AÐ HRUNI KOMINN Maí 2007

HVAÐ MEÐ MINNIHLUTASTJÓRN FRAMSÓKNAR?

Nú hefur þú Ögmundur varpað fram þeirri hugmynd að við framsóknarmenn verjum minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli. Þetta er rausnarlega boðið en annar og miklu meira spennandi kostur er sá að þið í VG og Samfylkingunni verjið minnihlutastjórn Framsóknarflokksins falli. Það væri meira í takt við vilja þjóðarinnar og útkomu okkar framsóknarmanna í kosningunum þar sem við óneitanlega unnum góða varnarsigra víða um land nema þá kannski helst á mölinni. Hvað segir þú um þennan valkost Ögmundur, er ekki vert að ...
Jón

Lesa meira

ENN UM BANKANA

Ég mun að öllum líkindum veita Vinstri grænum mitt atkvæði í komandi kosningum en áður en áður en ég tek endanlega ákvörðun um það væri ég til í að heyra fra þér hvaða rök liggja að baki þess að aukin jöfnuður fáist í landinu með því að bankarnir eða önnur fjármálafyrirtæki fari úr landi. Með fyrirvara um að þessi orð þín hafi ekki verið tekin úr samhengi í fréttaflutningi...
Hlynur Páll Pálsson

Lesa meira


BLOGGAÐ UM FEMINISTA, ÖGMUND OG BANKANA

...Ég vil vekja athygli á tvennu sem fram hefur komið á netinu að undanförnu. Annars vegar skrifum Sóleyjar Tómasdóttur um konur og kosningar og hins vegar skrifum Árna Þórs Sigurðssonar sem hrekja útúrsnúningaherferð Framsóknarflokksins um að VG, og þá sérstaklega þú Ögmundur, viljið reka bankana úr landi. Eftir lestur pistils Árna Þórs þarf enginn lengur að velkjast í vafa um staðreyndir máls. Ég læt hér fylgja slóðir á þessar ..
Sigríður Einarsdó.ttir

Lesa meira

BLEKKINGAR UM EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ AFÞAKKAÐAR

Umræðu um eftirlaunahneykslið mun ekki slota í bráð - og ég vona sannarlega að Vinstrihreyfingin - grænt framboð kveði snimmendis upp úr með afstöðu sína í því máli þannig að eftir verði tekið - fyrir kosningar: Er VG reiðubúin að afnema eftirlaunalögin frá í desember 2003 eða breyta þeim þannig að alþingismenn og ráðherrar búi við sömu lífeyrisréttindi og aðrir opinberir starfsmenn? Ég bíð með öðrum orðum spenntur eftir svari þínu við grein minni í mbl. á laugardaginn var.
Ástæða þess að ég skrifa þér nú eru hins vegar orð Jóhönnu Sigurðardóttur í Blaðinu í dag, 8. maí. Þar er hún enn að reyna að blekkja kjósendur með því að láta líta út fyrir að ágreiningurinn um eftirlaunahneykslið snúist fyrst og fremst um ...
Hjörtur Hjartarson

Lesa meira

HVERNIG Á AÐ EFLA SJÁVARBYGGÐIRNAR?

...Ég óska þér og þínum velgengni í komandi kosningum. En eitt brennur á mér þar sem ér er með þér í kjördæmi: Hvernig sérð þú fyrir þér lausn á vanda Vestfjarða (sem og annarra sjávarbyggða)? Engin launung að ég ætla þér atkvæði mitt svo þetta svar ...
Fyrrum sjalli.

Lesa meira

ÞAÐ VERÐUR AÐ RÆÐA VATNALÖGIN!

Varðandi framgang Bechtel í Cochabamba er kannski rétt að benda á að kröfur Aguas del Tunari (dótturfélagsins sem fékk vatnsveituna) væru verjanlegar undir þeim íslensku vatnalögum sem að óbreyttu taka gildi í nóvember. Sá ískyggilegi grunur læðist að manni að þau hafi verið sett til að gera eitthvað slíkt mögulegt. Það er algjör lífsnauðsyn að koma þessu vatnalagamáli ...
Herbert Snorrason

Lesa meira

GÁTA

...Ef það kostar 40 milljarða að koma skattleysismörkum á þann stað sem þau voru árið 1994 og ef skuldir ríkisins hafa á þessu tímabili minnkað úr 240 milljörðum "niður í nánast ekki neitt" (Þorgerður Katrín, í sjónvarpinu 05.05.2007). Hverjir hafa þá greitt niður skuldir ríkissjóðs?
Hjörtur

Lesa meira

HVER ER AFSTAÐAN TIL LÍFEYRISFORRÉTTINDANNA?

Ég vildi vekja athygli á yfirlýsingu frá Þjóðarhreyfingunni, því það er beðið eftir afstöðu VG til afnálífeyrisforréttinda "æðstu ráðamanna" sem voru lögfest í desember 2003: YFIRLÝSING UM AFNÁM LÍFEYRISFORRÉTTINDA Þjóðarhreyfingin - með lýðræði fagnar heitstrengingum stjórnmálamanna um afnám lífeyrisforréttinda hæstaréttardómara, ráðherra og alþingismanna. Lagasetningin frá í desember 2003 gengur gegn hugmyndum landsmanna um lýðræði og jafnrétti...
Hjörtur Hjartarson 

Lesa meira

SAMHLJÓMUR Í STJÓRNARANDSTÖÐU

Mér líkaði vel að heyra samhljóminn í stjórnarandstöðunni í kjördæmaþættinum á RÚV í Suð-vesturkjördæmi í gær. Auðvitað á að gefa bæði Sjálfstæðisflokki og Framsókn frí frá stjórnarstörfum næsta kjörtímabil, ella hefði Sjálfstæðisflokkur setið í 20 ár og Framsókn í 16 ár. Svo löng valdaseta er spillandi og voru þessir flokkar þó fyrir ekki lausir við spillingu. Því fór reyndar fjarri að svo væri. Mjög fjarri. Við vitum að Framsókn vill ekkert stopp. Bara meiri völd og meiri spillingu. Ennþá nær kjötkötlunum. Ekkert stopp. Og Sjálfstæðisflokkur hefur ekki beinlínis á móti meiru af svo góðu. Sá sem...
Haffi

Lesa meira

Frá lesendum

VILL ALLAN AFLA Á UPPBOÐSMARKAÐ

Hvernig er hægt að skrifa um fyrirkomulag fiskveiða við strendur landsins án þess að minnast á að setja allan afla á uppboðsmarkað? Að klippa milli veiða og vinnslu er forsenda breytinga. Kvótinn var settur til að vernda fiskinn í sjónum en ekki fiskvinnslur í landi.
Tryggvi L. Skjaldarson
...

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BREXIT OG BREYTTAR ÁTAKALÍNUR Í STÉTTABARÁTTUNNI

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við, breskur verkalýður öskrar það svo skýrt að ekki verður misskilið. Verkalýðurinn segist tilbúinn að búa við stéttaróvin sinn Boris Johnson næstu fjögur árin til þess eins að reyna að tryggja að staðið verði við það Brexit sem hann valdi 2016. Atkvæðagreiðslan 2016 opinberaði mikla gjá á milli valdakerfisins og kjósenda. Ekki bara hafði almenningur á móti sér ...

Lesa meira

Berta Finnbogadóttir skrifar: ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var birtur þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka 1 og 2. Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

... Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með lögum nr. 38/1990. Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944[i] og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: SAMHERJI VARLA SÉRTILFELLI

Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi. Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar