AÐ HRUNI KOMINN Febrúar 2007

VILL AÐ SAMFYLKINGIN SVARI

Það er augljóst að Samfylkingin skipuleggur þessa dagana níðskrif um VG vegna Varmármálsins.Það er satt að segja sumt þannig að það verður ekki beint kallað vináttuvottur. Þess vega vildi ég biðja þig, Ögmundur,  að taka eftirfarandi spurningar frá mér til birtingar og væri gaman ef þeir svöruðu á heimasíðu þinni:

1. Samfylkingin hefur alltaf í Mosfellsbæ stutt nefnda vegaframkvæmd. Hefur Samfylkingin á landsvísu aðra skoðun á vegi þessum en Samfylkingin í Mosfellsbæ?

2. Ef Samfylkingin vill ekki að vegurinn verði þar sem hann er ætlaður nú - hvar þá?

3. Er Samfylkingin kannski alfarið á móti því að leið verði opnuð þarna í sveitinni?

Ég mun fylgjast grannt með...

Gummi í Mosó
Lesa meira

INGIBJÖRG ER EKKI ALEIN Í HEIMINUM

Það er óhjákvæmilegt að segja það eins og það er: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ekki ein í borgarstjórn á vegum R-listans eins og ætla má af örvæntingarskrifum Samfylkingarmanna þessa dagana. ISG var kosin í borgarstjórn með stuðningi Alþýðubandalags og Framsóknarflokks auk Kvennalista og Alþýðuflokks.  Í fyrirsvari fyrir Alþýðubandalagið var Guðrún Ágústsdóttir sem var forseti borgarstjórnar, en fyrir Framsóknarflokki fór Sigrún Magnúsdóttir. Þessar tvær konur leiddu ásamt ISG sigurför R-listans með öflugum stuðningi ...
Sigríður Þórarinsdóttir

Lesa meira

KROSSAPRÓF

Hvaða flokkur var frá upphafi heill á móti Kárahnjúkavirkjun?

-  er það Framsóknarflokkurinn?

- er það Vinstri hreyfingin grænt framboð?

- er það Samfylkiningin?

...Þeir sem  verða með rétt svör við öllum fimm spurningunum fá sæmdarheitið stjórnmálafræðingar aldarinnar.
Hafliði H.

Lesa meira

VALD TIL AÐ SEGJA SANNLEIKANN

Við, friðsamir Íslendingar, getum ekki stöðvað áætlanir Bandaríkjanna um að ráðast á Íran og leggja landið í rúst. Við getum veitt þeim þúsundum sem þar munu deyja og þeim þúsundum sem þar munu missa handlegg, fót eða lífsbjörgina, neina vernd. Því miður. Skrímslið að vestan er einfaldlega of öflugt fyrir smælingja eins og okkur.
En jafnvel smælingjar hafa vald. Valdið til að segja sannleikann. Við getum, bæði sem einstaklingar og sem þjóð bent á að...
Elías Davíðson

Lesa meira

HAGSMUNIR HEILDARINNAR OFAR ÖLLU ÖÐRU – BURT MEÐ KLÁMIÐ !

...Að sjálfsögðu á að vísa rumpulýð úr landi umsvifalaust og án undanbragða, ég tala nú ekki um þá sem koma til landsins í þeim yfirlýsta tilgangi að efna til ráðstefnu um glæpastarfsemi sína! Á að taka slíkum mönnum sem hverjum öðrum túristum?
Að sjálfsögðu var það fullkomlega eðlilegt að banna komu Vítisenglanna til landsins á sínum tíma. Vafi leikur hins vegar á þinni afstöðu Ögmundur í þessu máli ; manns sem ég tel góðan, sómakæran, greindan og heiðarlegan Íslending. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að þú hafir tekið upp hanskann fyrir glæpamennina...
Helgi Geirsson

Lesa meira

ER FLOKKSPÓLITÍK HLAUPIN Í VARMÁRDEILUNA?

Ég hef aldrei efast um hug þess fólks sem vill passa upp á Varmána í Mosfellsbæ. En eru ekki fleiri aðilar komnir að þessu máli en umhverfissinnar?  Ég tek eftir því hve Samfylkingin er áköf að reyna að nota þetta mál gegn VG - grein á grein ofan, jafnvel Össur Samfylkingarvesír, sem ég hélt að væri samherji þinn í samfylkingaráformum vinstri manna, heggur í þennan knérunn. Eftir því sem ég kemst næst hefur Samfylkingin samþykkt allar þessar tillögur og áform sem nú eru gagnrýnd. Hvílík ólukkans tvöfeldni! Þess vegna spyr ég þig Ögmundur, hvort þú...
Grímur

Lesa meira

TEKJUR ER EKKI SAMA OG HAGNAÐUR

Ég fylgdist með samræðum ykkar Landsbankastjórans í Kastljósi í kvöld. Ég tek eftir því að ein helsta málsvörn bankanna í umræðum um okur þeirra á íslenskum almenningi er sú að svo og svo mikill hluti tekna þeirra verði til erlendis í tengslum við útrásina miklu. Þannig gera þeir lítið úr þýðingu Íslands fyrir afkomu bankanna. Þeir nota orðið tekjur alveg konsekvent. Það veldur mér nokkrum vonbrigðum að þú eða einhver annar hafið ekki spurt hve hátt hlutfall hagnaðar bankanna verður...
Garðar

Lesa meira

ÞINGMAÐURINN Á BAUNINNI

...Þess vegna er þetta rifjað upp hér að  varaþingmaður Framsóknarflokksins Guðjón Ólafur Jónsson er svo viðkæmur að hann kvartar við forseta alþingis ef hann heyrir blótsyrði í þingsal, ekki í ræðustól, heldur í þingsal. Þá fer að verða vandlifað fyrir þingmenn ef þeir mega ekki nota þau orð sem þeim sýnist utan ræðustóls. Og þó sérstakleg vandlifað fyrir forseta; á forseti að setja blótmæli á menn? Eða kannski annan hér ónefndan mæli, en heyrst hefur að þingmenn hafi stundum, jafnvel þingkonur, farið með blautlegar vísur í hálfum hljóðum í þingsalnum. Nú veit Guðjón Ólafur Jónsson sem er að...

Sigurður Bjarnason 

Lesa meira

VÉLSKÓFLAN OG TÁRIN

Mikil undur eru að gerast í þeirri sveit Mosfellssveit sem Halldór Laxness kom inn á landakort heimsbókmenntanna. Að þessu sinni  er  ekki verið að dýpka, skýra né glöggva bókmenntaarfinn.  Að þessu sinni er okkur  í dag nýr frelsari fæddur í umhverfismálum sem hlekkjar sig grátandi við vélskóflur. Kemur flestum ánægjulega á óvart tilfinningaþunginn sem er á bak við málflutninginn  ekki síst þegar þess er gætt að hann kemur frá þeim mönnum sem forðum knúðu á um stærstu stóriðjuframkvæmdir Íslandssögunnar, reyndu til dæmis að knýja fram álver á...
Guðmundur í Mosó

Lesa meira


Frá lesendum

LÖG TIL VERNDAR UPPLJÓSTRURUM? - EKKI Í SEÐLABANKA!

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vera að setja lög til verndar uppljóstrurum. En var ekki verið að vísa til lögreglu samskiptum starfsmanns Seðlabanka við Sjónvarpið út af Samherja sem farið hefur mikinn til að kúga Seðlabankann til hlýðni? Nú skilur maður hvers vegna. En enginn fjölmiðill spyr af þessu tilefni. Fyrst er kært - svo sett lög ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

SAMHENGI HLUTANNA OG LJÓSIÐ SEM ÞARF AÐ KVEIKJA

Nú er ljóst, því miður, að í Namibíu komu auðmenn og soguðu til sín auðlindir fólksins - frá fátækri þjóð. Þar í landi eru varnir veikar. Til þess að þetta væri gerlegt þurfti til nokkra spillta stjórnmálamenn og peninga. Ljósið var óvænt kveikt og stóðu menn allt í einu baðaðir í kastljósinu á miðju búðargólfinu með fenginn í höndunum.
Á sama tíma á Íslandi ...
R.R.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: VALDARÁNIÐ Í BÓLIVÍU: OAS – EKKI GÓÐ HEIMILD

Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: AUÐMANNAVÆÐING OG ALÞJÓÐAVÆÐING LANDEIGNA

Uppkaup erlendra stóreignamanna á íslensku landi vekur kurr í samfélaginu. Sigurður Ingi Jóhannson segir að endurskoða þurfi lög um jarðeignir útlendinga og setja „stífa umgjörð um jarðamál“. Slík orð hafa svo sem heyrst áður, en fátt gerist – og á meðan er landið áfram selt í bútum. Í sveitinni minni fyrir norðan var innsti bærinn nýlega seldur Ameríkönum (Eleven Experience) sem þegar eiga margar jarðir í Fljótum og Tröllaskaga og stunda þar ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SÝRLANDSSTRÍÐIÐ - INNRÁS SEM TAPAÐIST

... Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar