AÐ HRUNI KOMINN Mars 2007

HVER BORGAR BLOGGIÐ?

Það er ekki bara að framsóknarbloggarar ljúgi upp á Steingrím J. og Geir Haarde. Nú er vörn Péturs Gunnarssonar að verja sig með því að kenna um heimildarmanni sínum sem var fullur á bar í Reykjavík og hafði þar eftir öðrum fyllri söguna um fund Steingríms J. og Geirs Haarde. Var hann ekki blaðamaður útfarinn í vönduðum vinnubrögðum Moggans þessi drengur eins og forseti borgarstjórnar? Fennir fljótt í þau spor. Bloggarinn ungi kann greinilega ekki að ...
Þór

Lesa meira

VIRÐUM STARFSHEIÐURINN

Gott þið viljið virkja! Ég hef þá misskilið ykkur fram til þessa dags en ef VG vill virkja er allt í fína lagi! Varðandi áhættumat þá vil ég segja þetta. Ég er sjálfur verkfræðingur og þekki talsvert til við hönnunarferli. Það er einhver mikill misskilningur á ferðinni eða eitthvað annað. Áhættumat heitir á ensku Risk Assessment og er notað til að meta áhættu af notkun þeirrar vöru sem hönnuð er t.d. vélum af ýmsum gerðum, rafföngum og einnig mannvirkjum á borð við stíflur. Það er oft hluti af hönnunarvinnu að gera áhættumat og þá ber hönnuðinum sjálfum að meta áhættuna, gera matið. Það er óþarfi af stjórnmálamönnum að láta svo líta út sem eitthvað gruggugt sé við það...
Sveinn V. Ólafsson

Lesa meira


VEGAMÁL Í ÍSLANDI Í DAG

...Það er sagt að tímasetningar séu heppilegar í pólitíkinni. Sumt af því sem maður er farinn að sjá í ljósvakanum er eins og raunveruleikasjónvarp. Þarna ræddu til dæmis tveir fyrrverandi starfsmenn Halldórs Ásgrímssonar um stjórnmál og fóru létt með að ræða um það eitt sem kom formanni borgarráðs vel. Eins og bein sending frá morgunverðarfundi í kosningastjórn á Hverfisgötunni. Blekkibragð (manipulation) á hæsta stigi, sorgleg þróun í þessum þætti hjá Stöð 2. Af hverju ræða fjölmiðlamenn þetta ekki á vefsíðum sínum? ...
Sigurjón

Lesa meira

MÉR VERÐUR ÓGLATT!

Sunnudags-Mogginn flytur forsíðuákall þeirra Páls Magnússonar, útvarpsstjóra og Óðins Jónssonar, fréttastjóra um sátt um Ríkisútvarpið. Upplýst hefur verið að þeir eru búnir að hækka launin við sig sjálfa - alla vega Páll, hinn bíður sennilega  knékrjúpandi  en vongóður. Búnir eru þeir að reka gamla og gegnumheila samstarfsmenn og nú biðja þeir um sátt um sjálfa sig! Ekki meiri óvissu um RÚV segja þeir! Ég er búinn að vera...
Starfsmaður RÚV - bráðlega ohf.

Lesa meira


LÝÐRÆÐIÐ FÓTUM TROÐIÐ...FRAMHALD

Ég greindi félaga mínum frá því í trúnaði, að það væri ég, sem hefði skrifað um aðkomu Samorku að stækkun álversins í Straumsvík. Hann gerði strax athugasemd við að ég skrifaði ekki undir nafni. Það virkaði ekki sterkt að fara í felur með skoðanir sínar. Ég tek undir þetta, en þau mál og málavextir geta komið upp að þegnarnir verða að geta tjáð sig undir dulnefni. Þegar svo er tel ég engin betur til þess fallinn en þingmaður minn og formaður BSRB, að birta á síðu sinni ...
Fyrrum starfsmaður Landsvirkjunar

Lesa meira

FRAMSÓKN AFSKRIFUÐ Í REYKJAVÍK AF EIGIN MÖNNUM

Einn þriggja hörðustu framsóknarbloggaranna og sá sem er nánast tengdur forystumönnum Framsóknarflokksins fyrr og nú fjallar sem fyrr um VG í nýlegum bloggpistli sínum. Efnið er Framtíðarlandið og leið þeirra til að fá alþingismenn til að gera samning við sig fyrir hönd landsins. Þar er greint frá því hverjir hafi skrifað uppá hjá Framtíðarlandinu og vakin sérstök áhersla á umhverfisráðherranum með þessum orðum "Mér sýnist Jónína Bjartmars vera eini þingmaður eða þingmannsefni stjórnarflokkanna sem skráð hefur sig á listann." Það er yfirlýsingin um að Jónína sé bara þingmannsefni sem farið hefur fyrir brjóstið á stuðningsmönnum hennar heyri ég. Finnst sumum...
Þór 

Lesa meira

FRÉTTASKÝRINGAR OG KU

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, skrifar lítinn dálk í Morgunblaðið í dag um ku. Tilefnið er útleiðari í Fréttablaðinu, slúðurdálkurinn þar sem stundum er níðst á mönnum rétt eins og DV besætning tiltekins tímabils sé öll komin yfir á Fréttablaðið. Og Davíð tekst vel upp svo sem við var að búast. Útleiðari Fréttablaðsins og umfjöllun seðlabankastjóra um hann beinir sjónum mínum að svokölluðum fréttaskýringum Morgunblaðsins sem birtast nú á forsíðu blaðsins. Eða þeirri ákvörðun Styrmis og Einars að láta tiltekinn blaðamannahóp verða sýnilegri og gefa þeim meira frelsi til að auka spennuna á efni blaðsins, koma því á milli tannanna á fólki. Það er með fréttaskýringar eins og slúðrið. Það er hægðarleikur að setjast niður með...
Ólína

Lesa meira

VIRKJUM DYNJANDA

Nú er svo komið að  margir Íslendingar hafa gleymt einum ástsælasta syni  þessarar þjóðar, Jóni Sigurðssyni forseta. Eins og þeir vita sem til þekkja var Jón fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní árið 1811 og er því farið að styttast í 200 ára afmæli hans. Jafnhliða því að færri og færri muna eftir þessum mæta manni og öllu því sem hann lagði af mörkum til að þjóðin hlyti fullveldi þá fækkar stöðugt þeim sem byggja það landsvæði sem ól hann, þ.e.a.s Vestfirðina. Það er skylda okkar Íslendinga að gera nú átak og hefja minningu hans til vegs og virðingar á ný og jafnframt að styrkja byggð á æskuslóðum hans. Þess vegna skora ég á alla sanna Íslendinga að standa saman um væntanlega hugmynd ríkIsstjórnarinnar um veglega uppbyggingu á Hrafnseyri. Hvað væri meira við hæfi en reisa þar myndarlegt ....
Grámann í Garðshorni

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar