Fara í efni

HANDBREMSUSTOPP FRAMSÓKNAR

Þarf ekki að losa um einhverja skrúfu hjá Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknar eða hefur kannski einhver skrúfa forskrúfast í forritinu hjá honum? Það er augljóst að ráðgjafar Jóns og félaga segja þeim að hamra á því að stjórnarandstöðuflokkarnir vilji stoppa þjóðfélagið með því að hafna stóriðjustefnu Framsóknar. Í samræmi við þetta gengur nú á með einhverjum stopp/start, stopp,stopp,start/stopp aula-málflutningi. Síðan heyrist mér verið að reyna að koma handbremsu inn í þennan málflutning Framsóknarflokksins. Er hægt að ætlast til þess að stjórnmálaflokkur sem hagar málflutningi sínum á þessa lund sé tekinn alvarlega?
Haffi