AÐ HRUNI KOMINN Mars 2007
...Sem sagt nettóhagnaður fyrirtækisins verður um 430 milljóna
króna lægri skattgreislur! Margur myndi hoppa hæð sína fyrir minni
ávinning!! Nú er spurning hvort ekki sé sérstakt lag af þessum
ástæðum að leggja fram frumvarp um umhverfisskatt á mengandi
starfsemi t.d. álver? Við þurfum t.d. að leggja mjög mikla fjármuni
til að binda koltvísýring með skógrækt. Kostnaður getur farið í
milljón krónur vegna hvers hektara lands og því mikils um vert að
leggja skatt á álfyrirtæki og aðra stóra aðila í mengun. Ég hefi í
hyggju að skrifa meira um þetta mál en sennilega verður ekki af
birtingu á því fyrr en eftir kosningar. Legg eindregið til að opna
umræðu sem allra fyrst um þetta mikilsverða efni. Með því leggjum
við auk þess mikilsverðan stuðning við ...
Guðjón Jensson
Lesa meira
...Á að fá atkvæði núna: Húsavík fegursti staður á
jarðríki!!!!Mér finnst Mývatnssveitin falleg en ég er nú kannsi
ekki hlutlaus þar. Ég bý ekki á Húsavík og það þarf að skapa störf
fyrir fólkið sem er hér. Þau störf sem þú ert að óska / vona að
verði til með stafstöðvum alþjóðlegra tölvufyrirtækja til dæmis eru
ekki fyrir alla sem búa hér núna. Hvað með það fólk? Stór hluti
þeirra sem vann í "Kísel" var og er ...
Unnur
Lesa meira
...Hvernig stendur á því að ríkisstjórn Íslands stígur ekki fram
og stoppar þennan yfirgang auðhringsins til dæmis með einu símtali?
Í staðinn fer ríkisstjórnin í veislu austur á Reyðarfirði ekki af
neinu öðru tilefni en því að með þvi móti telja ráðherrarnir sig
vera að hjálpa systurhringnum í Hafnarfirði. Þar, á Reyðafirði,
verður haldin veisla í kvöld segir Morgunblaðið. Ísland á þá, vona
ráðherrarnir að verða vafið álljóma frá ystu víkum um allt land
hringinn til Hafnarfjarðar. Er þetta smekklegt, má ég spyrja?
Þau verða þarna fyrir austan Valgerður Sverrisdóttir, Geir H.
Haarde og svo blesssaður kallinn hann Jón Sigurðsson; mig tekur
sárt að sjá hann í álfjötrunum. Sjálfsagt er honum...
Runólfur
Lesa meira
... Ég er komin á lífeyri frá LSR og til að ná endum saman erum
við hjónin búsett á Spáni megnið af árinu. Spurningin er; Þar sem
við hjónin erum stuðningsmenn VG og verðum ekki á Ísl. þegar kosið
verður til Alþingis. ...
G.J.
Lesa meira
Mig langaði til að spyrja þig hvort þér finnist ekki Alcan gera
í raun lítið úr núvernadi starfsfólki sínu þegar gefið er í skyn að
það verði að loka því álveri sem nú er í Straumsvík ef ekki fæst
heimild til stækkunar, af því það verði svo fljótt úrelt. Hvað með
allan mannauðinn, tækni- og verkþekkingu og öflugt starfslið? Er
allt jákvætt tal um slíkt bara ...
Friðrik Dagur Arnarsson
Lesa meira
Ef Vinstri græn, Samfylking, Frjálslynd, Íslandshreyfingin og
Framboð aldraðra og öryrkja myndu öll bjóða fram undir merki
kaffibandalagsins yrði það ekki nóg til að koma í veg fyrir að
...
Jón Þórarinsson
Lesa meira
Ég er sammála því sem fram kemur á blogsíðu Hafnfirðingsins Árna
Guðmundssonar að vafasamt í meira lagi er hvernig Fjarðarpósturinn
hanterar grein þína Ögmundur í síðasta tölublaðinu fyrir hinar
örlagaríku kosningar um stækkun álversins í Straumvík. Þú ert
andvígur stækkun. Hins vegar kemur það ekki fram í fyrirsögn
greinar þinnar. Inn í hana er hins vegar sett auglýsing
...
Haffi
Lesa meira
...Það vekur alltaf jafn mikla furðu hjá mér að málefni
námsmanna skuli gleymast og hverfa fyrir hverjar einustu
kosningar. Stundum hef ég það á tilfinningunni að við séum
þjóðfélagshópur sem að skiptir engu máli hjá
stjórnmálamönnum á Íslandi í dag. Það væri gaman að heyra frá
þér hvort að þinn stjórnmálaflokkur ætli að beita sér í
málefnum námsmanna. Það fer allavega lítið fyrir þeirri
baráttu miðað við umræðuna eins og hún er í dag. Það er eins
og að það gleymist hversu stórt hlutfall kjósenda við erum í raun
og veru...
Jón Hnefill Jakobsson
Lesa meira
...Listaháskóli Íslands kynnir stórviðburð fyrir áhugafólk um
listir, stjórnmál og hugvísindi: Slóvenski heimspekingurinn Slavoj
Žižek er væntanlegur til landsins og heldur fyrirlestur,
föstudaginn 30. mars. Can Art still be Subversive? er yfirskrift
fyrirlestrarins, sem verður fluttur í sal 132 í Öskju, kl. 16:30.
Þá heldur Žižek fyrirlestur kl. 11 að morgni sama dags, við
Háskólann á Bifröst: Tolerance as Ideology. Žižek er prófessor við
Háskólann í Ljubljana, en hefur einkum...
Haukur Már Helgason
Lesa meira
Ég var nú búin að ákveða að hætta að fylgjast með fréttum í
byrjun mars þar sem einhæf framboðsumræða er ekki spennandi. En ég
get ekki annað en fylgst með, það sem þú skrifar um fundinn á
Húsavík 26. mars er alveg.... Hvað ANNAÐ á að gera í atvinnumálum
Norðlendinga?? Við í Mývatnssveit erum búin að bíða þess að þetta
"eithvað annað" komist á legg síðan Kiseliðjunni var lokað en það
gerist ekkert. Ég veit ekki til þess að ...
Unnur Sig.
Lesa meira
Hvað varð um fjórða valdið? Megin hugsanastraumur fólks í heiminum óskar friðar og vonar að með því að ljúka hörmungunum í Mið-Austurlöndum takist undir forystu BRICS hópsins að binda enda á stríð „Fyrsta heims“ gegn „Öðrum og Þriðja heiminum“ og um að leið ljúki 500 hundruð ára sögu nýlendustefnu og hins fáránlega kapitalisma. Amen. Fullyrðinguna er hægt að sannreyna með því að prófa að nota netið og finna frjálsa fjölmiðla í stað CNN, BBC eða ...
Sigurþór S.
Lesa meira
Ég vil þakka fyrir góða ráðstefnu um málefni Kúrda þar sem gafst mjög fágætt tækifæri að heyra frá fólki þessa fjarlæga heimshluta. Snemma las eg greinar Erlends Haraldssonar á sínum tíma og Kúrdar hafa verið mér oft í huga sérstaklega hversu þeir hafa mátt mæta skilningsleysi og allt að því fyrirlitnngu hjá allt of mörgum. En menning þeirra er mjög gömul og ábyggilega mjög áhugaverð. Það er mikilvægt í nútímasamfélagi að hafa það uppi sem sannast reynist. Í örsamtali okkar minntist eg á grein sem birtist í Kjarnanum núna snemma á nýja árinu. Þar er n.k. uppljóstrun á hvernig stjórnmálamaður á ekki að koma fram gagnvart þjóðinni ...
Guðjón Jensson Mosfellsbæ
Lesa meira
Klaustursrónar krappann sjá
komið er að hefndum
Því Bergþóri verður bolað frá
og gera sátt í nefndum.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Dýr voru þessi dönsku strá
nú dauðans alvöru sjáum
Því Dagur verður að fara frá
ef pálmatrén fáum.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Þakka þér fyrir skrifin um Venesúela og að syprja um afstöðu Íslands, hvort ekki standi til að fordæma afskipti Trumps og félaga. Ég er sammála þér að það verði Ísland að gera! Umhugsunarvert er að enginn á Alþingi skuli taka málið upp. VG er greinilega of upptekið við að þjóna Sjálfstæðisflokknum til að vilja vita af nokkru sem gæti ruggað bátnum. Hitt liðið er allt ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Í fátækt minni til fjölda ára
fræddist ég um lífsins nauð
oft vinnulaus með vitund sára
og vonleysi sem daglegt brauð.
Þó árin svo liði hér eitt og eitt
er augljóst að lítið gengur
því fátækir fá hér aldrei neitt
og geta ekki unað því lengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Valgerður nú frelsið fær,
fagnar því með tári.
Hún er okkur öllum kær
og sjötug á þessu ári.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Samningsdrög við sjáum brátt
ei saman glösum klingjum
Þó Halldór Benjamín bjóði sátt
ef afslættinum kyngjum.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Líst vel á fundinn með Kúrdum næstkomandi laugardag. Við eigum að standa með þeim gegn mannréttindabrjótunum í Ankara. Ég starfaði með Kúrda þegar ég bjó í New York fyrir nokkru síðan og kynntist þá mörgum félaga hans svo og fjölskyldu. Það sem stendur upp úr í minningunni er hve líkir þeir eru okkur að ...
Jóel A.
Lesa meira
Árinu fagnar alþýða landsins
allt verður betra okkur hjá.
Efnahag riðlum, Elítu valdsins
og breytta tíma munum sjá.
...
Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum