AÐ HRUNI KOMINN Maí 2007

HVAÐ MEÐ MINNIHLUTASTJÓRN FRAMSÓKNAR?

Nú hefur þú Ögmundur varpað fram þeirri hugmynd að við framsóknarmenn verjum minnihlutastjórn VG og Samfylkingar falli. Þetta er rausnarlega boðið en annar og miklu meira spennandi kostur er sá að þið í VG og Samfylkingunni verjið minnihlutastjórn Framsóknarflokksins falli. Það væri meira í takt við vilja þjóðarinnar og útkomu okkar framsóknarmanna í kosningunum þar sem við óneitanlega unnum góða varnarsigra víða um land nema þá kannski helst á mölinni. Hvað segir þú um þennan valkost Ögmundur, er ekki vert að ...
Jón

Lesa meira

ENN UM BANKANA

Ég mun að öllum líkindum veita Vinstri grænum mitt atkvæði í komandi kosningum en áður en áður en ég tek endanlega ákvörðun um það væri ég til í að heyra fra þér hvaða rök liggja að baki þess að aukin jöfnuður fáist í landinu með því að bankarnir eða önnur fjármálafyrirtæki fari úr landi. Með fyrirvara um að þessi orð þín hafi ekki verið tekin úr samhengi í fréttaflutningi...
Hlynur Páll Pálsson

Lesa meira


BLOGGAÐ UM FEMINISTA, ÖGMUND OG BANKANA

...Ég vil vekja athygli á tvennu sem fram hefur komið á netinu að undanförnu. Annars vegar skrifum Sóleyjar Tómasdóttur um konur og kosningar og hins vegar skrifum Árna Þórs Sigurðssonar sem hrekja útúrsnúningaherferð Framsóknarflokksins um að VG, og þá sérstaklega þú Ögmundur, viljið reka bankana úr landi. Eftir lestur pistils Árna Þórs þarf enginn lengur að velkjast í vafa um staðreyndir máls. Ég læt hér fylgja slóðir á þessar ..
Sigríður Einarsdó.ttir

Lesa meira

BLEKKINGAR UM EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ AFÞAKKAÐAR

Umræðu um eftirlaunahneykslið mun ekki slota í bráð - og ég vona sannarlega að Vinstrihreyfingin - grænt framboð kveði snimmendis upp úr með afstöðu sína í því máli þannig að eftir verði tekið - fyrir kosningar: Er VG reiðubúin að afnema eftirlaunalögin frá í desember 2003 eða breyta þeim þannig að alþingismenn og ráðherrar búi við sömu lífeyrisréttindi og aðrir opinberir starfsmenn? Ég bíð með öðrum orðum spenntur eftir svari þínu við grein minni í mbl. á laugardaginn var.
Ástæða þess að ég skrifa þér nú eru hins vegar orð Jóhönnu Sigurðardóttur í Blaðinu í dag, 8. maí. Þar er hún enn að reyna að blekkja kjósendur með því að láta líta út fyrir að ágreiningurinn um eftirlaunahneykslið snúist fyrst og fremst um ...
Hjörtur Hjartarson

Lesa meira

HVERNIG Á AÐ EFLA SJÁVARBYGGÐIRNAR?

...Ég óska þér og þínum velgengni í komandi kosningum. En eitt brennur á mér þar sem ér er með þér í kjördæmi: Hvernig sérð þú fyrir þér lausn á vanda Vestfjarða (sem og annarra sjávarbyggða)? Engin launung að ég ætla þér atkvæði mitt svo þetta svar ...
Fyrrum sjalli.

Lesa meira

ÞAÐ VERÐUR AÐ RÆÐA VATNALÖGIN!

Varðandi framgang Bechtel í Cochabamba er kannski rétt að benda á að kröfur Aguas del Tunari (dótturfélagsins sem fékk vatnsveituna) væru verjanlegar undir þeim íslensku vatnalögum sem að óbreyttu taka gildi í nóvember. Sá ískyggilegi grunur læðist að manni að þau hafi verið sett til að gera eitthvað slíkt mögulegt. Það er algjör lífsnauðsyn að koma þessu vatnalagamáli ...
Herbert Snorrason

Lesa meira

GÁTA

...Ef það kostar 40 milljarða að koma skattleysismörkum á þann stað sem þau voru árið 1994 og ef skuldir ríkisins hafa á þessu tímabili minnkað úr 240 milljörðum "niður í nánast ekki neitt" (Þorgerður Katrín, í sjónvarpinu 05.05.2007). Hverjir hafa þá greitt niður skuldir ríkissjóðs?
Hjörtur

Lesa meira

HVER ER AFSTAÐAN TIL LÍFEYRISFORRÉTTINDANNA?

Ég vildi vekja athygli á yfirlýsingu frá Þjóðarhreyfingunni, því það er beðið eftir afstöðu VG til afnálífeyrisforréttinda "æðstu ráðamanna" sem voru lögfest í desember 2003: YFIRLÝSING UM AFNÁM LÍFEYRISFORRÉTTINDA Þjóðarhreyfingin - með lýðræði fagnar heitstrengingum stjórnmálamanna um afnám lífeyrisforréttinda hæstaréttardómara, ráðherra og alþingismanna. Lagasetningin frá í desember 2003 gengur gegn hugmyndum landsmanna um lýðræði og jafnrétti...
Hjörtur Hjartarson 

Lesa meira

SAMHLJÓMUR Í STJÓRNARANDSTÖÐU

Mér líkaði vel að heyra samhljóminn í stjórnarandstöðunni í kjördæmaþættinum á RÚV í Suð-vesturkjördæmi í gær. Auðvitað á að gefa bæði Sjálfstæðisflokki og Framsókn frí frá stjórnarstörfum næsta kjörtímabil, ella hefði Sjálfstæðisflokkur setið í 20 ár og Framsókn í 16 ár. Svo löng valdaseta er spillandi og voru þessir flokkar þó fyrir ekki lausir við spillingu. Því fór reyndar fjarri að svo væri. Mjög fjarri. Við vitum að Framsókn vill ekkert stopp. Bara meiri völd og meiri spillingu. Ennþá nær kjötkötlunum. Ekkert stopp. Og Sjálfstæðisflokkur hefur ekki beinlínis á móti meiru af svo góðu. Sá sem...
Haffi

Lesa meira

Frá lesendum

ÍSLAND ER LAND ÞITT, ÞVÍ ALDREI SKAL GLEYMA …

… sem afhendir, ríkasta hluta þjóðarinnar auðlindir sínar á hverju hausti. Ísland er landið þar sem Skattsvikarar eru gerðir að Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra. Ísland er land þar sem utanaðkomandi Seðlabankastjóri stakk uppá því að farið væri í að finna þýfið úr hruninu, en í staðinn var boðið uppá afslátt af gengi ef þýfið væri flutt heim. Ísland er landið þar sem einn af hugmyndasmiðum hrunsins og aðalráðgjafi Gamma var gerður að  ...
Monsieur le docteur Ralph

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Jón Karl Stefánsson skrifar: UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Lesa meira

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

... Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „shared competence“ [eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson: STRÍÐSÖFLUNUM MIÐAR BETUR Í NORÐRI EN SUÐRI

Átökin um hnattræn yfirráð nú um stundir einkennast annars vegar af mikilli alhliða drottnunarstöðu Bandaríkjanna og NATO-blokkarinnar – sem í krafti stöðu sinnar kalla sig „alþjóðasamfélagið“ – og hins vegar af hnignandi stöðu sömu blokkar. Efnahagsleg hnignun hennar (undanhald í keppninni um heimsmarkaðinn) samfara miklum hernaðaryfirburðum leiðir af sér þá miklu árásahneigð sem hún sýnir (sérstaklega Bandaríkin). Helstu stríð og stríðsógnir nútímans eru frá þessari blokk komnar, undir bandarískri forustu. Á 21. öldinni hafa ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG Í HELGREIP MAFÍUSTARFSEMI? - BANKAKERFI OG AUÐLINDIR - ORKUPAKKI 4

Þegar rætt er um orkumál þjóðarinnar er nauðsynlegt að gera það í alþjóðlegu samhengi – sem hluta af alþjóðlegri hagsmunabaráttu. Einn af verstu göllum Evrópusambandsins er mikill „frjálshyggjuhalli“ á ákveðnum sviðum. Hann birtist m.a. í afstöðu sambandsins til markaðsvæðingar og einkavæðingar.
Í stuttu máli felur markaðsvæðing í sér að ákveðin starfsemi er opnuð upp á gátt fyrir bröskurum og fjárglæframönnum, enda eru það þeir hópar sem helst hafa pólitísk sambönd, aðgang að fjármagni og geta nýtt sér tækifærin sem ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar