AÐ HRUNI KOMINN Apríl 2007

STJÓRNARFLOKKARINR VEKJA HROLL !

Allir ráðherrar Framsóknarflokksins birtust á fréttamannafundi í gær til að kynna stefnu sína. Jón Sigurðsson, formaður flokksins, kynnti útgjaldapakka sem mér skyldist að slagaði í tuttugu milljarða. Hann sagði að þetta væru ekki loforð heldur stefna! Hvað þýðir þetta? Það er svosum ágætt að Framsókn hætti að lofa því allt svíkur hún. En eru það ekki áherslur og stefna sem flokkarnir eru almennt að boða? Ég bara spyr. Þessi framsetning Framsóknar minnti hins vegar rækilega á öll sviknu loforðin.
Og Íhaldið er byrjað að lofa eða öllu heldur hóta áframhaldandi ...
Grímur

Lesa meira

VILJA MENN FÁ LÍFEYRISÞEGA Á VINNUMARKAÐ?

Nú mun það víst vera svo, að lífeyrisþegar mega vinna sér inn 300.000 krónur á ári, áður en til skerðinga bóta kemur. Ég fór að skoða dæmið frá svolítið annarri hlið en þessari hefðbundnu, þ.e. gaman, gaman nú fara allir öryrkjar og ellilífeyrisþegar, sem vettlingi geta valdið, út á vinnumarkaðinn og bæta þar með bæði kjör sín og andlega líðan. Þetta er nú samt kannski ekki alveg svona rósrautt og fallegt, eins og e.t.v. má sjá hér á eftir...
Þórhildur Richter

Lesa meira

HANDBREMSUSTOPP FRAMSÓKNAR

Þarf ekki að losa um einhverja skrúfu hjá Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknar eða hefur kannski einhver skrúfa forskrúfast í forritinu hjá honum? Það er augljóst að ráðgjafar Jóns og félaga segja þeim að hamra á því að stjórnarandstöðuflokkarnir vilji stoppa þjóðfélagið með því að hafna stóriðjustefnu Framsóknar. Í samræmi við þetta gengur nú á með einhverjum stopp/start, stopp,stopp,start/stopp aula-málflutningi. Síðan heyrist mér verið að reyna að koma handbremsu inn í þennan málflutning Framsóknarflokksins. Er hægt að ætlast til þess að ...
Haffi

Lesa meira

EKKI GLEYMA EINSTÆÐUM FEÐRUM

Hvað varð um einstæðu feðurna hjá ykkur, eruð þið ekki orðnir of uppteknir af málefnum kvenna. Ég og mínir líkar eigum líka rétt á að vera til og hafa efni á því að taka þátt í þessu þjóðfélagi. Hvað ætlið þið að gera í málefnum einstæðra feðra? Þetta er verst setti hópur þjóðfélagsins en við virðumst vera hinir ósnertanlegu...
Arthur Þorsteinsson

Lesa meira

EINKAREKSTRUR EÐA EINKAVÆÐING?

Mér leikur hugur á að vita hver munurinn er á einkavæðingu og einkarekstri, að þínum dómi. Þar á ég sér í lagi við heilbrigðis- og menntakerfi. Sem dæmi má nefna hvort þú telur það einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þegar sérfræðilæknar reka læknastofur úti í bæ og hið opinbera greiðir kostnað vegna sjúklinga eða hvort það sé ...
Sigurður Hannesson

Lesa meira


HVAÐ VAKIR FYRIR "FRÉTTASTOFU" RÚV?

Ég vil leyfa mér að spyrja hvort viðtal í fréttatíma RÚV við Halldór Ásgrímsson, diplomat Íslands (okkar allra) á Norðurlöndum, í upphafi vikunnar hafi átt að þjóna einhverjum fréttatengdum tilgangi eða hvort einfaldlega var verið að reyna að gleðja tiltekinn stjórnmálaflokk sem ég varla nenni að nefna á nafn? Diplómatinn hafði akkúrat ekkert fram að færa í viðtalinu annað en að hann teldi að gamli flokkurinn sinn myndi reisa sig við fyrir komandi kosningar og að VG væri ekkert annað en loftbóla! Getur verið að "fréttastofa" RÚV líti á sig nú orðið sem eins konar loftbólu fréttamiðil? Öðru vísi mér áður...
Haffi

Lesa meira

LÁTUM EKKI FÁTÆKT ÚTILOKA FÓLK FRÁ ÞJÓÐFÉLAGINU

...En þótt mér finnist VG mega gera betur þá hefur flokkurinn staðið velferðarvaktina langt umfram aðra flokka. Það gladdi mig mjög að lesa grein Gests Svavarssonar í Morgunblaðinu: Frelsi frá fátækt, menntunarleysi og veikindum. Hann hittir naglann á höfuðið. Fátækt útilokar fólk frá menntun og heilbrigðisþjónustu. Það er eitthvað meira en lítið að þegar svo er komið í þjóðfélagi sem vill láta kalla sig velferðarþjóðfélag! Þú ættir að fá Gest til að birta grein sína hér á síðunni...
Pétur Jónsson

Lesa meira

MISRÉTTIÐ ER MESTA MEINSEMDIN

VG þarf að vera meira afgerandi varðandi velferðarmálin og í tillöguflutningi um að útrýma fátækt í landinu. Umhverfismál eru góðra gjalda verð en ég sakna þess að rætt sé af alvöru um velferðarmálin og hrikalegt misrétti sem ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur skapað í landinu á undanförnum árum. Hvers vegna er ekki meira hamrað á þessu málefni. Þið eruð eini flokkurinn sem er trúverðugur þegar velferðaþjónustan er annars vegar. Mér sýnist allir hinir flokkaarnir vilja einkavæða og þar með gera námsfólk og sjúklinga að ...
Sunna Sara

Lesa meira

HAFNARFJARÐARSIGRI ÞARF AÐ FYLGJA EFTIR Í VOR

Mig langar til að óska Hafnfirðingum til lukku með mjög afgerandi niðurstöðu í kosningunni í fyrradag. Og ekki síst er það baráttu mjög margra sem líst ekkert á hvert stefnir í atvinnumálum þjóðarinnar ...Þið þingmenn VG eigið sérstaklega þökk fyrir að gefa okkur frumkvæðið að þeirri hugsun að þetta væri ekki ómögulegt! Til lukku!!! Og við skulum fylgja þessu rækilega eftir í kosningunum í vor!!
Guðjón Jensson

Lesa meira

Frá lesendum

Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira

Jón Karl Stefánsson skrifar: BANDARÍKIN FÆRA HEIMINN NÆR KJARNORKUVETRI, OG ÍSLAND HJÁLPAR TIL?

Þann 20. október 2018 tilkynnti forseti Bandaríkjanna að Bandaríkin myndu hverfa frá samningi um banni við skamm- og meðaldrægum kjarnorkuvopnum, eða INF samningnum svokallaða, sem Bandaríkin og Sovétríkin höfðu skrifað undir árið 1987. Bandaríkin riftu samningnum þann 1. febrúar s.l. og strax daginn eftir fylgdi Rússland á eftir. Bandaríkin véku formlega frá samningnum 2. ágúst s.l. Vopnauppbyggingin er þegar hafin ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÓSJÁLFSTÆÐIR ALÞINGISMENN

... Það er ætíð fyrirhafnarmeira að setja sig inn í mál, og beita eigin dómgreind, en að falla í gryfju meðvirkninnar með valdinu og hjarðmennskunni. Tvíhyggja er hugtak sem fyrst kemur í hugann þegar rýnt er í „rök“ stuðningsmanna orkupakkans. Sama fólk telur að það sé hægt að innleiða reglugerðir og tilskipanir evrópsks réttar, sem hafa fullt lagagildi á Íslandi, en jafnframt hafa áfram fullt vald á sama sviði samkvæmt íslenskum lögum. Þetta er óleysanleg mótsögn ... 

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar