ég fylgdist með samræðum ykkar Landsbankastjórans í Kastljósi í kvöld. Ég tek eftir því að ein helsta málsvörn bankanna í umræðum um okur þeirra á íslenskum almenningi er sú að svo og svo mikill hluti tekna þeirra verði til erlendis í tengslum við útrásina miklu. Þannig gera þeir lítið úr þýðingu Íslands fyrir afkomu bankanna. Þeir nota orðið tekjur alveg konsekvent. Það veldur mér nokkrum vonbrigðum að þú eða einhver annar hafið ekki spurt hve hátt hlutfall hagnaðar bankanna verður...
Garðar

Lesa meira

ÞINGMAÐURINN Á BAUNINNI

...Þess vegna er þetta rifjað upp hér að  varaþingmaður Framsóknarflokksins Guðjón Ólafur Jónsson er svo viðkæmur að hann kvartar við forseta alþingis ef hann heyrir blótsyrði í þingsal, ekki í ræðustól, heldur í þingsal. Þá fer að verða vandlifað fyrir þingmenn ef þeir mega ekki nota þau orð sem þeim sýnist utan ræðustóls. Og þó sérstakleg vandlifað fyrir forseta; á forseti að setja blótmæli á menn? Eða kannski annan hér ónefndan mæli, en heyrst hefur að þingmenn hafi stundum, jafnvel þingkonur, farið með blautlegar vísur í hálfum hljóðum í þingsalnum. Nú veit Guðjón Ólafur Jónsson sem er að...

Sigurður Bjarnason 

Lesa meira

VÉLSKÓFLAN OG TÁRIN

Mikil undur eru að gerast í þeirri sveit Mosfellssveit sem Halldór Laxness kom inn á landakort heimsbókmenntanna. Að þessu sinni  er  ekki verið að dýpka, skýra né glöggva bókmenntaarfinn.  Að þessu sinni er okkur  í dag nýr frelsari fæddur í umhverfismálum sem hlekkjar sig grátandi við vélskóflur. Kemur flestum ánægjulega á óvart tilfinningaþunginn sem er á bak við málflutninginn  ekki síst þegar þess er gætt að hann kemur frá þeim mönnum sem forðum knúðu á um stærstu stóriðjuframkvæmdir Íslandssögunnar, reyndu til dæmis að knýja fram álver á...
Guðmundur í Mosó

Lesa meira


Frá lesendum

SÝNDARMÓTMÆLI AFÞÖKKUÐ

Sammála þér um heimsókn Pence. Hann er kominn til að þakka fylgispektina. Hún hefur verið raunveruleg ... Að halda að klæðaburður – hvítklædd forsetafrú í samræmi við einhver mótmæli yfirstéttarkvenna í Bandaríkjunum og armæðusvipur foresætisráðherra breiði yfir þetta er nánast hlægilegt. Hvernig væri að þora að mótmæla gesti okkar augliti til auglitis, sýna honum kurteisi sem fulltrúa þjóðar sinnar, en síðan standa stíf á okkar gangvart hervæðingu og yfirgangi hans heimalands í beinskeittum orðum og siðan athöfnum? Hvaða athöfnum? Þeim sem hér eru áðurnefndar ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: BANDARÍKIN FÆRA HEIMINN NÆR KJARNORKUVETRI, OG ÍSLAND HJÁLPAR TIL?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni við skamm- og meðaldrægum kjarnorkuvopnum, eða INF samningnum svokallaða, sem Bandaríkin og Sovétríkin höfðu skrifað undir árið 1987. Bandaríkin riftu samningnum þann 1. febrúar s.l. og strax daginn eftir fylgdi Rússland á eftir. Bandaríkin véku formlega frá samningnum 2. ágúst s.l. Vopnauppbyggingin er þegar hafin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÓSJÁLFSTÆÐIR ALÞINGISMENN

... Það er ætíð fyrirhafnarmeira að setja sig inn í mál, og beita eigin dómgreind, en að falla í gryfju meðvirkninnar með valdinu og hjarðmennskunni. Tvíhyggja er hugtak sem fyrst kemur í hugann þegar rýnt er í „rök“ stuðningsmanna orkupakkans. Sama fólk telur að það sé hægt að innleiða reglugerðir og tilskipanir evrópsks réttar, sem hafa fullt lagagildi á Íslandi, en jafnframt hafa áfram fullt vald á sama sviði samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er óleysanleg mótsögn ... 

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ATRIÐI SEM ÞINGMENN ÆTTU AÐ VELTA ALVARLEGA FYRIR SÉR - ORKUPAKKI 3

Eins og mörgum er kunnugt er fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann næstkomandi mánudag. Eftir að hafa horft á umræður frá Alþingi, nú í kvöld, er ljóst að of margir þingmenn eru alveg úti að aka í umræðunni og virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir því hvað þar er um að ræða. Talsmenn Pírata eru t.a.m. í „stjarnfræðilegri“ fjarlægð frá inntaki málsins [fastir í sínu fari]. Sama á við um talsmenn VG sem greinilega eru í afneitun og hvorki geta né vilja skilja heildarsamhengi hlutanna. Það á einnig við um flesta talsmenn Sjálfstæðisflokksins og framsóknar. Þar er gjarnan vísað í ...

Lesa meira

Kári skrifar: FRJÁLST FLÆÐI Á "VÖRUM", SÝNDARSANNLEIKUR OG FJÁRGLÆFRAMENNSKA - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

Í umræðunni um þriðja orkupakkann, undanfarna mánuði, hafa helstu talsmenn ríkisstjórnarinnar talsvert hamrað á því að rafmagn sé „vara“. Þar er stuðst við skilgreiningu ESB. Samkvæmt því fellur rafmagn undir reglur Evrópuréttarins um frjálst flæði. Um innri markað ESB er fjallað í greinum 26-27 í Lissabon-sáttmálanum. Um frjálst flæði gilda reglur innri markaðarins og koma fram í sama sáttmála [TFEU] greinum 28-37. En af lykilreglum innri markaðar Evrópu er reglan um gagnkvæma viðurkenningu ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: VÍGVÆÐING NORÐURSKLÓÐA

Ný hervæðing á Keflavíkurflugvelli er liður í vígvæðingu norðurslóða, Norður-Atlantshafsins og Norður-Íshafsins. Hver vígvæðingarfréttin rekur aðra. A  Á undanförnum mánuðum hefur útvarpið sagt nokkrar fréttir af viðamiklum framkvæmdum á Keflavíkurvelli á vegum (aðallega) Bandaríkjahers, aðstöðu fyrir fleiri kafbátaleitarvélar, íbúðir fyrir meira en þúsund hermenn og uppfærsla ratsjárkerfa í fjórum landshornum. Hægt verður að taka við allt að tveimur orrustuflugsveitum hvenær sólarhringsins sem er, í hverri flugsveit jafnan 18 til 24 orrustuflugvélar o.s.frv. ...

Lesa meira

Kári skrifar: LANGSÓTTAR OG FJARSTÆÐUKENNDAR LÖGSKÝRINGAR "STEYPUPRÓFESSORS OG LAGADEILDARDÓSENTS - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

... Í grein í Fréttablaðinu í dag, 16. ágúst, er grein eftir „steypuprófessorinn“ og lagadeildardósent við Háskólann í Reykjavík. Greinin er að mestu endurtekning á fyrri rangfærslum. Þó er rétt að fara nokkrum orðum um það sem þar er haldið fram. Í greininni endurspeglast mjög sérkennileg „lagahyggja“ en hún birtist þannig að það eina sem talið er skipta máli sé lagatextinn sjálfur og ef ekkert stendur í lagatextanum (sem er raunar rangt) þá sé engin hætta á ferðum. Þetta má kalla „lögfræði án jarðsambands“...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar