Fara í efni

HVAÐ VAKIR FYRIR "FRÉTTASTOFU" RÚV?

Ég vil leyfa mér að spyrja hvort viðtal í fréttatíma RÚV við Halldór Ásgrímsson, diplomat Íslands (okkar allra) á Norðurlöndum, í upphafi vikunnar hafi átt að þjóna einhverjum fréttatengdum tilgangi eða hvort einfaldlega var verið að reyna að gleðja tiltekinn stjórnmálaflokk sem ég varla nenni að nefna á nafn? Diplómatinn hafði akkúrat ekkert fram að færa í viðtalinu annað en að hann teldi að gamli flokkurinn sinn myndi reisa sig við fyrir komandi kosningar og að VG væri ekkert annað en loftbóla! Getur verið að "fréttastofa" RÚV líti á sig nú orðið sem eins konar loftbólu fréttamiðil? Öðru vísi mér áður brá. Þurfa menn ekki að hafa eitthvað fréttnæmt að segja til að tekið sé við þá fréttaviðtal? Þykir það fréttnæmt að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins sé hliðhollur þeim flokki og hallmæli Vinstri hreyfingunni grænu framboði?
En á meðal annarra orða, borgum við ekki öll fyrir þennan miðil, þ.e.a.s. RÚV, með skattpeningum okkar? Hvernig getur hann þá leyft sér að draga taum eins gamals sérréttinda valdaflokks á kostnað annarra? Leyfist okkur ekki lengur að spyrja ohf-stofnunina? Ef ekki, þá nennum við ekki lengur að borga.
Haffi