Fara í efni

UM AÐ HAFA SKOÐANIR

Kæri Ögmundur.
Guðfríður Lilja sem var í Silfri Egils 1. apríl sl. og þetta er ekki aprílgabb, sagði að bæjarstjórnin í Hafnarfirði hefði átt að segja sína skoðun opinskátt um stækkun álversins í Straumsvík. Einhver kynni þá að líta svo á að bæjarstjórnin leiddi annan hópinn. Ég tek annars ofan af fyrir bæjarstjórninni í Hafnarfirði að gefa bæjarbúum þar kost á að kjósa um þetta.
Bestu kveðjur,
Jón Þórarinsson

Rétt er það Jón - og þakka þér fyrir bréfið - að gott var að fá þessa kosningu í Hafnarfirði. Hins vegar finnst mér það ekki vera neitt sérstakt hraustleikamerki að þegja um skoðun sína í málum sem menn telja vera mjög mikilvæg. Ég vil miklu frekar taka ofan fyrir hinni baráttuglöðu Guðfríði Liju sem segir sína skoðun og berst fyrir henni. Til hvers eru menn í stjórnmálum ef þeir þora ekki að standa og falla með skoðunum sínum. Hvað ætla menn að gera ef þeir eru í ríkisstjórn sem lætur kjósa um aðild að Evróipusambandinu? Ætlar Samfylkingin þá að þegja?
Kveðja,
Ögmundur