Fara í efni

BLOGGAÐ UM FEMINISTA, ÖGMUND OG BANKANA

Ég hef verið að fylgjast með netskrifum að undanförnu og oft koma merkilegri hlutir fram á blogginu en annars staðar. Ég vil vekja athygli á tvennu sem fram hefur komið á netinu að undanförnu. Annars vegar skrifum Sóleyjar Tómasdóttur um konur og kosningar og hins vegar skrifum Árna Þórs Sigurðssonar sem hrekja útúrsnúningaherferð Framsóknarflokksins um að VG, og þá sérstaklega þú Ögmundur, viljið reka bankana úr landi. Eftir lestur pistils Árna Þórs þarf enginn lengur að velkjast í vafa um staðreyndir máls. Ég læt hér fylgja slóðir á þessar ágætu greinar á blogginu.
http://www.soley.blog.is/blog/soley/entry/200616/.
http://arnith.blog.is/blog/arnith/entry/203800/#comments
Sigríður Einarsdóttir