Fara í efni

ÁSTIR SAMLYNDRA HJÓNA

Það var rafmagnað andrúmsloft hjá okkur í Snotru í gær.  Ný ríkistjórn var komin til valda og Framsókn á útleið. í tilefni dagsins hafði ég sett feita bita af saltkjöti í pottinn og eftir matinn settist fjölskyldan fyrir framan sjónvarpið til að fylgjast með landsfeðurnum undirrita margboðað samkomulag. Þarna sátum við sem sé eins og  Bart Simpson fjölskyldan bandaríska í sófanum, ég, konan mín og börnin okkar tvö uppkomin. Bjart var og napurt á Þingvöllum að sögn fréttamanns, sem átti vel við augnablikið. Því næst er myndavélinni beint inn í Þingvallabæinn þar sem forsætis- og utanríksráðherrann,  sitja eins og nýgift hjón, allavega leyna sterkir og rafmagnaðir straumar milli þeirra sér ekki. Feiminn spyr forsætisráðherra: ,, Eigum við ekki að byrja núna” ,, Jú, jú er það ekki” svarar hún og horfir á hann dreymandi augum. Þau munda pennana skjálfandi höndum. Spennan ætlar að æra okkur á Snotru, konan gefur mér ögrandi augnaráð. Þau klára undirritun og nú er ég kominn með hnút í magan, þau takast í hendur og utanríkisráðherra gerir sig líklegann til að stökkva á forsætisráðherrann í ofsafenginni hrifningu sinni, með snarræði tekst forsætisráðherra að bregðast við, og vandræðaleg þögn myndast. Konan mín hrópar ,,Hann vill hana ekki” Ég sussa á hana og horfi á börn mín tvö uppkomin,  sem horfa vandræðaleg í gaupnir sér. Stemmingin er eyðilögð ég sit eftir einn með magaverk og ógleði. Vínil platan með Árna Johnsen sem ég hafði tekið fram um daginn komst ekki á fónin.  Fréttin
Um nóttina svaf ég óvært svitnaði og kólnaði á víxl og vaknaði óútsofin. Kannski hafði mig verið að dreyma, hann gat ekki farið svona með hana. Viti menn þegar ég svo horfi á endursýningu fréttanna sé ég þetta. Rúv ohf hefur sannað tilverurétt sinn og ritskoðað fréttina.
Ritskoðaða útgáfan.
Runki frá Snotru