Fara í efni

ALLIR Í KAFFIBANDALAGIÐ?

Kæri Ögmundur.
Ef Vinstri græn, Samfylking, Frjálslynd, Íslandshreyfingin og Framboð aldraðra og öryrkja myndu öll bjóða fram undir merki kaffibandalagsins yrði það ekki nóg til að koma í veg fyrir að Framsókn og Íhaldið myndi næstu ríkisstjórn?
Bestu kveðjur,
Jón Þórarinsson

Það færi eftir því hvernig atkvæði dreifðust. Nú vitum við ekki hvert hugur allra þeirra framboða sem þú nefnir stefnir en varla mega flokkarnir vera fleiri en þetta til að mynda ríkisstjórn! Ef þeir sækja atkvæði sín til stjórnarflokkanna mun það að sjálfsögðu veikja þá og auka möguleika á félagshyggjustjórn. Við vitum náttúrlega ekki hvort Íslandshreyfinigin væri áhugasöm um slíka stjórn enda hefur hún skilgreint sig sem hægri flokk. Ef hins vegar þessir flokkar sækja stuðning til kjósenda VG og Samfylkingar þá mun framboð þeirra verða til að styrkja ríkisstjórnina í sessi. Þannig að mörgum spurningum er hér ósvarað.
Kv.
Ögmundur