AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2007


MÁ SPYRJA, KANNSKI?

...Og auðvitað er útkoma hinna flokkanna eftir því, nema auðvitað Vinstri grænna sem eru alltaf til vandræða; þeir eru samt - SAMT - með 20 % nærri því fimmta hvern kjósanda. Nú skal því spáð hér að þetta verði öðru vísu eftir viku þegar landsfundaeffekktinn fjarar aðeins út. Stóra skoðanakönnunarfyrirtækið hefði átt að geta þessara hugsanlegu skýringa í greinargerðum sínum í smáa letrinu. Var það kannski gert? Ekki sá ég það; en aðalaatriðið er að Guðmundur Steingrímsson var glaður og brosti gegnum 18 % tárin.

En kannski má ekki spyrja svona spurninga eins og hér er gert; þær eru örugglega ekki í handritinu.

En ég spyr samt.

Sigríður Þórarinsdóttir
Lesa meira

JÓNÍNA BJARTMARZ LEIKUR Í VERULEIKASJÓNVARPI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Það er í raun ótrúlegt  hve ráðherrar leggjast lágt í því að koma sér á framfæri. Síðasta dæmið er frá því gær, þar sem Jónína Bartmarz er stödd á strandstað Wilson Muuga, þar sem næstum má halda að þar hafi hún haft forystu um björgun skipsins.
Þessu var því miður þveröfugt farið, pappírsdýrin í umhverfisráðuneyti Jónínu voru búin að þvæla málið fram og til baka. Enda þótt skipið væri íslenskt, var það með hentifána frá Kýpur, þannig að stjórn Nesskipa og  Guðmundur Ásgeirsson stjórnarformaður útgerðarfélagsins, gátu leikið sér með umhverfisráðuneytið og firrt sig allri ábyrgð. Í þessari stöðu átti ráðherra og ríkistjórnin öll að taka af skarið.
Hvað um það ekkert gerist í málinu fyrr en ráðnir eru til verksins hörkutól sem ...
Rúnar Sveinbjörnsson

Lesa meira

HÖFUÐBÓLIÐ OG HJÁLEIGAN

...Mér finnst full ástæða til þess Ögmundur að þið þvingið það upp úr forystu Samfylkingarinnar hvort sá flokkur hefur í hyggju að vera ekki bara hækja, heldur bókstaflega göngugrind, fyrir þreyttan Sjálfstæðisflokk. Tónarnir sem heyrðust á landsfundi Samfylkingar, hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í sjónvarpi að loknum þeim fundi og hjá þeirra fyrsta manni í SV í kvöld, finnst mér gefa tilefni til að SF svari því á hvaða leið þau eru. Við sem viljum jafnaðarstjórn og ætluðum að kjósa Samfylkinguna flytjum okkur þá bara yfir á ykkur og tryggjum Samfylkingunni klassískt Alþýðuflokksfylgi. Ekki kýs maður Samfylkinguna til að mynda velferðarstjórn með Sjálfstæðismönnum eftir að hafa haft þá við stjórnvölinn í 16 ár. Það væri þá betra fyrir þá, sem trúa að leiðin að innsta kjarna jöfnuðar liggi í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, að fara beint á höfuðbólið og ...
Stefán

Lesa meira

HRIKALEGAR HÓTANIR

Margt er gott í ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins, einnig um  velferðarmál, en þar birtast líka hrikalegar hótanir um grundvallarbreytingar á velferðarkerfinu.  Dæmi:
1.  "Landsfundurinn vill nýta kosti fjölbreyttra rekstrarforma á sem flestum sviðum og tryggja þannig hagkvæma nýtingu opinbers fjármagns." Hér er semsé lögð áhersla á einkarekstur í heilbrigðiskerfinu; tvöfalt kerfi.
2. "Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda almannatryggingum og að heilbrigðisþjónusta sé að mestu greidd úr sameiginlegum sjóðum." Á Norðurlöndunum hinum er heilbrigðisþjónusta ókeypis. Ég hef séð að VG vill fella niður sjúklingagjöld. Þannig á það að vera.
 3.  "Fundurinn telur að...
Sigurður Bjarnason

Lesa meira

HVERS VEGNA ER VG ANDVÍGT VATNALÖGUNUM?

...Ég hef mikið velt einu fyrir mér varðandi deilurnar um vatnalögin nýju sem þið Vinstri-græn eruð svo ákaflega á móti. Af hverju er það svo, þegar að allir lögspekingar þessa lands telja að ekki sé um breytingu á núverandi réttarástandi? Er ekki hin raunverulega staða sú að um er að ræða einföldun á löngum og flóknum lögum?
Hafsteinn

Lesa meira

ÍHALDIÐ HÓTAR AÐ EINKAVÆÐA HEILBRIGÐISKERFIÐ

...Samfylkingin talar mikið um það að hún sé nútímaleg eins og fyrri daginn en erfitt er að fá skilgreint hvað þar er átt við. Það ætti að vera viðfangsefni fjölmiðla. Íhaldið talar hins vegar skýrt og vill einakvæða raforkugeirann og heilbrigðiskerfið. Hvers vegna fjalla fjölmiðlar ekki gagnrýnið um þessar hótanir Íhaldsins?
Haffi

Lesa meira

UM EFTIRLAUNAFRUMVARP OG SAMSTARF VG OG S

...En ég minni á það sem ég áður hef sagt að samstarfið þarf að vera mjög skilyrt. Semsagt ákveðið en skilyrt. Samfylkingin hefur nefnilega daðrað mjög við peningaöflin og þegar ISG talar um afturhaldssemi hef ég grun um að hún sé að agnúast út í það sem aðrir nefna prinsippfestu í vörn fyrir velferðarkerfið. Annars skrifa ég þetta fyrst og fremst til að taka undir með Pétri Tyrfingssyni í Silfrinu í dag og leiðrétta það hjá þér Ögmundur að Samfylkingin samþykkti ekki andstöðu við eftirlaunafrumvarpið eins og þú segir á síðunni þinni. Málið var sett í nefnd!
Sunna Sara

Lesa meira

KEMST ÞÓTT HÆGT FARI Í TANNVERNDINNI

Grímur nokkur skrifaði hér á síðuna á dögunum og býsnaðist mikið yfir kynningu á kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins. Jón Sigurðsson formaður flokksins hefði komist svo að orði að þetta "væru ekki loforð heldur stefna". Ekki er ég alveg sáttur við skrif Gríms sem segir að það sé "svosum ágætt að Framsókn hætti að lofa því allt svíkur hún." Þarna finnst mér hann vega ómaklega að Framsóknarflokknum því ekki verður það af flokknum skafið að hann hefur sýnt einmuna stefnufestu í kosningastefnuskrám sínum allt frá fæðingu, árið 1916.
Þessu til sönnunar vil ég bara benda á eitt dæmi hér um en það varðar ...
Þjóðólfur

Lesa meira

UM AÐ HAFA SKOÐANIR

...Guðfríður Lilja sem var í Silfri Egils 1. apríl sl. og þetta er ekki aprílgabb, sagði að bæjarstjórnin í Hafnarfirði hefði átt að segja sína skoðun opinskátt um stækkun álversins í Straumsvík. Einhver kynni þá að líta svo á að bæjarstjórnin leiddi annan hópinn. Ég tek annars ofan af fyrir ...
Jón Þórarinsson

Lesa meira

Frá lesendum

Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: BANDARÍKIN FÆRA HEIMINN NÆR KJARNORKUVETRI, OG ÍSLAND HJÁLPAR TIL?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni við skamm- og meðaldrægum kjarnorkuvopnum, eða INF samningnum svokallaða, sem Bandaríkin og Sovétríkin höfðu skrifað undir árið 1987. Bandaríkin riftu samningnum þann 1. febrúar s.l. og strax daginn eftir fylgdi Rússland á eftir. Bandaríkin véku formlega frá samningnum 2. ágúst s.l. Vopnauppbyggingin er þegar hafin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÓSJÁLFSTÆÐIR ALÞINGISMENN

... Það er ætíð fyrirhafnarmeira að setja sig inn í mál, og beita eigin dómgreind, en að falla í gryfju meðvirkninnar með valdinu og hjarðmennskunni. Tvíhyggja er hugtak sem fyrst kemur í hugann þegar rýnt er í „rök“ stuðningsmanna orkupakkans. Sama fólk telur að það sé hægt að innleiða reglugerðir og tilskipanir evrópsks réttar, sem hafa fullt lagagildi á Íslandi, en jafnframt hafa áfram fullt vald á sama sviði samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er óleysanleg mótsögn ... 

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar