Fara í efni

VEGAMÁL Í ÍSLANDI Í DAG

Blessaður og sæll Ögmundur.
Ég spurðist fyrir um það í bréfi til þín 21.3, þar sem ég vakti athygli á þögn spunadrengja Framsóknarflokksins Péturs Gunnarssonar, Björns Inga Hrafnssonar og þriðja bloggarans um stóra auðlindamálið, hvort við gætum vænst þess að sjá málið tekið upp í Íslandi í dag á Stöð 2. Spurt var þar sem fréttastofa Stöðvar 2 hafði staðið sig frábærlega í umfjöllun um auðlindamálið. Rétt fyrir helgina sátu tveir bloggaranna saman í þeim ágæta þætti og ræddu vegmál á vegum hafnasamlags. Auðlindaákvæðið var fallið í gleymskunnar dá og ekki rætt. Það er sagt að tímasetningar séu heppilegar í pólitíkinni. Sumt af því sem maður er farinn að sjá í ljósvakanum er eins og raunveruleikasjónvarp. Þarna ræddu til dæmis tveir fyrrverandi starfsmenn Halldórs Ásgrímssonar um stjórnmál og fóru létt með að ræða um það eitt sem kom formanni borgarráðs vel. Eins og bein sending frá morgunverðarfundi í kosningastjórn á Hverfisgötunni. Blekkibragð (manipulation) á hæsta stigi, sorgleg þróun í þessum þætti hjá Stöð 2. Af hverju ræða fjölmiðlamenn þetta ekki á vefsíðum sínum? Skil það ekki,
kveðja,
Sigurjón