AÐ HRUNI KOMINN Mars 2007

SPUNADRENGIR ÞAGNA

Athygli mína var vakin á því að þrír spunadrengir framsóknarforystunnar hefðu skyndilega misst áhuganna á að blogga um auðlindamálið. Varð þeim skyndilega stirt um stef þegar Geir H. Haarde, forsætisráðherra tilkynnti að þingmannafrumvarp um stjórnarskrá yrði ekki afgreitt á þinginu sem lauk aðfaranótt sunnudagsins. Hvorki Pétur Gunnarsson, Björn Ingi Hrafnsson, né þriðji framsóknarbloggarinn, hafa séð ástæðu til að skýra ágreining stjórnarflokkanna í auðlindamálinu. Hafa þeir þó allir greiðan aðgang að framsóknarforystunni sem gerð varð afturreka með frumvarpsdrög kennd við formann flokksins. Spunadrengirnir hafa heldur ekki gert mikið úr yfirlýsingum Jón Sigurðssonar...
Sigurjón
Lesa meira

LÝÐRÆÐIÐ FÓTUM TROÐIÐ

Samorka hefur nú blandað sér í kosninguna um stækkun álversins í Straumsvík með auglýsingum og fréttatilkynningu, það ekki að ástæðulausu, ef málið er skoðað. Samorka er samband orku- og veitufyrirtækja sjá...Eins og sérst hafa allir þessir aðilar bullandi hagsmuna að gæta og starfa í umboði almannafyrirtækja, og því áróðusherferðin borguð af okkur orkuneytendum og skattgreiðendum.
Fyrrum starfsmaður Landsvirkjunar

Lesa meira

FJÖLSKYLDUPÓLITÍK AÐ HÆTTI FRAMSÓKNAR: BJÓR Í VERSLANIR

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi, er þekktastur fyrir að hafa verið stoð, stytta og helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar allt þar til hann þreyttist svo að hann kaus að yfirgefa land. Borgarfulltrúinn er líka þekktur fyrir áhuga sinn á vexti og viðgangi fjölskyldunnar. Hann er til dæmis formaður nefndar sem skipuð var samkvæmt ráðleggingum hans sjálfs og ber heitið Nefnd um stöðu íslensku fjölskyldunnar. Undir því flaggi heldur framsóknarmaðurinn ræður um það sem fjölskyldum er fyrir bestu og þess utan hefur hann í orði  haldið hagmunum fjölskyldunnar mjög á lofti í borgarstjórn. Því er þetta rifjað upp að fjölskyldusinninn og framsóknarmaðurinn Björn Ingi Hrafnsson virðist ...
Þór
Lesa meira

ÁBYRG STEFNA VG Í UMHVERFISMÁLUM

Í framhaldi af bréfi Sveins hér á síðunni vil ég taka undir með þér Ögmundur að því fer fjarri að við séum á móti sjálfbærri nýtingu vatnsorku til raforkuframleiðslu, hvorki hér á landi né annars staðar. Sjálfbær þróun (Sustainable Development) er einmitt grunnstefið í umhverfis, félags- og efnahagsstefnu VG og stefnumörkun flokksins miðast við að skila samfélaginu, náttúrunni og efnahagslífinu jafngóðu, og helst betra, til komandi kynslóða. Á þessu grundvallast einmitt afstaða okkar til  uppistöðulóna í jökulám almennt og þar með til Kárahnjúkavirkjunar.
Það er nefnilega  tómt mál að tala um endurnýtanlegar orkulindir  í vatnsorku þegar  verið er að stífla jökulá í risalóni sem fyllist af jökulaur og drullu á tilteknum tíma. Þar með er líftími virkjunarinnar liðinn og því lítil sjálfbærni í slíkri framkvæmd. Hér gildir einu hvort um er að ræða tugi eða jafnvel...
Álfheiður Ingadóttir

Lesa meira

ÓÁBYRG STEFNA VG Í UMHVERFISMÁLUM?

...Reyndar virðast VG vera voða hræddir við stíflur - þær eru svo illa gerðar og áhættumatið ekki pappírsins virði, sagði Álfheiður Ingad. síðasta sumar. Jahá, gott að fá það sérfræðiálit og var það alveg sérstaklega málefnanlegt innlegg í umræðu sem í kjarnann snýst um sjálfbæra þróun! Vatnsorka "Hydropower" er talið upp undir merkjum sjálfbærrar þróunar sem endurnýtanlegir orkugjafar og þá er rétt að snúa sér nú almennilega að því að nýta þá - um það ættu nú allir að geta verið sammála. Enda er lofthjúpurinn yfirfullur af CO2 - koltvísýrling. Hvers konar froðasnakk er þetta hjá VG að tala jöfnum höndum um sjálfbæra þróun sem "Divine" hugtak en meina samt eitthvað allt annað. Óábyrg stefna VG í umhverfismálum verður örugglega ekki endurnýtt enda alls ekki í anda sjálfbærrar þróunnar.
Kær kveðja.
Sveinn

Lesa meira

AÐ LOKA HAFNARFIRÐI - PENINGAAUSTUR ALCAN - ER ÞETTA LÝÐRÆÐI?

...Af hverju að tapa þróunarsamkeppni byggðarlaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir Gunnari Birgissyni?  Til  að þóknast álverinu? Enginn er að leggja til að loka álverinu en það má í allri vinsemd benda á að ef álverið væri ekki þá væri Hafnarfjörður óðfluga að búa sig undir áð að verða örugglega  eins stór og Reykjavík. Er hægt að hugsa sér fallegra land á þessu svæði en Straumsvík og Óttarsstaði?  Nú er þeirri leið lokað og hún verður endanlega harðlæst ef álverið stækkar enn meira. Líklegt er að álverið loki fyrir möguleikana á þróun byggðar sem teldi 20 til 30 þúsund manns. Af hverju? Af hverju að stífla þróunarmöguleika Hafnarfjarðar enn...

Sigurður Bjarnason
Lesa meira


VIÐ VILJUM GAMLA GÓÐA ÍSLAND TIL BAKA !

Þið sópið að ykkur fylgi þessa dagana og menn eru að velta fyrir sér skýringum.
Ég hitti marga í mínu starfi og allir ræða þeir pólitík. Ég er þeirrar skoðunar að flestir Íslendingar vilji hreinlega fá gamla góða Ísland til baka, eins og það var fyrir 10-15 árum. Það eru allir búnir að fá nóg af einkavæðingu, fáránlegum auðmönnum, virkjunum, bankaokri, greiningardeildum lögreglu, olíuforstjórum og lögum sem á að setja til að vernda þetta nýja...
G.B.

Lesa meira

SPARISJÓÐUR SVARFDÆLA: 9 STARFSMENN OG 9 HUNDRUÐ MILLJÓNIR Í GRÓÐA!

...Til að samkeppni geti þrifist þurfa aðstæður að vera réttar, eftirlit hjálpar ekki. Einsog við vitum þá hefur vald og auður tilhneigingu til að þjappast saman. Þegar slíkt gerist þarf að afþjappa, skera í sundur og þvinga fyrirtæki til að skipta sér upp. Það þarf mikinn karakter til að þvinga slíkt fram. Samfélagið hefur alltaf átt erfitt með þetta verkefni. Næst besta leiðin er að skipa fyrirtækjum að keppa (þótt allir viti að það er blekking ein). Hver tími hefur sinn stíl. Hér á árum áður var aðferðin sú að tilnefna málsmetandi menn í nefnd sem var kölluð verðlagsráð. Sú nefnd ákvað verð á ýmsum nauðsynjum og þjónustu og hélt þannig úti sýndarsamkeppni. Nú tíðkast aðrar vinnuaðferðir. Verðlagsráð heitir núna Samkeppnisstofnun og hefur ..
.Eyvindur

Lesa meira

FJÖLDAHREYFING GEGN NEFSKATTI ÞORGERÐAR KATRÍNAR?

Ég saknaði þess að þú svaraðir ekki spurningu Ólínu hér á síðunni í gær. Hún spurði hvort þú myndir styðja samtök sem berðust gegn nefskatti Þorgerðar Katrínar, menntamálaráðherra, til að fjármagna hlutafélagið RÚV. Ólína segir í bréfi sem ég er hjartanlega sammála: "Myndir þú styðja samtök sem hefðu það að markmiði að láta reyna á nefskatt Þorgerðar fyrir dómstólum og berjast gegn nefskatti hennar þar til hann verður lagður niður. Við voru að velta því fyrir okkur nokkrar vinkonur hvort við ættum að ...
Sunna Sara

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar